Vetrartími í Grettislaug frá mánaðamótum
Sumartímanum í Grettislaug á Reykhólum lýkur núna á laugardag, 31. ágúst. Frá mánaðamótum og fram til maíloka verður laugin opin sem hér segir:
...Meira
Sumartímanum í Grettislaug á Reykhólum lýkur núna á laugardag, 31. ágúst. Frá mánaðamótum og fram til maíloka verður laugin opin sem hér segir:
...Laust er starf bókavarðar við Héraðsbókasafn Reykhólahrepps á Reykhólum. Starfið felst í umsjón með safninu og þeirri þjónustu sem slíku fylgir. Á dagskrá er að skrá safnið og nútímavæða það. Um er að ræða 10% hlutastarf, tvo tíma í senn tvö kvöld í viku og kl. 11-13 einn laugardag í mánuði. Starfið er laust frá 15. september. Skilyrði er að hafa náð 20 ára aldri.
...Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir starfsmanni í Iðju, sem er opið hús fyrir alla sem vilja alla virka daga kl. 9-14. Í Iðju fer fram ýmiskonar starfsemi eins og mósaíkgerð, prjónaskapur, tálgun, tafl o.s.frv. Heitt er á könnunni allan daginn og fólk velkomið að kíkja við og spjalla. Hádegisverður í boði fyrir litla fjárhæð en þeir sem þar dvelja taka þátt í undirbúningi og framreiðslu matarins.
...Jón Sveinsson dúnbóndi og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardún í Reykjavík. Hann segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fáist fyrir dúninn fullunninn. Jón segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu.
...Ekki er algengt að sjá upptök jarðhræringa í Múlasveit í vestanverðum Reykhólahreppi á kortum og skrám Veðurstofunnar og raunar alls ekki í þessum landshluta. Þetta gerðist þó í gær þegar jarðskjálfti upp á 1,7 á Richter mældist á eða við Eiði í Vattarfirði.
...Opinn fundur um réttindi fatlaðs fólks og fjölskyldna barna með sérþarfir verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, mánudaginn 26. ágúst, og hefst kl. 17. Starfsmaður réttindavaktar velferðarráðuneytisins, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og ráðgjafi frá Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, flytja erindi og svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir. Dagskrá:
...„Fjöldi umsókna er langt umfram það sem við bjuggumst við,“ segir Garðar Jónsson, framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, en í síðustu viku auglýsti verksmiðjan hér á vefnum eftir fólki til starfa. Borist hafa 64 umsóknir, að langmestum hluta af Reykjavíkursvæðinu. „Væntingar okkar þegar við auglýstum voru að vekja forvitni Reykhólabúa og annarra sveitunga á störfunum hér og hvetja þá til að koma og vinna hjá okkur, en því miður höfum við ekki fengið neina umsókn úr sveitarfélaginu og ekki úr nærsveitum nema frá Hólmavík og Búðardal,“ segir Garðar. „Því miður voru undirtektir hér á svæðinu nú ekki meiri en þetta. Ég harma það vegna þess að ég hefði gjarnan viljað fá fólk héðan, en ég reikna þá bara með að allir hér hafi nóg við að vera, að minnsta kosti vona ég að það sé ástæðan.“
...Í tilefni af 40 ára afmæli Hnúksness ehf. á síðasta ári verður Hnúksneshátíð í félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd annað kvöld, laugardaginn 24. ágúst, og hefst kl. 20.30. Á dagskrá verða söngur og gamanmál, en fram koma Karlakórinn Frosti, hinn hagorði Ragnar Ingi Aðalsteinsson ættaður af Jökuldal og fleiri. Enginn aðgangseyrir en selt verður kaffi og meðlæti til fjáröflunar fyrir Hnúksnesfélagið. Allir eru velkomnir á þessa kvöldstund á Staðarfelli.
...Ferðamenn sumarsins á Reykhólum eru að mestu gengnir um garð. Báta- og hlunnindasýningin er opin kl. 11-17 á morgun, föstudag, og kl. 11-18 á laugardag og sunnudag. Lokað verður á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Svo verður opið tvo síðustu daga mánaðarins, föstudaginn 30. ágúst kl. 11-17 og laugardaginn 31. ágúst kl. 11-18, en þar með hefur sýningin brugðið sumri. Eins og jafnan áður er hugsanlegt að fá að skoða hana utan auglýstra tíma.
...Til sölu er jörðin Skerðingsstaðir 2 í Reykhólasveit, um fjóra km frá þorpinu á Reykhólum. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali (Fasteignamiðstöðin - Hús og hýbýli ehf.) í síma 550 3000.
...