Tenglar

13. nóvember 2013

Reykhólaprestakall lagt niður?

Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Kirkjuþing verður sett á laugardag. Meðal tillagna sem fyrir því liggja eru nýjar viðmiðunarreglur um fjölda prestsembætta og verður þeim fækkað talsvert verði reglurnar samþykktar. Á Vestfjörðum myndi þetta væntanlega bitna á tveimur prestaköllum, Þingeyrarprestakalli í Dýrafirði og Reykhólaprestakalli.

...
Meira
Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.
Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.
1 af 6

Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde sem reka Norðursalt á Reykhólum vonast eftir fjárstyrk frá Dönum til þessa framtaks. Á sínum tíma lofaði Danakonungur, sem þá var Kristján sjöundi, að veita styrk hverjum þeim sem kæmi á fót saltvinnslu á Reykhólum og var það birt í lagasafninu fyrir Ísland. Ætla má að ákvæðið sé enn í fullu gildi og núna sé það í verkahring Margrétar Þórhildar drottningar að standa við orð forvera síns enda þótt nokkuð sé um liðið. Drottningin er væntanleg til Íslands á morgun í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Þeir félagar Garðar og Søren ætla að nýta heimsókn hennar til að koma því á framfæri að núna sé farið að vinna salt á Reykhólum.

...
Meira

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) efna nú til Nýsköpunarkeppni Vestfjarða 2013. Veitt verða verðlaun fyrir fjórar bestu viðskiptaáætlanirnar, samtals 14 milljónir króna, auk þess sem frekari stuðningur er veittur. Keppnin er hluti af sóknaráætlun landshluta og miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga síðan að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

...
Meira
7. nóvember 2013

Fækkun sjúkrabíla frestað

Ákveðið hefur verið að fresta því að fækka sjúkrabílum í Búðardal úr tveimur í einn um áramótin eins og til stóð og verður málið skoðað betur fram á næsta ár. Þetta gildir líka um fyrirhugaða fækkun sjúkrabíla í Ólafsvík og á Hvammstanga.

...
Meira

Bingóinu sem Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi hugðist halda í Króksfjarðarnesi á fimmtudag, 7. nóvember, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

...
Meira

Aðalfundi æðarræktarfélagsins Æðarvéa við Breiðafjörð sem vera átti á Reykhólum í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nýr fundur verður auglýstur seinna, segir í tilkynningu frá stjórn.

...
Meira

Fyrsti fundur vetrarins hjá Kvenfélaginu Kötlu verður í matsal Reykhólaskóla á þriðjudagskvöld, 5. nóvember, og hefst kl. 20.

...
Meira
Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri.
Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri.

Einar Sveinn Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, tók í dag, þann 1. nóvember, við starfi framkvæmdastjóra Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. „Ég kom hingað um miðnætti frá Reykhólum þar sem ég var að reyna að klára þau verkefni sem ég hafði þar, enda vil ég skilja við eins og ég vil koma að. Hér mætti ég svo í morgun, blautur bak við eyrun, en starfsfólkið hér er skilningsríkt með það sem betur fer,“ segir Einar Sveinn í samtali við vestfirska fréttavefinn bb.is í dag.

...
Meira

Athygli skal vakin á því að á mánudag, 4. nóvember, er starfsdagur grunnskóladeildar Reykhólaskóla. Hún er því lokuð þann dag og nemendur eiga frí. Það gildir hins vegar ekki um leikskóladeildina.

...
Meira
Gamalgrónir æðarbændur í héraðinu: Kalli á Kambi og Jói í Skáleyjum.
Gamalgrónir æðarbændur í héraðinu: Kalli á Kambi og Jói í Skáleyjum.

Stjórn Æðarvéa boðar til aðalfundar í Reykhólaskóla núna á þriðjudag 5. nóv. og hefst hann kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa situr fundinn Sigríður Ólafsdóttir, hlunnindaráðgjafi hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Æðarræktarfélagið Æðarvé er ein af deildum Æðarræktarfélags Íslands og spannar bæði Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahrepp) og Dalasýslu (Dalabyggð).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31