Tenglar

Frá jólamarkaðinum í Nesi um helgina.
Frá jólamarkaðinum í Nesi um helgina.

Þótt jólamarkaðurinn í Króksfjarðarnesi hafi runnið sitt skeið að þessu sinni, þá eru bækurnar, hljómdiskarnir og dagatal kvenfélagsins áfram fáanleg í Hólakaupum, vörur nemendafélagsins í Reykhólaskóla, Vinafélag Barmahlíðar er með varning til sölu í Barmahlíð og þeir sem vilja nálgast handverksvörur geta haft samband við Sóleyju í Nesi, Ingibjörgu í Garpsdal eða Svein á Svarfhóli.

...
Meira
Jói í Skáleyjum les upp í Konnakoti.
Jói í Skáleyjum les upp í Konnakoti.

Gróa, minninga- og kvæðabók Jóhannesar Geirs Gíslasonar í Skáleyjum á Breiðafirði (Jóa í Skáleyjum), kom úr prentun á föstudag. Stór sending kom í Hólakaup á Reykhólum þá um nóttina en um hádegi var hún uppseld. Þann dag las Jói upp úr bókinni á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi. Í gær las hann upp að áttatíu manns viðstöddum í Konnakoti við Hverfisgötu, félagsheimili Barðstrendingafélagsins í Reykjavík. Að sögn hefur mæting þar aldrei verið eins góð og urðu sumir að standa.

...
Meira
Fólk hlýðir á upplestur í Nesi í gær.
Fólk hlýðir á upplestur í Nesi í gær.
1 af 9

Meðal þess sem er að finna á jólamarkaðinum í Nesi (seinni dagurinn er í dag, opið kl. 13-18) er nýútkominn diskur með tólf lögum eftir Henna Rasmus, sem hafa aldrei heyrst áður. Hendrik Konrad Rasmus var landsþekktur tónlistarmaður á sinni tíð, spilaði í hljómsveitum og samdi og útsetti lög. Börn Henna eru kennararnir Hugo, Tómas og Steinunn Rasmus, sem naumast þarf að kynna fyrir Reykhólabúum, og dóttir hans af fyrra hjónabandi, Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur. Diskurinn nefnist Viltu með mér vaka og voru útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi í haust.

...
Meira
30. nóvember 2013

Bækurnar hennar Böddu

Bjargey Kristrún Arnórsdóttir skáldkona á Hofsstöðum í Reykhólasveit.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir skáldkona á Hofsstöðum í Reykhólasveit.

Minnt skal á jólamarkaðinn í Nesi sem stendur kl. 13-18 í dag og á morgun. Meðal allra þeirra bóka sem þar er að finna (sjá líka næstu frétt hér á undan varðandi bækur um og eftir tvo Jóa) skal hér nefna sérstaklega ljóðabækurnar hennar Böddu á Hofsstöðum (Bjargeyjar Kristrúnar Arnórsdóttur), sem heita Vestfjarðavísur, Brugðið á leik og Sláturvinnuvísur. Á meðfylgjandi mynd er Badda 77 ára gömul við náttúruskoðun niður við sjó í Króksfjarðarnesi.

...
Meira
29. nóvember 2013

Kallar hann mig, kallar hann þig

Jóhannes Arason aldraður við baðstofuna sína sem hann byggði í Seljalandi.
Jóhannes Arason aldraður við baðstofuna sína sem hann byggði í Seljalandi.
1 af 2

Að minnsta kosti tvær nýjar bækur um og eftir héraðsmenn verða kynntar á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi um helgina. Önnur þeirra er um Jóhannes Arason frá Múla í Kollafirði (1913-2009), sem fæddur var í Seljalandi í Gufudalssveit. Hún er eftir Sigrúnu Elíasdóttur sagnfræðing, sonardóttur Jóhannesar, og nefnist Kallar hann mig, kallar hann þig. Meðal viðfangsefna Jóhannesar um dagana var grjót- og torfhleðsla víða um land. Hin bókin nefnist Gróa og hefur að geyma margvíslegar minningar úr Skáleyjum og frá eyjalífinu á Breiðafirði ásamt ýmsu bundnu máli. Höfundur hennar er Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum (f. 1938), sem notar höfundarnafnið Jói í Skáleyjum eins og hann er jafnan kallaður.

...
Meira
Séð yfir hluta þorpsins á Reykhólum. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir hluta þorpsins á Reykhólum. Ljósm. Árni Geirsson.

„Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu hjá Reykhólahreppi og auknum hagnaði næstu fjögur ár“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun hreppsins fyrir árin 2014-2017 hefur þegar farið fram í sveitarstjórn og verður síðari umræða um hana 14. desember. Þar verður tekin ákvörðun um framkvæmdir sem skipta verulegu máli um útkomuna og mun þá endanleg niðurstaða liggja fyrir.

...
Meira
Breiðafjörður í kvöldsólarglóð.
Breiðafjörður í kvöldsólarglóð.
1 af 3

Dagatal Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi fyrir árið 2014 er komið út. Það verður til sölu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi um helgina og jafnframt er það komið í verslunina Hólakaup. Líka er velkomið að hafa samband við Indu í síma 894 2099 og Öddu í síma 892 1712 eða senda póst í netfangið kvenfelag@reykholar.is. Dagatalið prýða að venju glæsilegar myndir og má hér sjá þrjár þeirra.

...
Meira
Þangpokum skipað á land úr Gretti í Reykhólahöfn í fyrrasumar.
Þangpokum skipað á land úr Gretti í Reykhólahöfn í fyrrasumar.
1 af 2

Þangslætti hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum er lokið þetta árið. Alls voru slegin um 14 þúsund tonn á vertíðinni, sem alla jafna stendur frá miðjum apríl til októberloka. Vegna góðs tíðarfars teygðist vertíðin fram í miðjan nóvember, sem kom sér vel þar sem vinnsla lá niðri í fjórar vikur í sumar. Framundan næstu mánuðina er mjölvinnsla úr hrossaþara sem Grettir, skip félagsins, mun sækja í Breiðafjörð með þar til gerðum plógi í vetur.

...
Meira

Slökkvilið Reykhólahrepps undir forystu Guðmundar Ólafssonar slökkviliðsstjóra á Grund hélt í fyrradag æfingu á Dvalarheimilinu Barmahlíð og með starfsfólki heimilisins. Suðurálman í Barmahlíð var formyrkvuð til að líkja eftir svartareyk og fóru slökkviliðsmenn væddir reykköfunarbúnaði inn á herbergi til að bjarga fólki út. Í hlutverkum fólks sem æft var að sækja inn á herbergi voru unglingar á svæðinu og voru þeir fluttir í hjálparmiðstöð í skólanum (þaðan sem þeir voru nýkomnir).

...
Meira
Hvar er fólkið sem á heima í þessu húsi? Líklega ýmist í vinnunni eða skólanum.
Hvar er fólkið sem á heima í þessu húsi? Líklega ýmist í vinnunni eða skólanum.

Fullveldisdagur Íslendinga er núna á sunnudag en hin hefðbundna fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin á föstudagskvöldið í íþróttasal Reykhólaskóla. Hverju sinni eru einhverju sérstöku þema gerð skil með ýmsum hætti til skemmtunar og fróðleiks. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Fólkið í húsinu. Allir eru velkomnir. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31