Tenglar

Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.
Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.

Formlegt upphaf svæðisskipulagsgerðar var viðfangsefnið á fyrsta fundi hinnar nýju svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Auk aðalmanna og varamanna í nefndinni voru boðaðir á seinni hluta fundarins fulltrúar í sveitarstjórnum og nefndum sveitarfélaganna, sem tengjast viðfangsefnum svæðisskipulags. Einnig starfsmenn sveitarfélaganna eða stofnana þeirra, sem hafa með tengd málefni að gera.

...
Meira
1 af 3

Á dögunum barst Landbúnaðarsafni Íslands undarlegur hlutur í pósti, vel frá genginn og vandlega merktur. „Við opnun kom í ljós að um var að ræða sendingu frá austfirskum heiðursmanni sem oft hefur lagt okkur lið. Nú sendi hann ónotað léni, en það er ljáblað frá dögum ensku ljáanna á Íslandi, þeirra er Torfi í Ólafsdal kynnti Íslendingum,“ segir Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri.

...
Meira
Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.
Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.

Krafan um að fækka sveitarfélögum hefur verið hávær. Í dag eru sveitarfélögin 74, höfuðborgarsvæðið telur ríflega 210 þúsund íbúa meðan íbúar fámennustu sveitarfélaganna teljast undir 50. Það eru ekki til nein opinber viðmið um hver lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi ætti að vera, en ef tekið er mið af hversu fjölmenn svæði þurfa að vera til að bera uppi þjónustu við fatlað fólk, þá er talan 8000. Íbúar á Vestfjörðum öllum eru um 7000.

...
Meira
Ljósm. Orkubú Vestfjarða.
Ljósm. Orkubú Vestfjarða.

Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) fagna þeirri jákvæðu umræðu sem risin er um það brýna verkefni að treysta raforkuöryggi Vestfirðinga. Góðar undirtektir þingmanna Norðvesturkjördæmis sem komið hafa fram skipta miklu máli í því sambandi og ekki síður brýningar sveitarstjórnarmanna og sveitarfélaga á Vestfjörðum sem kalla eftir langþráðum aðgerðum svo hefja megi framkvæmdir við virkjun Hvalár. Forsenda þeirra framkvæmda er að bætt verði við afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi fyrir raforku virkjunarinnar.

...
Meira
Fulltrúar Reykhólaskóla, þau Valdimar, Júlía og Solveig. Fyrir aftan er Tindur Ólafur Guðmundsson á Grund.
Fulltrúar Reykhólaskóla, þau Valdimar, Júlía og Solveig. Fyrir aftan er Tindur Ólafur Guðmundsson á Grund.
1 af 14

Júlía Rún Pálsdóttir á Reykhólum hlaut fyrsta sætið á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hólmavík í fyrrakvöld, en þar kepptu nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík. Viktor Elmar Gautason á Hólmavík varð í öðru sæti og Díana Jórunn Pálsdóttir á Hólmavík í því þriðja. Aðrir fulltrúar Reykhólaskóla í keppninni voru Solveig Rúna Eiríksdóttir og Valdimar Ólafur Arngrímsson. Margt fólk fylgdist með keppninni, þar á meðal úr Reykhólasveit, og naut auk þess tónlistar og veitinga.

...
Meira
4. mars 2016

Hanna sjötug

Með blómin frá nemendum og starfsfólki Reykhólaskóla.
Með blómin frá nemendum og starfsfólki Reykhólaskóla.
1 af 2

Jóhanna Guðmundsdóttir á Reykhólum (Hanna frá Gröf í Þorskafirði) er sjötug í dag, 4. mars. „Ég verð nú bara að dunda mér hérna heima,“ sagði hún aðspurð hvar hún yrði á stórafmælinu. Í tilefni dagsins var hún beðin að skreppa upp í Reykhólaskóla þar sem hún fékk blómvönd og heillaóskir frá nemendum og starfsfólki, og þá voru þessar myndir teknar. Auðvitað var afmælissöngurinn sunginn og Steinunn Rasmus lék á píanóið.

...
Meira

Kaldavatnsbúskapurinn á Reykhólum er kominn í lag, tankarnir orðnir fullir á ný. Miðlunargeymarnir eru tveir, rétt hjá símaskúrnum við veginn ofan við Miðhús, og taka samtals 48 þúsund lítra.

...
Meira
4. mars 2016

Sundlaugin lokuð

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð á morgun, laugardag. Hún er hins vegar opin í dag eins og venjulega og verður það líka eftir helgi, en á sunnudögum er hún lokuð.

...
Meira
Hótel Bjarkalundur.
Hótel Bjarkalundur.

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit ásamt tæplega 60 ha eignarlandi (þar með Berufjarðarvatni) er auglýst til sölu hjá Fasteignasölunni Kaupsýslunni. Þar kemur fram að ásett verð er 120 milljónir króna, brunabótamat um 225 milljónir og fasteignamat um 35 milljónir og ekkert áhvílandi. Byggingarnar eru hótelið sjálft, sex gestahús, þjónustumiðstöð og starfsmannahús.

...
Meira
Vinfasti ýtt úr vör í fyrsta sinn / hþm.
Vinfasti ýtt úr vör í fyrsta sinn / hþm.
1 af 3

Óskað hefur verið eftir því að breiðfirski skipasmíðameistarinn Hafliði Aðalsteinsson, formaður Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR), komi til Noregs og smíði þar dæmigerðan breiðfirskan bát. Þetta yrði fjögurra manna far líkt og Vinfastur, sem félagsmenn smíðuðu á Reykhólum á sínum tíma og fór í sína fyrstu sjóferð sumarið 2008. Menningarráð Noregs hefur veitt styrk til þessa verkefnis.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30