Tenglar

Kirkjan í Flatey. Ljósm. Árni Geirsson.
Kirkjan í Flatey. Ljósm. Árni Geirsson.

Hin árvissa messa í Flateyjarkirkju verður núna á laugardag kl. 14. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur messar, Viðar Guðmundsson organisti verður með í för og spilar á nýuppgert orgel kirkjunnar og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja. „Allir Flateyingar, Inneyingar og þeir sem verða í Flatey þennan ágæta laugardag eru hvattir til að sækja messu í Flateyjarkirkju, hlýða á Guðsorð í okkar fallegu og friðsælu kirkju og taka undir í fögrum samsöng í kirkjunni okkar,“ segir í tilkynningu frá kirkjustjórn Flateyjarkirkju.

...
Meira
Ekki var eingöngu farið í kaupstað til að afla nauðsynja heldur einnig til að sýna sig prúðbúinn og sjá aðra.
Ekki var eingöngu farið í kaupstað til að afla nauðsynja heldur einnig til að sýna sig prúðbúinn og sjá aðra.
1 af 4

Hjalti Hafþórsson á Reykhólum fór ásamt fjölskyldu sinni og jafnframt Vatnsdalsbátnum á miðaldahátíðina á Gásum við Eyjafjörð fyrir tveimur vikum. Þar klæddust þau á þann hátt sem hæfði þessum forna verslunarstað eins og hér má sjá. Báturinn sem Hafþór smíðaði með dyggri aðstoð föður síns eftir leifum sem fundust í kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð fyrir hálfri öld á að baki öllu fleiri sjómílur (rastir, skyldi maður heldur segja í þessu tilviki) á landi en sjó.

...
Meira
Súpa og appelsínugulur einkennisliturinn að Reykjabraut 1 á Reykhólum.
Súpa og appelsínugulur einkennisliturinn að Reykjabraut 1 á Reykhólum.

Eins og fram hefur komið eru allmargir tugir mynda frá nýliðnum Reykhóladögum komnir hér inn á ljósmyndasíðuna (Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur - Reykhóladagar 2013, 1, 2 og 3). Ennþá vantar sárlega myndir frá dráttarvélakeppninni og „skrúðgöngu“ gömlu traktoranna um þorpið á Reykhólum. Einnig bráðvantar myndir frá ýmsum öðrum keppnisgreinum, svo sem baggakasti og pylsupartíi í Hvannagarðabrekku og öðru sem þar fór fram. En alveg sérstaklega vantar upplýsingar um rabarbarabaksturskeppnina og myndir frá henni, svo og uppskriftirnar!

...
Meira
Feðgarnir Gunnar Kristinn og Geir skála í bergvatni í blíðunni við Álftaland.
Feðgarnir Gunnar Kristinn og Geir skála í bergvatni í blíðunni við Álftaland.

Geir R. Tómasson tannlæknir og sonur hans voru á Gistiheimilinu Álftalandi á Reykhólum í nótt og njóta veðurblíðunnar við Breiðafjörð þessa dagana. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Geir er 97 ára og hann er bílstjórinn á ferðalaginu. Síðdegis í gær hitti undirritaður þá feðga þar sem þeir voru í heitu pottunum við Álftaland og nýbúnir að færa sig milli potta. Þeir voru með í glösum bergvatnið á Reykhólum og sögðu það ákaflega gott.

...
Meira
Ekki leynir sér að þessi er úr fjólubláa hverfinu. Ljósm. Jón Kjartansson.
Ekki leynir sér að þessi er úr fjólubláa hverfinu. Ljósm. Jón Kjartansson.

Bent skal á, að þrjár myndasyrpur frá nýliðnum Reykhóladögum eru komar hér inn á ljósmyndavefinn - Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni vinstra megin. Ekki er ósennilegt að fleiri myndir frá hátíðinni eigi eftir að tínast þar inn.

...
Meira
Sigurvegararnir í kassabílakeppninni.
Sigurvegararnir í kassabílakeppninni.
1 af 10

Þrenn sérstök verðlaun voru veitt í hinni hefðbundnu og vinsælu kassabílakeppni á Reykhóladögunum. Tvenn þeirra fengu bræðurnir Björgvin Bragi og Ármann Freyr Ólafssynir í Magnússkógum III í Dalabyggð fyrir bílinn sinn sem heitir Gullhrúturinn, en bæði náði hann besta tímanum og var kosinn frumlegasti bíllinn. Ketill Ingi Guðmundsson á Litlu-Grund í Reykhólasveit fékk verðlaun sem besti aðstoðarmaðurinn. 37 krakkar og 8 fullorðnir tóku þátt í keppninni. Auk hinna sérstöku verðlauna fengu allir nema þeir fullorðnu verðlaunapening fyrir þátttökuna, sem Glæðir (Guðjón Dalkvist Gunnarsson) gaf í þessu skyni. Bílarnir sem komið var með í keppnina voru 14 og hver öðrum betri.

...
Meira

Ólafsdalshátíð verður haldin í sjötta skipti sunnudaginn 11. ágúst, fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda. Strax á laugardeginum er í boði gönguferð með leiðsögn með fjallsbrúnum umhverfis Ólafsdal og síðar um daginn tóvinnunámskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Á sunnudeginum, aðalhátíðisdeginum, hefst markaður með Ólafsdalsgrænmeti og fjölbreytt vandað handverk kl. 12. Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 13.

...
Meira
1 af 4

Veðrið í fyrradag var ekki alveg eins gott og vonast var til þegar Vinafélag Barmahlíðar efndi til samverustundar sem ætlunin var að hafa utanhúss í þeirri blíðu sem spáð hafði verið og raunar hefur verið að undanförnu. Þess vegna var bara komið saman inni á heimilinu og stundin var ekkert síður skemmtileg þrátt fyrir það.

...
Meira
Æðardúns-barnasettið hennar Dóru.
Æðardúns-barnasettið hennar Dóru.
1 af 10

Sitthvað fallegt, hlýtt, gott og gagnlegt hefur bæst við í vörulínunni hjá Dóru frá Hafrafelli (Dórótheu Sigvaldadóttur frá Hafrafelli í Reykhólasveit) frá því að sagt var frá byrjuninni með heilsuskjólunum hennar hér á vefnum í fyrravor. Eitt er sameiginlegt með fíniríunum sem Dóra hannar og býr til: Allt er þetta fyllt með ekta íslenskum æðardún. Af því nýja má nefna kerrupoka, morgunslopp, húfur, tvær sortir af lúffum, eyrnaskjól og barnasett sem samanstendur af húfu, trefli, vettlingum og sokkum.

...
Meira
Sigurliðið, frá vinstri: Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir.
Sigurliðið, frá vinstri: Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir.
1 af 6

Lið Barðstrendingafélagsins í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni á Reykhóladögum 2013, en það skipuðu þær Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir. Í úrslitum unnu þær Snillingana, þá Eirík Kristjánsson, Guðjón Dalkvist Gunnarsson (föður Jóhönnu) og Guðmund Ólafsson (sjá mynd nr. 6), sem unnu keppnina í fyrra. Fyrir tveimur árum þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn varð lið Barðstrendingafélagsins í öðru sæti á eftir Vitringunum þremur og var liðið þá skipað sömu konunum og núna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31