Tenglar

Jólamarkaðurinn árvissi í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi verður núna á laugardag og sunnudag kl. 13-18 báða dagana. Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni, bækur og margt fleira, auk þess sem kvenfélagið selur kaffi og kökur. Á laugardag verður kynnt bók um Jóhannes Arason frá Múla í Kollafirði. Að markaðinum standa:

...
Meira
Frá æfingu í Reykhólaskóla fyrir tveimur árum. Ljósm. Júlía Guðjónsdóttir.
Frá æfingu í Reykhólaskóla fyrir tveimur árum. Ljósm. Júlía Guðjónsdóttir.
1 af 2

Reykhólabúar eru beðnir að láta sér ekki bregða að ráði þótt þeir sjái Slökkvilið Reykhólahrepps á ferð og að störfum í og við Dvalarheimilið Barmahlíð eftir hádegi og fram eftir degi á morgun, þriðjudag. Þar verður haldin brunaæfing á tímabilinu milli kl. 14 og 16 og æfð björgun fólks úr húsinu. Unglingarnir á svæðinu verða í hlutverki heimilisfólksins og starfsfólkið æfir sín viðbrögð.

...
Meira

Örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana í tilefni af Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013 verður haldið á Hólmavík á miðvikudagskvöld, 27. nóvember. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja við frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Fjórar hugmyndir munu hljóta verðlaun, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Enga sérþekkingu þarf til að sitja námskeiðið, sem er hugsað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

...
Meira

Aðalfundur Menningar- og framfarasjóðs Dalasýslu (Dalasjóðs), sem haldinn var fyrir nokkrum dögum, fagnaði því að ákveðið hafi verið að fækka ekki sjúkrabílum í Búðardal um áramótin eins og fyrirhugað var. „Fundurinn bendir á þá sérstöðu sem héraðið hefur, með löngum vegalengdum og tímafrekum sjúkraflutningum, og leggur þunga áherslu á að áfram verði tveir sjúkrabílar staðsettir í Búðardal“, segir síðan í ályktun fundarins. Stjórnarformaður sjóðsins er Þórður Ingólfsson yfirlæknir, sem hefur lengi þjónað íbúum Reykhólahrepps. Hér er ekki síður um að ræða öryggismál fólks í Reykhólahreppi en íbúa Dalabyggðar.

...
Meira

María Játvarðardóttir félagsmálastjóri verður ekki með venjubundna viðveru á Reykhólum á mánudag og kemur væntanlega ekki fyrr en á mánudag eftir viku. „Hins vegar er meira en velkomið að fólk í Reykhólahreppi hringi til mín til Hólmavíkur“, segir hún. Símarnir hjá Maríu eru 451 3510 og 842 2511 og jafnframt má nota netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.

...
Meira
Dómendur að störfum þegar keppnin var haldin í Króksfjarðarnesi í fyrra.
Dómendur að störfum þegar keppnin var haldin í Króksfjarðarnesi í fyrra.

Sauðfjársetur á Ströndum og Slow Food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík) núna á laugardaginn kl. 13. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin. Fyrir ári var hún í Króksfjarðarnesi og fékk þá Strandafólkið Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Þau fengu líka önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.

...
Meira

Æðarvé boða til aðalfundar 2013 í Reykhólaskóla miðvikudaginn 27. nóvember og hefst hann kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum Sigríður Ólafsdóttir, hlunnindaráðgjafi hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Æðarræktarfélagið Æðarvé er ein af deildum Æðarræktarfélags Íslands og spannar bæði Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahrepp) og Dalasýslu (Dalabyggð).

...
Meira
Leifsbúð í Búðardal.
Leifsbúð í Búðardal.
1 af 3

Jólahlaðborð verður í menningarsetrinu Leifsbúð í Búðardal núna á laugardag, 23. nóvember. Að venju verður í boði margvísleg villibráð auk annarra hefðbundinna kræsinga. „Hér í Leifsbúð er mjög hlýlegt umhverfi og húsið dásamlega notalegt eins og Reykhólasveitungar sem komið hafa til mín síðustu árin þekkja“, segir Freyja Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og kennari, sem annast rekstur Leifsbúðar. Líka býst hún við því að margir í héraðinu muni eftir henni frá því að hún kom fyrst til starfa í Bjarkalundi árið 2001. Þess má jafnframt geta, að samkvæmt upplýsingum frá Bjarkalundi verður ekki jólahlaðborð þar þetta árið.

...
Meira
19. nóvember 2013

Badmintonveisla á Reykhólum

Umf. Afturelding gengst fyrir badmintonhelgi á Reykhólum núna á laugardag og sunnudag og standa æfingarnar frá klukkan tíu og fram til klukkan hálf fimm hvorn dag, auk æfingar fyrir fullorðna á laugardagskvöld kl. 20. Á laugardag verða tvær um þriggja tíma æfingar með matarhléi. Þar verður áhersla lögð á grunntækni samhliða skemmtilegum leikjum. Á sunnudag verður ein æfing fyrir hádegi þar sem m.a. verður farið ítarlega í reglur badmintonsins fyrir seinni æfingu dagsins, sem verður mót þar sem allir keppa við alla.

...
Meira

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps á fimmtudag var tekið fyrir erindi Guðjóns D. Gunnarssonar varðandi leyfi fyrir býflugnarækt á Reykhólum. Eftirfarandi bókun var samþykkt: „Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomið erindi.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31