Tenglar

Skrifstofa Reykhólahrepps auglýsir laust starf tímabundið í afleysingar. Um er að ræða starf í símsvörun og skjalavörslu og almenn skrifstofustörf í sex mánuði eða út mars 2015. Starfshlutfallið er 56% eða eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 21. september.

...
Meira
Jón Daði Böðvarsson / Viking.
Jón Daði Böðvarsson / Viking.

Jón Daði Böðvarsson stimplaði sig með miklum glæsibrag inn í A-landslið Íslands í fótbolta þegar 3-0 sigur vannst á Tyrkjum í vikunni og skoraði auk þess fyrsta markið. Þetta var fyrsti „alvöru“ landsleikur þessa unga og bráðefnilega sóknarmanns, sem leikur í efstu deildinni í Noregi með Viking í Stafangri, en áður hafði hann spilað æfingaleiki með A-landsliðinu og landsliðum yngri flokka. Ástæða þessarar „íþróttafréttar“ á vef Reykhólahrepps er sú, að móðir þessa unga manns er úr Reykhólasveit, dóttir hjónanna Ólínu og Sveins heitins á Miðhúsum. Móðir Jóns Daða er Ingibjörg Erna Sveinsdóttir en faðirinn Böðvar Bjarki Þorsteinsson. Foreldrar Böðvars voru Ásta Sigurðardóttir rithöfundur og Þorsteinn frá Hamri ljóðskáld. Jón Daði er fæddur í Reykjavík en byrjaði á ungum aldri að spila með liði Selfyssinga.

...
Meira
Komið var við á markaðinum í Nesi, þar sem Arnarsetur Íslands er líka til húsa.
Komið var við á markaðinum í Nesi, þar sem Arnarsetur Íslands er líka til húsa.

Þá er sumarið brátt á enda og með hausti færist líf í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 3. júní var farið í Heiðmörkina og gróðursettar plöntur og hlúð að trjánum. Það vakti athygli hve mikið af plöntum sem gróðursettar hafa verið síðustu ár hafa dafnað vel. Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2014 var farin að Árbliki í Dölum. Flestir mættu á föstudeginum og var komið saman í húsinu um kvöldið. Á laugardeginum var ekið fyrir Gilsfjörð og fyrst stoppað í Ólafsdal og safnið skoðað. Þaðan var ekið í átt að Gróustöðum og drukkið kaffi í grasbala ofan við veginn. Síðan var farið í Króksfjarðarnes á handverkssýningu og sumir skoðuðu Arnarsetrið.

...
Meira
Leiðirnar sem fram koma í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.
Leiðirnar sem fram koma í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í fyrradag að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun og Vegagerðinni þar sem skoðaðir verði þeir kostir sem fram koma í svarbréfi Skipulagsstofnunar, sem þar var lagt fram. Um er að ræða svar við tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun Vestfjarðavegar 60 milli Bjarkalundar og Melaness, en þar hafnar stofnunin tillögunni. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar er málið rakið ítarlega og jafnframt greint frá lagaforsendum. Í lokin er kafli sem ber yfirskriftina Leiðbeiningar um frekari málsmeðferð. Þar segir í upphafi: „Varðandi framhald málsins bendir Skipulagsstofnun á eftirfarandi skref sem hægt er að stíga, enda mikilvægt að hægt verði að finna lausn á þessu máli sem fyrst og í sem mestri sátt.“

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson 2012.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson 2012.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps staðfesti á fundi sínum í gær samþykkt skipulagsnefndar þess efnis, að sveitarfélagið veiti 200 þúsund króna styrk til fornleifarannsókna í Flatey. Styrkurinn er veittur samkvæmt beiðni Björns Samúelssonar á Reykhólum fyrir hönd Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Björn hefur veitt félaginu forstöðu allt frá stofnun fyrir mörgum árum. Það skilyrði er sett, að sveitarstjórn fái í staðinn aðgang að gögnum varðandi rannsóknina í tengslum við vinnu við aðalskipulag Reykhólahrepps.

...
Meira

Fremur léttskýjað er við innanverðan Breiðafjörð núna undir kvöld föstudags og sæmilegar líkur á því að svo verði í nótt. Öflugir sólstormar skella á jörðinni þessa dagana, ef svo má nefna það fyrirbæri. Þeir eru mjög segulmagnaðir og því gætu raftæki og raforkuver verið í hættu, en sú hætta er þó ekki talin mikil. Sólstormarnir, sem verða til í miklum gosum á sólinni, eru samt ekki nægilega kröftugir til að valda verulegum áhyggjum, að sögn vísindamanna. Töluverð norðurljósavirkni er samfara sólstormum og verður hægt að bera norðurljósin augum á norðvesturhluta landsins í kvöld ef skyggni leyfir.

...
Meira
Staðarbryggja í suðvestanvosi á stórstraumsflóði í gærkvöldi.
Staðarbryggja í suðvestanvosi á stórstraumsflóði í gærkvöldi.
1 af 3

Þessa dagana er mjög stórstreymt, eins og sjá má á myndunum frá Staðarhöfn á Reykjanesi í Reykhólasveit sem hér fylgja. Á annarri þeirra, sem Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ tók á níunda tímanum í gærkvöldi, má sjá sjávarhæðina og hvernig sjórinn spýtist upp gegnum bryggjugólfið þegar aldan ríður undir. Litli flotpallurinn (flotbryggjan) með göngubrúnni fylgir sjávarhæðinni og á myndinni er liggur hann hærra en sjálf bryggjan. Ásamt stórstreyminu hefur áhlaðandi væntanlega haft sín áhrif á sjávarstöðuna, en þarna var þéttingsvindur af suðvestri eða beint á land.

...
Meira

Nú um helgina fer fram Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2014 á Patreksfirði. Um 150 konur alls staðar af landinu taka þátt í þinginu. Slysavarnadeildin Unnur á Patreksfirði, sem er 80 ára í ár, er gestgjafi þingsins. Móttaka verður annað kvöld, föstudag, en almenn þingstörf hefjast á laugardagsmorgun.

...
Meira
Kría með sandsíli. Ljósm. Kristinn Pétursson, fyrrv. fiskverkandi og alþingismaður á Bakkafirði.
Kría með sandsíli. Ljósm. Kristinn Pétursson, fyrrv. fiskverkandi og alþingismaður á Bakkafirði.

„Þetta var ágætis vor og sumar. Hlýtt og gott, það kom ekkert hret og það hafði góð áhrif á varp. Trúlega hafa aðeins einu sinni eins margir arnarungar komist á legg og í ár,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og formaður Fuglaverndarfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag. Nú er haustið komið og flestir farfuglarnir farnir eða teknir að huga að brottför. „Vaðfuglarnir, spóinn, jaðrakaninn, sandlóur, stelkar og lóuþrælar, fara flestir fyrst af landinu. Þó ekki lóan, sem er að dóla sér hér á landi oft fram í nóvember. Gæsirnar og endurnar eru hér á landi oft fram í nóvember og eiga hér stundum vetursetu. Krían fer auðvitað svo langt, að hún er farin. Það er enginn fugl í heiminum sem ferðast eins og krían. Hún fer nánast hringinn í kringum hnöttinn tvisvar á ári,“ segir Jóhann, en ummál jarðarinnar er rúmlega 40 þúsund kílómetrar.

...
Meira
Álftaland á Reykhólum.
Álftaland á Reykhólum.

Gistiheimilinu Álftalandi á Reykhólum hefur verið lokað. Þessa dagana eru Steinar Pálmason og Sigríður Birgisdóttir, sem hafa rekið heimilið síðustu sjö árin, að tæma húsið og flytjast suður. Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, hafa eignast húsið eftir yfirtöku á skuld við Íbúðalánasjóð. Samkvæmt upplýsingum sem Reykhólavefurinn fékk hjá Hömlum verður húsið sett á sölu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31