Uxaburður á Reykhólum í minningu Grettis?
Baggakast var meðal nýrra keppnisgreina á Reykhóladögum að þessu sinni. Af því tilefni varpar Gylfi Helgason á Reykhólum fram þeirri hugmynd að taka upp keppnisgrein sem passaði mjög vel við staðinn, en það væri uxaburður. Fræg er frásögnin í Grettis sögu af ferð Grettis Ásmundarsonar og þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds út í Ólafseyjar síðla hausts að sækja uxa og gekk þar á ýmsu.
...Meira