Væntanlega ráðist í sjóvarnabætur í Flatey
Þeir sem koma reglulega til Flateyjar á Breiðafirði sjá þau áhrif sem ágangur sjávar hefur á eyjuna auk þess sem veðrun veldur hruni úr klettum eins og sjá má t.d. í Teinæringsvogi. Einnig má sjá áhrifin á Silfurgarði og Stóragarði, stórviðri á veturna eiga ekki í neinum vandræðum að höggva skörð í garðana. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur látið málið til sín taka og óskaði sveitarstjóri eftir því við Siglingastofnun að sjóvarnir í Flatey yrðu teknar til athugunar við gerð næstu fjögurra ára samgönguáætlunar.
...Meira