Sumardagur við Grýluvog / ÁG.
Súlurit: Reykhólavefurinn skv. tölum Hagstofu Íslands (2012).
Tafla: Reykhólavefurinn skv. tölum Hagstofu Íslands (2012). Sérkennilegt má telja, að íbúafjöldi þriggja af hreppunum fimm skuli vera nákvæmlega sá sami 1901 og 1910. Auðvitað getur svo verið þó að tölfræðilegar líkur fyrir slíku séu afar litlar. Þess vegna kemur í hugann sú spurning, hvort einhver hafi einhvern tímann farið línuvillt eða dálkavillt. Því fer þó fjarri að slíku sé hér slegið föstu.
Kraftur hefur verið settur í heimasíðu Framfarafélags Flateyjar og nýtt efni kemur þar stöðugt inn. Vefsíðan er fjölbreytt og fróðleg og má þar nefna, auk almennra frétta, urmul ljósmynda af fólki, byggð og ýmsu öðru á fyrri tíð og fram til þessa dags. Þarna er einnig að finna ágrip af sögu Flateyjar og sagt er frá náttúru eyjarinnar, jarðfræði, gróðri og fuglalífi. Sérstakur kafli er um húsin í Flatey.
...
Meira