Tenglar

8. júní 2015

Folfbraut á Reykhólum?

Sæmundur Viktorsson með disk í hendi.
Sæmundur Viktorsson með disk í hendi.
1 af 3

Meðal þeirra sem komnir eru til starfa á Reykhólum í sumar er ungur húsasmiður úr Reykjavík, Sæmundur Viktorsson. Núna vinnur hann ásamt Eiríki Kristjánssyni húsasmíðameistara á Reykhólum við að klæða húsið að Reykjabraut 13, íbúðarhús framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar. En það sem hérna er til umræðu er íþróttin folf, sem er áhugamál Sæmundar. „Þar sem ég reyni að spila sem mest sakna ég þess svolítið að geta ekki tekið hring hvenær sem er. Reyndar útbjó ég heimasmíðaða körfu sem ég hef aðeins verið að kasta á og notaði greinar til að merkja teiga. En hún er meira redding og jafnast ekki á við fullbúinn níu holu völl, sem er algengasta stærð á velli. Sex holu völlur er líka valmöguleiki ef skortur er á plássi.“

...
Meira
Alma á Hafrafelli og folaldið láta vel hvort að öðru.
Alma á Hafrafelli og folaldið láta vel hvort að öðru.
1 af 6

Þegar maður nokkur á Reykhólum leit út í gærmorgun sá hann ekki betur en sauðkind væri á beit í garðinum kringum hús Guðrúnar Guðmundsdóttur og Björns Fannars Jóhannessonar að Hellisbraut 50. Komu þá í hugann garðarollurnar svokölluðu sem garðeigendum á Ísafirði þóttu talsvert hvimleiðar fyrir kannski tuttugu árum eða þar um bil og sóttust mjög eftir því að éta fögur sumarblóm á næturþeli. En svo reisti „kindin“ í garðinum hjá Guðrúnu og Fanna höfuðið, og þá leyndi sér ekki að þetta var folald.

...
Meira
... þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri.
... þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri.

Segja má að þessi steinn sé í raun listaverk eftir Svein heitinn Guðmundsson bónda og kennara á Miðhúsum í Reykhólasveit. Svipmótið tekur hægfara breytingum þegar skófirnar taka sér bólfestu með sínum fallegu litum og mynstri. Þannig má segja að hér sé tönn tímans ekki harðsækin, heldur þvert á móti, þegar viðfang hennar mýkist og verður blíðlátara með árunum. Steinninn er í garðinum við Miðhús og birti Þrymur Sveinsson þessa mynd á Facebook-síðu sinni með yfirskriftinni Steinninn sem pabbi lagaði til.

...
Meira
Rauða línan er eldri veglínan sem fallið hefur verið frá (Framkvæmdafréttir).
Rauða línan er eldri veglínan sem fallið hefur verið frá (Framkvæmdafréttir).

Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) fagna mjög þeirri ákvörðun Skipulagsstofnunar, að fallast á beiðni Vegagerðarinnar um heimild til endurupptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar sem varðar rúmlega 15 km kafla frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð og fer meðal annars um Teigsskóg. Það er von SASV að Vegagerðin hraði nú eins og kostur er vinnu sinni að gerð nýrrar tillögu að matsáætlun svo hefja megi framkvæmdir eins fljótt og kostur er.

...
Meira
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðinemi og yfirnáttúrubarn.
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðinemi og yfirnáttúrubarn.
1 af 3

Dagrún Ósk Jónsdóttir er 22 ára háskólanemi í þjóðfræði og „yfirnáttúrubarn“ í Náttúrubarnaskóla, sem er nýtt verkefni hjá Sauðfjársetri á Ströndum í sumar. Börn og fullorðnir læra þar um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, fugla, seli og plöntur.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað.
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað.

Vegna anna enn og aftur verður opna húsinu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar frestað um viku eða til 9. júní. „Þá verður skemmtilegt kvöld þar sem viðburðir sumarsins verða kynntir, eins og Gengið um sveit, Bátadagar og Reykhóladagar. Líka kynnum við skemmtilegu spilakvöldin og fleira sem verður á sýningunni í sumar og tökum við uppástungum,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

...
Meira
31. maí 2015

Augnlæknir á Reykhólum

Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Reykhólum á fimmtudaginn, þann 4. júní. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Heyskapur á Broddanesi laust eftir 1950
Heyskapur á Broddanesi laust eftir 1950

Ljósmyndasýning sem ber heitið Manstu? verður opnuð í Sævangi við Steingrímsfjörð kl. 15 í dag, sunnudag. Um er að ræða myndir Tryggva Samúelssonar, sem hann tók á Ströndum á árabilinu 1950-1970. Óskað er eftir aðstoð við greiningu myndefnis (fólk, tími, staðir). Sýningin er samstarfsverkefni Sauðfjársetursins með Ljósmyndasafni Íslands (Þjóðminjasafni), en þar voru myndirnar á greiningarsýningu í vetur. Í tilefni dagsins verður kaffihlaðborð á boðstólum í Sævangi.

...
Meira
30. maí 2015

Grettislaug opnuð á ný

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Hefðbundinni lokun Grettislaugar á Reykhólum vegna viðhalds á vori er að ljúka. Núna er að renna í laugina og verður hún opin kl. 20-22 á morgun, sunnudag. Á mánudag verður opið kl. 13-21 en síðan gengur sumartími í garð. Laugin verður opin fram til ágústloka eins og hér segir:

...
Meira
Lagt af stað í Kjálkafirði.
Lagt af stað í Kjálkafirði.
1 af 18

Krakkarnir í 6.-8. bekk í Reykhólaskóla hjóla í dag um Reykhólahrepp endilangan, eða vestan úr Kjálkafirði og allt austur í Gilsfjörð. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að safna áheitum vegna hefðbundinnar Danmerkurferðar, sem krakkarnir fara þegar þau eru í 8.-10. bekk, og hins vegar að vekja athygli á ástandi vegamála í Reykhólahreppi og þá einkum í Gufudalssveit. Vegalengdin sem krakkarnir hjóla er um 120 kílómetrar, þar af nokkrir tugir kílómetra á malar- eða drulluvegi. Erfiðustu kaflarnir eru yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Nokkrir foreldrar fylgja krökkunum á bílum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30