Messan í Flatey á laugardag
Hin árvissa messa í Flateyjarkirkju verður núna á laugardag kl. 14. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur messar, Viðar Guðmundsson organisti verður með í för og spilar á nýuppgert orgel kirkjunnar og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja. „Allir Flateyingar, Inneyingar og þeir sem verða í Flatey þennan ágæta laugardag eru hvattir til að sækja messu í Flateyjarkirkju, hlýða á Guðsorð í okkar fallegu og friðsælu kirkju og taka undir í fögrum samsöng í kirkjunni okkar,“ segir í tilkynningu frá kirkjustjórn Flateyjarkirkju.
...Meira