Opinber heimsókn forsetans í Reykhólahreppi
Dagskrá opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í Reykhólahreppi hefst kl. 13 í dag þegar sveitarstjórn og sveitarstjóri taka á móti honum í Bjarkalundi og snæða með honum hádegisverð þar á hótelinu. Síðdegis heimsækir forsetinn Reykhólaskóla, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð og Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum. Loks opnar hann formlega saltvinnslu Norður & Co við höfnina og situr þar veislu þangað sem fyrirtækið býður öllum íbúum Reykhólahrepps.
...Meira