Tenglar

Grýluvogur og Silfurgarður á fjöru. Ljósmynd Árni Geirsson.
Grýluvogur og Silfurgarður á fjöru. Ljósmynd Árni Geirsson.

Þeir sem koma reglulega til Flateyjar á Breiðafirði sjá þau áhrif sem ágangur sjávar hefur á eyjuna auk þess sem veðrun veldur hruni úr klettum eins og sjá má t.d. í Teinæringsvogi. Einnig má sjá áhrifin á Silfurgarði og Stóragarði, stórviðri á veturna eiga ekki í neinum vandræðum að höggva skörð í garðana. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur látið málið til sín taka og óskaði sveitarstjóri eftir því við Siglingastofnun að sjóvarnir í Flatey yrðu teknar til athugunar við gerð næstu fjögurra ára samgönguáætlunar.

...
Meira
Sigrún Kristjánsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir og Sigurlaug María Hreinsdóttir við baksturinn.
Sigrún Kristjánsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir og Sigurlaug María Hreinsdóttir við baksturinn.
1 af 2

Reykhólavefnum hafa borist myndir af kökunum sem verðlaun hlutu sem þær fallegustu í rabarbarakökukeppninni á Reykhóladögum. Nokkuð ljóst má vera að þessi bakstur er ekki mjög leiðinlegur! Eins og fram hefur komið (sjá tengil hér neðst) voru veitt tvenn verðlaun, annars vegar fyrir bestu kökuna og hins vegar fyrir þær fallegustu. Þar eð mjótt var á munum í smökkuninni og einkunnagjöfinni fyrir allra besta bragðið eru hér ekki aðeins birtar myndir frá bakstrinum heldur einnig uppskriftin.

...
Meira

Fyrir nokkrum árum eignaðist Héraðsbókasafn Reykhólahrepps vinasafn, Bókasafn Kópavogs, sem frá þeim tíma hefur sent ófáar bókagjafir vestur. Núna er stigið skrefi lengra: Hörpu Eiríksdóttur bókaverði hefur verið boðið í heimsókn á safnið í Kópavogi með óskalista yfir bækur í farteskinu. „Til að heimsóknin nýtist sem best, þá óskum við eftir listum yfir bækur sem fólki finnst vanta á safnið,“ segir Harpa.

...
Meira
Ein af myndum Ólafs: Bryggjan og frystihúsið í Flatey í smíðum.
Ein af myndum Ólafs: Bryggjan og frystihúsið í Flatey í smíðum.

Á vef Framfarafélags Flateyjar hafa verið settar inn 260 myndir sem Ólafur Steinþórsson gaf félaginu fyrir nokkrum misserum. Það var ósk hans að myndirnar yrðu aðgengilegar fyrir sem flesta og varð niðurstaðan sú að nota nýja heimasíðu til að koma þeim á framfæri við Vestureyinga og aðra áhugasama. Meginhluti myndanna tengist Flatey en aðrar tengjast Bjarneyjum.

...
Meira

Í dag er flaggað í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið á Reykhólum auk þess sem bíll Slökkviliðs Reykhólahrepps stendur við fánastöngina. Slíkt er gert um land allt í minningu sjúkraflutningamannsins sem fórst í flugslysinu á Akureyri um verslunarmannahelgina, en útför hans fer fram í dag.

...
Meira
Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir (Logi og Billa).
Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir (Logi og Billa).

Árið 2004 var árið sem íslenska efnahagsundrið náði sér fyrir alvöru á strik. Í viðskiptabönkunum höfðu búið um sig, sem eigendur og stjórnendur, afbragð annarra manna að þekkingu og skilningi á flóknu gangverki markaðshagkerfisins. Þeim hafði tekist að gera græðgina að musteri dyggðanna og leiðarljósi nútíma Íslendingsins; þar sem var gróðavon var líf og framtíð, en annars staðar gapti við gröfin köld. Á bjargföstum grunni þessa nýja testamentis synjaði Landsbankinn, á þessum uppgangstíma, erindum frá útkjálkafólki á Vestfjörðum.

...
Meira
12. ágúst 2013

Myndir frá messunni í Flatey

Myndirnar tók Jónas Ragnarsson.
Myndirnar tók Jónas Ragnarsson.
1 af 8

Sem jafnan áður var kirkjan í Flatey á Breiðafirði þéttskipuð núna á laugardaginn við messuna sem sóknarpresturinn í Reykhólaprestakalli, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir á Reykhólum, syngur þar á hverju sumri. Myndirnar sem hér fylgja tók Jónas Ragnarsson ritstjóri, bæði við guðsþjónustuna sjálfa og fyrir og eftir messu.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey, rétt við Reykhólahöfn. Ljósm. Árni Geirsson, maí 2013.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey, rétt við Reykhólahöfn. Ljósm. Árni Geirsson, maí 2013.

Þörungaverksmiðjan hf. leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast þangvertíð haustið 2013. Þangvertíðin hófst í apríl og stendur til októberloka eða þar um bil. Æskileg reynsla og hæfni:

...
Meira
12. ágúst 2013

Laust starf á Reykhólum

Reykhólahreppur auglýsir laust starf aðstoðarmatráðs á Reykhólum. Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu eru skilyrði. Starfshlutfall er um 80%. Unnið er aðra hverja helgi.

...
Meira
Ágúst Már, Rannveig og Bjarni Þór við suðutankinn (kallaður grái kafbáturinn).
Ágúst Már, Rannveig og Bjarni Þór við suðutankinn (kallaður grái kafbáturinn).
1 af 4

Norður & Co. ehf. að Hafnarslóð 1 á Reykhólum (saltvinnslan nýja við höfnina) fékk í dag staðfestingu frá Vottunarstofunni Túni þess efnis, að fyrirtækið hafi uppfyllt kröfur um eftirlit, aðferðir og framleiðslu samkvæmt reglum um náttúruafurðir og aðföng til vistvænnar framleiðslu. Rannveig Guðleifsdóttir hjá Túni kom vestur til að afhenda staðfestinguna, sem Ágúst Már Gröndal framleiðslustjóri Norður & Co. og Bjarni Þór Bjarnason saltgerðarmaður veittu viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31