Sæmundarhúsið 9. mars 2016.
Jói í kaffi þar sem eldhúsið verður.
Svipmynd af neðri hæðinni.
Svipmynd úr risinu.
Ytra byrðið fínt og flott.
Hér má sjá tréð sem tekur að sér snjósöfnunina. Ljósm. María Maack, jan. 2016.
Sæmundarhúsið og garðurinn. Ljósm. Árni Geirsson 2010.
Sæmundarhúsið í forgrunni. Prestshúsið og Læknishúsið handan vegarins. Ljósm. Árni Geirsson 2010.
Sæmundarhúsið er ólíkt öðrum húsum á Reykhólum. Ljósm. Árni Geirsson 2010.
Sæmundur Björnsson við tilraunastörf. Mynd frá Unnsteini á Grund.
Mynd frá Unnsteini Hjálmari Ólafssyni á Grund.
Vinnu smiða og annarra iðnaðarmanna í Sæmundarhúsinu á Reykhólum (Hellisbraut 14) miðar vel. Halldóra Játvarðardóttir (Lóa á Miðjanesi) keypti þetta gamalkunna hús af Norðursalti í byrjun júní á síðasta ári og hyggst flytjast þangað þegar verkinu lýkur einhvern tímann með vorinu. „Barnabörnin spyrja nú hvað ég ætli að gera á Reykhólum, þeim finnst það einhvern veginn ekki passa,“ segir hún. Norðursalt keypti Sæmundarhúsið undir árslok 2013 og hugðist nota það fyrir starfsfólk. Ekki varð af því, og var húsið sett á sölu rúmu ári seinna. Þá var ytra byrðið frágengið og búið að rífa allt innan úr húsinu. „Það var eiginlega ekkert nema útveggirnir,“ segir Lóa.