Tenglar

Bridsið hefst í kvöld kl. 19.30 í Slysavarnahúsinu á Hólmavík og verður á sunnudögum til vors. Þrír til fjórir spilarar sunnan Þröskulda (úr Reykhólahreppi og Saurbæ) taka þátt í spilamennskunni í vetur. Ef áhugi er á samfloti eða bara áhugi almennt að vera með á þessari spilatíð, þá endilega hafið samband við Eyva kaupmann á Reykhólum (863 2341).

...
Meira
Ekki er að sjá á þessum myndum að krökkunum þyki þetta neitt leiðinlegt!
Ekki er að sjá á þessum myndum að krökkunum þyki þetta neitt leiðinlegt!
1 af 12

Mjög góð þátttaka er á fimleikanámskeiði fyrir börn og unglinga sem stendur yfir í íþróttahúsinu á Reykhólum núna frá föstudegi til sunnudags. Sjöfn Kristjánsdóttir, ættuð frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit (Sæbjörg og Finnur voru afi hennar og amma), kom vestur til að halda námskeiðið en þátttakendur eru alls 26 í þremur hópum (3-5 ára, 6-9 ára og 10-15 ára). Svipmyndirnar sem hér fylgja af Sjöfn og krökkunum á námskeiðinu tók Herdís Erna Matthíasdóttir.

...
Meira
Reykhólakirkja í nýju ljósi.
Reykhólakirkja í nýju ljósi.

Eins og venjulega á seinni árum er október helgaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum og bleika slaufan frá Krabbameinsfélagi Íslands seld um land allt til fjáröflunar. Til að minna á þetta er Reykhólakirkja böðuð bleiku ljósi eftir að skyggja tekur. Núna á föstudag er bleiki dagurinn svonefndi en þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að sýna samstöðu með áberandi hætti, klæðast bleiku eftir því sem tök eru á og hafa bleika litinn í fyrirrúmi. Bleika slaufan fæst m.a. í versluninni Hólakaupum á Reykhólum og kostar kr. 2.000.

...
Meira
8. október 2013

Árás á landsbyggðina

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.

„Ef sett eru upp landsbyggðargleraugu og rýnt í fjárlagafrumvarpið og skoðuð þau mál sem snúa að landsbyggðinni og niðurskurði á málaflokkum sem skipta dreifðar byggðir miklu máli, þá kemur fram að það er verið að gera ótrúlega aðför að landsbyggðinni,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, þingmaður NV-kjördæmis, meðal annars í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Í greininni telur hún upp fjölda dæma um skerðingu eða afnám fjárveitinga til verkefna á landsbyggðinni og segir síðan í lokin:

...
Meira
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

„Það var léttir að sjá þegar farið var yfir fjármál sveitarfélaganna, að þau eru að rétta úr kútnum þrátt fyrir erfitt árferði síðastliðin ár,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði í gær. Tilefnið var hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, sem fram fór í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. „Starfsfólk þeirra hefur unnið afrek við að rétta úr stöðunni og þó svo að nokkur sveitarfélög eigi enn verkefni fyrir höndum í þeim efnum, þá er víst að þeim mun takast það,“ sagði hún ennfremur.

...
Meira
8. október 2013

Fatakynning í Reykhólaskóla

Ragnheiður Helga Bæringsdóttir í Búðardal kemur á Reykhóla og verður með kynningu á Friendtex-fatnaði í Reykhólaskóla kl. 15-17 í dag, þriðjudag.

...
Meira

Sveitarfélögin Fljótsdalshreppur, Hvalfjarðarsveit og Reykhólahreppur, sem öll eru fámenn, verja mestu fé allra sveitarfélaga landsins í hlutfalli við íbúafjölda til fræðslumála. Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur vel í ljós þegar framlög til mennta-, menningar- og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda hvers sveitarfélags. Þau fámennustu verja mun meira fé á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari.

...
Meira
Samúel Ingi, Sara Dögg, Hlynur, Adrian, Sigurjón Árni og Ólafur Guðni ásamt Dalla og spöðunum.
Samúel Ingi, Sara Dögg, Hlynur, Adrian, Sigurjón Árni og Ólafur Guðni ásamt Dalla og spöðunum.

Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum, betur þekktur sem Dalli, kom færandi hendi í Reykhólaskóla fyrir skömmu. Að þessu sinni kom hann með badmintonspaða handa nemendum í fjórða bekk en á liðnu vori gaf hann nemendum í 4.-10. bekk spaða. Formlegur gefandi er raunar áburðarvökvinn Glæðir sem Dalli framleiðir en ekki hann sjálfur persónulega. Þá kvaðst hann stefna að því að fjórðubekkingar í skólanum hverju sinni fengu spaða. Eða eins og haft var eftir honum hér á vefnum:

...
Meira
Þessi mynd fylgir fréttinni á vef Framfarafélags Flateyjar.
Þessi mynd fylgir fréttinni á vef Framfarafélags Flateyjar.

Árleg haustferð Flateyjarveitna út í eyju er fyrirhuguð um næstu helgi (föstudag til sunnudags). Unnið verður að ýmsum verkefnum er snúa að frágangi fyrir veturinn, svo sem vatnstæmingu, og endurbótum og viðbótum við kerfi vatnsveitunnar. Meðal verkefna er að setja niður brunahana við kirkjuna, taka niður dælugálga á bryggju og koma fyrir einangrun á húsgafla Tröllendatanks.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

Landssamband eldri borgara fagnar því að samkv. fjárlagafrumvarpi 2014 skuli staðið við gefin loforð varðandi leiðréttingu á fjórum af þeim skerðingum sem eftirlaunaþegar fengu á sig árið 2009. „Það er stór áfangi að ná því og mun koma þeim til góða sem lægstar lífeyristekjur hafa,“ segir í ályktun um frumvarpið sem vefnum var send til birtingar. Sambandið leggst alfarið gegn fyrirhuguðu daggjaldi af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. „Þó upphæðin sé ekki há núna, þá er með því verið að brjóta það samkomulag sem hefur verið frá árinu 1936 þegar almannatryggingar voru lögfestar, að sjúklingar eigi allir jafnan aðgang að sjúkrastofnunum óháð efnahag.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31