Tekjustofnar standa ekki undir skyldum sveitarfélaga
„Sjálfstæðir tekjustofnar sveitarfélaga hér á landi eru mun umfangsmeiri en víðast þekkist. Þannig viljum við hafa það. Sjálfstjórn sveitarfélaga ber að virða og alls ekki má draga úr henni. Þetta þýðir þó ekki að núverandi tekjustofnar dugi til að standa undir sívaxandi þjónustuskyldum sveitarfélaga. Þess vegna hefur sambandið á grundvelli stefnumörkunar landsþinga lagt áherslu á að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Þessu hefur verið komið ítrekað á framfæri við alþingismenn og ráðherra en ekki hefur náðst mikill árangur enn sem komið er.“
...Meira