Tenglar

Sumartími er genginn í garð í Hólabúð á Reykhólum. Frá og með deginum í dag er verslunin opin alla sjö daga vikunnar frá tíu á morgnana og til níu á kvöldin (10-21) og verður svo fram á haust.

...
Meira
17. júní 2015

Hugsar meira um haginn sinn

Fjallkonan Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.
Fjallkonan Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins í Reykhólahreppi fóru fram með hefðbundnum hætti í Bjarkalundi við Berufjarðarvatn í umsjá Kvenfélagsins Kötlu og Hótels Bjarkalundar. Fjallkonan að þessu sinni var Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal. Hún flutti tvö ljóð sem standa héraðsfólki nærri. Annars vegar kvæðið Ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson (sem ýtti frá kaldri Skor), en við það samdi Sigvaldi Kaldalóns (um tíma læknir í Flatey) alþekkt lag. Hins vegar það sem hin breiðfirska Ólína Andrésdóttir orti:

...
Meira
Hugmynd Guðjóns að stað fyrir minnismerkið um Gretti.
Hugmynd Guðjóns að stað fyrir minnismerkið um Gretti.
1 af 2

Erindi frá Guðjóni D. Gunnarssyni varðandi fyrirhugað minnismerki um veturvist Grettis Ásmundarsonar á Reykhólum var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í síðustu viku. Talið er að það hafi verið veturinn 1016-17 sem Grettir sterki var á Reykhólum, þannig að samkvæmt því eru á næsta hausti liðin þúsund ár frá komu hans á vettvanginn. Fræg er sagan af því þegar hann bar uxa á herðum sér neðan úr Grundarvogi og heim að Reykhólum. Í bréfi Guðjóns segir:

...
Meira
Mamma beyglar alltaf munninn ...
Mamma beyglar alltaf munninn ...

Núna á laugardagskvöld, 20. júní, heldur Bjartmar Guðlaugsson tónleika í Leifsbúð í Búðardal. Þar fer hann í léttu spori yfir tónlistarferilinn og flytur sín þekktustu lög og kannski eitthvað nýtt. Milli laga rifjar hann upp ýmsar skemmtisögur sem tengjast textunum.

...
Meira
17. júní 2015

Hólabúð opin í dag

Hólabúð á Reykhólum verður opin klukkan 10-13 og 16-18 í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Verið velkomin, segja þau Reynir Þór og Ása Fossdal (og tíkin þeirra ljúfa hún Írena Ósk vafalaust líka).

...
Meira
Elfar Logi sem Grettir sterki.
Elfar Logi sem Grettir sterki.

Gönguhelgin Gengið um sveit hefur unnið sér fastan sess í Reykhólahreppi á undanförnum árum. Að þessu sinni byrjar hún með lötri þegar hestar verða teymdir undir börnum. Sjálfar gönguferðirnar verða þrjár, undir leiðsögn Sveins Ragnarssonar og Þrastar Reynissonar, og mislangar sem fyrr. Á laugardagskvöldið verður að vísu ekki gengið, heldur synt eða buslað eða setið í og við Grettislaug. Þar verður flutt leikrit í tengslum við eina af gönguferðunum og stiklað á sögu Grettis sterka Ásmundarsonar, sem var einn vetur „í sveit“ á Reykhólum líkt og fleiri sem erfitt var að tjónka við. Grettislaug hin forna og Grettislaug hin nýja rétt hjá þeirri gömlu bera nafn hans. - Sjá hér neðst varðandi bókanir og afsláttarmiða. Dagskráin er á þessa leið:

...
Meira
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna gangast Samband breiðfirskra kvenna og Félag eldri borgara í Dalasýslu og Reykhólahreppi fyrir kvöldvöku í Dalabúð í Búðardal á föstudag, 19. júní, og hefst hún kl. 20.30. Að loknu setningarávarpi verður upplestur úr ritum breiðfirskra kvenna. Hanna Dóra Sturludóttir óperusöngkona syngur létt lög og síðan verður almennur söngur, hvort tveggja við undirleik Halldórs Þórðarsonar.

...
Meira
15. júní 2015

Ungmennavika í Danmörku

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) á aðild að samtökunum NSU - Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde, sem standa ár hvert fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum. Ungmennavika NSU verður að þessu sinni 3.-8. ágúst í Karpenhøj á Jótlandi, um 50 km frá Árósum, en flogið verður til og frá Billund. UMFÍ á að þessu sinni sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 15-20 ára.

...
Meira
Myndin var tekin við þetta tækifæri.
Myndin var tekin við þetta tækifæri.

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) veittu í liðinni viku hjónunum Pétri Ágústssyni og Svanborgu Siggeirsdóttur í Stykkishólmi viðurkenningu með þökk fyrir áralanga og dygga þjónustu við íbúa og atvinnulíf samfélaganna við sunnanverða Vestfirði með reglulegum vöru- og farþegaflutningum til og frá Brjánslæk. Efnt var til hátíðlegs kvöldverðarboðs með þeim hjónum á Patreksfirði, þar sem viðurkenningin var veitt að viðstöddum fulltrúum í stjórn og varastjórn SASV, bæjarstjóra Vesturbyggðar, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og öðrum góðum gestum.

...
Meira

Steinunn Erla Magnúsdóttir á Kinnarstöðum í Reykhólasveit hafði samband vegna hraðaksturs um héraðið og lambfjár á vegunum. Hún segir að hraðinn sé iðulega langt umfram það sem forsvaranlegt geti talist miðað við aðstæður. Við Kinnarstaði eru beygja og blindhæð á þjóðveginum. Steinunn sagðist hafa verið nýbúin að fara og reka burt fé sem var þarna á veginum þegar blár flutningabíll með langan eftirvagn kom að vestan á miklum hraða. Hann hefði án nokkurs vafa keyrt yfir féð ef það hefði verið þarna enn, því að engin leið hefði verið fyrir hann að stoppa. Rétt á eftir hefði fólksbíll komið úr hinni áttinni á ámóta mikilli ferð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30