Folfbraut á Reykhólum?
Meðal þeirra sem komnir eru til starfa á Reykhólum í sumar er ungur húsasmiður úr Reykjavík, Sæmundur Viktorsson. Núna vinnur hann ásamt Eiríki Kristjánssyni húsasmíðameistara á Reykhólum við að klæða húsið að Reykjabraut 13, íbúðarhús framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar. En það sem hérna er til umræðu er íþróttin folf, sem er áhugamál Sæmundar. „Þar sem ég reyni að spila sem mest sakna ég þess svolítið að geta ekki tekið hring hvenær sem er. Reyndar útbjó ég heimasmíðaða körfu sem ég hef aðeins verið að kasta á og notaði greinar til að merkja teiga. En hún er meira redding og jafnast ekki á við fullbúinn níu holu völl, sem er algengasta stærð á velli. Sex holu völlur er líka valmöguleiki ef skortur er á plássi.“
...Meira