Tenglar

Ása og Reynir Þór í Hólabúð.
Ása og Reynir Þór í Hólabúð.

Tveir mánuðir (og þrír dagar) eru liðnir frá því að þau Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson opnuðu Hólabúð á Reykhólum eftir nærri þriggja mánaða búðarleysi á staðnum. „Fólk hefur tekið okkur rosalega vel, enda yndislegt fólk hér og hjálpsamt með eindæmum. Gangurinn hefur verið í samræmi við væntingar og nánast eins og við lögðum upp með,“ segja þau.

...
Meira
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Að vísu sést brattinn ekki vel.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Að vísu sést brattinn ekki vel.
1 af 2

Krakkarnir í 6.-10. bekk Reykhólaskóla ætla núna á laugardaginn að hjóla Vestfjarðaveg 60 um sveitarfélagið sitt endimarka á milli, og jafnframt sýslumarka á milli, því að Reykhólahreppur er eina sveitarfélagið í Austur-Barðastrandarsýslu. Lagt verður af stað á brúnni yfir Kjálkafjörð (skammt austan við Flókalund) en endamarkið er á þveruninni yfir Gilsfjörð. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að safna áheitum vegna hefðbundinnar Danmerkurferðar, sem krakkarnir sem núna eru í 6.-8. bekk fara þegar þau verða í 8.-10. bekk. Hins vegar að vekja athygli á ástandi vegamála í Reykhólahreppi og þá einkum ófremdarástandinu fornfræga í Gufudalssveit.

...
Meira
Kristján L. Möller og Hreinn Haraldsson opna Þröskuldaleið haustið 2009.
Kristján L. Möller og Hreinn Haraldsson opna Þröskuldaleið haustið 2009.

„Það er jákvætt og gleðilegt að Skipulagsstofnun hafi fallist á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á úrskurði vegar um Teigsskóg,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í samtali við RÚV. Stofnunin hefur fallist á endurupptöku úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp, á fimmtán kílómetra kafla frá vestanverðum Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð. Endurupptakan felur meðal annars í sér, að í stað þess að Skipulagsstofnun úrskurði um umhverfisáhrif vegarins veiti hún álit. „Það er ekki búið að ákveða að vegur verði lagður, en þarna er opnað fyrir möguleika á slíkt.“

...
Meira
Séð út með norðanverðum Þorskafirði.
Séð út með norðanverðum Þorskafirði.
1 af 2

Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. Um er að ræða rúmlega 15 km kafla Vestfjarðavegar, sem áformaður er frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð og fer meðal annars um Teigsskóg. Vegagerðin óskaði í vetur eftir því við Skipulagsstofnun að heimilað yrði að endurskoða umhverfismat vegarins, en forsaga málsins er sú, að árið 2006 var í úrskurði Skipulagsstofnunar lagst gegn leið B vegna umhverfisáhrifa. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra og síðar skotið til dómstóla. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur að óheimilt væri að leggja veginn samkvæmt leið B vegna umhverfisáhrifa.

...
Meira
Sjálfa (selfie) Ingimundar Mikaels með stelpunum. Af Facebooksíðu skólans.
Sjálfa (selfie) Ingimundar Mikaels með stelpunum. Af Facebooksíðu skólans.

Reykhólaskóla verður slitið núna á fimmtudagskvöld, 28. maí. Dagskráin hefst kl. 20 með athöfn í kirkjunni, þar sem nemendur í skólahóp í leikskólanum verða útskrifaðir og einn nemandi í 10. bekk. Síðan er foreldrum og forráðamönnum boðið í kaffi í skólanum og þar verður jafnframt sýning á munum sem nemendur hafa gert. „Við hlökkum til að sjá sem allra flesta mæta,“ segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri.

...
Meira
Hjónin Stefanía og Hjálmar.
Hjónin Stefanía og Hjálmar.

Stefanía Guðnadóttir (Stefanía Guðrún) lést í dag, 25. maí, á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum, 88 ára að aldri. Eiginmaður hennar var Hjálmar Jónsson, sem andaðist fyrir rúmum sex árum. Þau voru bæði skagfirsk að uppruna. Stefanía heitin var búsett í Barmahlíð frá árinu 2010. Meðal barna Stefaníu og Hjálmars er Þráinn Hjálmarsson, bóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir fjölmargir.

...
Meira

Eins og nú standa sakir stefnir allt í allsherjarverkfall. Ef þannig fer, þá er ljóst að lokað verður í allflestum verslunum. Aftur á móti verður Hólabúð á Reykhólum opin, þrátt fyrir verkföll, enda eru þar aðeins eigendur við störf. „Við viljum benda fólki á, að við munum ekki fá vörur meðan á verkfalli stendur. Þess vegna munum við birgja okkur upp alveg eins og við getum, en höfum takmarkað pláss. Við viljum þess vegna bjóða fólki að panta hjá okkur nauðsynjavörur.“

...
Meira

Niðurstöður í gönguframtakinu Hring eftir hring á Reykhólum (og út um allar koppagrundir í Reykhólahreppi) liggja fyrir. Samkvæmt talningu Jóhönnu Aspar Einarsdóttur í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, sem hratt þessu af stað, voru gengnir samtals 618 hringir (eða ígildi þeirra). Það gerir 772,5 kílómetra skv. strangri mælingu, en í ýmsum tilvikum voru „hringirnir“ eitthvað lengri. Þetta var vel umfram markmiðið, sem var 500 hringir á einum mánuði. Þátttakendur voru hátt í sjötíu talsins eða fjórðungur af íbúum sveitarfélagsins frá vöggu og upp úr.

...
Meira
Molta (Wikipedia).
Molta (Wikipedia).

Námskeið í jarðgerð verður haldið í Hnyðju á Hólmavík laugardaginn 30. maí og stendur kl. 11-17. Þar verður farið yfir undirstöðuatriði jarðgerðar og fjallað um hvaða hráefni er hægt að nýta í þessu skyni og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og í görðum. Í framhaldinu verður Sorpsamlag Strandasýslu með tilboð á moltutunnum.

...
Meira
Þannig lítur breiðfirska þarasaltið út.
Þannig lítur breiðfirska þarasaltið út.

Hjónin Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois hafa hrint af stað söfnun á Karolina Fund þar sem þau hyggjast safna fjármunum til að geta gert upp hlöðuna í Svefneyjum á Breiðafirði fyrir saltverksmiðju. Salt þetta verður búið til að fornum hætti með því að brenna þara. Uppskriftin er þegar tilbúin og framleiðsla hafin í smáum skömmtum. Guðni og Marie eru að kaupa hlut í Svefneyjum ásamt annarri fjölskyldu og ætla að flytja þangað um leið og kaupin eru að fullu gengin í gegn. Þau ætla að búa þar ein með dóttur sinni allt árið en ýmsir úr fjölskyldu þeirra verða með þeim á sumrin.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30