Fólk hlýðir á upplestur í Nesi í gær.
Jói í Skáleyjum les upp úr bókinni sinni sem var að koma úr prentsmiðjunni.
Frænkurnar Hrefna Hugosdóttir og Steinunn Rasmus.
Sigrún Elíasdóttir les upp úr bókinni sem hún skrifaði um afa sinn, Jóhannes Arason frá Múla í Kollafirði.
Steinunn Rasmus, Aron Viðar Kristjánsson, Kolbrún Lára Mýrdal og Erla Björk Jónsdóttir.
Meðal þess sem er að finna á jólamarkaðinum í Nesi (seinni dagurinn er í dag, opið kl. 13-18) er nýútkominn diskur með tólf lögum eftir Henna Rasmus, sem hafa aldrei heyrst áður. Hendrik Konrad Rasmus var landsþekktur tónlistarmaður á sinni tíð, spilaði í hljómsveitum og samdi og útsetti lög. Börn Henna eru kennararnir Hugo, Tómas og Steinunn Rasmus, sem naumast þarf að kynna fyrir Reykhólabúum, og dóttir hans af fyrra hjónabandi, Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur. Diskurinn nefnist Viltu með mér vaka og voru útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi í haust.
...
Meira