Tenglar

Grettir með uxann. Teikning eftir Halldór Pétursson.
Grettir með uxann. Teikning eftir Halldór Pétursson.
1 af 2

Baggakast var meðal nýrra keppnisgreina á Reykhóladögum að þessu sinni. Af því tilefni varpar Gylfi Helgason á Reykhólum fram þeirri hugmynd að taka upp keppnisgrein sem passaði mjög vel við staðinn, en það væri uxaburður. Fræg er frásögnin í Grettis sögu af ferð Grettis Ásmundarsonar og þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds út í Ólafseyjar síðla hausts að sækja uxa og gekk þar á ýmsu.

...
Meira
Fólk í fjólubláa hlutanum á Reykhólum á hátíðinni. Ljósm. Jón Kjartansson.
Fólk í fjólubláa hlutanum á Reykhólum á hátíðinni. Ljósm. Jón Kjartansson.

Fjöldi viðskiptavina í versluninni Hólakaupum ætti að geta gefið vísbendingar um breytingar á gestafjölda á Reykhólum milli ára. Að sögn Eyvindar Magnússonar kaupmanns var fjöldi afgreiðslna í búðinni liðlega tíu prósent meiri um síðustu helgi en var á Reykhóladögum í fyrra. Þannig mætti e.t.v. álykta að gestafjöldinn á hátíðinni í ár hafi verið meiri sem því nemur en á síðasta ári eða eitthvað þar um bil.

...
Meira
Myndirnar tala sínu máli.
Myndirnar tala sínu máli.
1 af 14

Heimilisfólkið á Grund fékk viðurkenningu dómnefndar fyrir bestu skreytingarnar á Reykhóladögum 2013. Verðlaunin eru ferð fyrir tvo til annað hvort Kaupmannahafnar eða Lundúna með WOW-air. Hér fylgja nokkrar myndir af hinum margvíslegu skreytingum á Grund. Á mynd nr. 9 eru tveir brosandi félagar en á næstu mynd þar á eftir má sjá eftirstöðvar þokunnar sem var aðfaranótt föstudagsins en létti síðan fljótlega að mestu þegar leið á daginn. Veðrið lék við heimafólk og gesti á Reykhóladögum 2013.

...
Meira
Sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Ljósmynd: Egill Helgason.
Sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Ljósmynd: Egill Helgason.

Við dvöldum nokkra daga í Flatey á Breiðafirði. Það var sumarblíða – óvíða eru sumarnæturnar fegurri en í Breiðafjarðareyjum. Þetta er eyja sem er full af sögum og menningu. Þarna er gamla þorpið með sínum húsum sem hafa verið fallega uppgerð. Hinum megin á eyjunni stendur yfir viðgerð á frystihúsinu, þar er starfrækt hin afar menningarlega Bryggjubúð.

...
Meira
30. júlí 2013

Fjóla á Tindum fimmtug

Hjónin Hörður og Fjóla á Tindum í Geiradal. Ljósm. Harpa Harðardóttir.
Hjónin Hörður og Fjóla á Tindum í Geiradal. Ljósm. Harpa Harðardóttir.

Fjóla Benediktsdóttir á Tindum í Geiradal er fimmtug í dag, 30. júlí, og þar með eru þau hjónin Fjóla og Hörður Grímsson orðin 101 árs samanlagt. Ætlunin er að hafa opið hús á heimili þeirra í tilefni afmælisins kringum miðjan ágúst og hafa þannig sama háttinn og þegar Hörður varð fimmtugur í fyrravor. Afmælisdagurinn hans er 5. mars en móttakan vegna fimmtugsafmælisins var tólf dögum seinna.

...
Meira
Hryssan sem týndist í vor og fannst í gær.
Hryssan sem týndist í vor og fannst í gær.

Fyrir tveimur vikum var hér á vefnum auglýst eftir hryssu sem tapaðist frá Fremri-Gufudal í vor. Styrmir Sæmundsson í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal og fleiri björgunarsveitarmenn fundu hana í gærkvöldi uppi á hálendinu eftir ábendingu sem þeir höfðu fengið. Að sögn Sjafnar Sæmundsdóttur eiganda hryssunnar var hún orðin þunn, jaðraði við að vera horuð, og sárfætt vegna slitinna hófa, en að öðru leyti í þokkalegu standi.

...
Meira
María Játvarðardóttir.
María Játvarðardóttir.

María Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit hefur verið ráðin félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Hún er með meistaragráðu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í félagsráðgjöf frá Nordland-háskólanum í Bodø í Noregi. Auk þess hefur hún lokið 15 eininga námi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

...
Meira
Þessar myndir voru teknar í sól og sumaryl við Barmahlíð fyrir tveimur árum.
Þessar myndir voru teknar í sól og sumaryl við Barmahlíð fyrir tveimur árum.
1 af 2

Vinafélag Barmahlíðar býður ungum sem öldnum að koma saman við suðurendann á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30 á morgun, þriðjudag. Ætlunin er að njóta góða veðursins í sameiningu, fá sér hressingu, fara í leiki og taka lagið. Allir eru velkomnir og ekki síst eru börn hvött til að koma og foreldrar hvattir til að hafa börnin með.

...
Meira
Þessa snilldarmynd tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi í kaffisalnum í Nesi fyrr í sumar.
Þessa snilldarmynd tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi í kaffisalnum í Nesi fyrr í sumar.

Í gamla góða Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi er opið hús (hittingur) milli kl. 15.30 og 17 alla þriðjudaga í sumar. Kærkomið er að fá sveitungana og og auðvitað aðra líka í heimsókn til að sýna sig og sjá aðra, fá sér kaffi og spjalla saman. Engin dagskrá nema sú sem fólkið sjálft býr til á staðnum með því að mæta.

...
Meira
Rjómablíða á forntraktorasvæðinu. Myndir: Einar Kristinn Guðfinnsson.
Rjómablíða á forntraktorasvæðinu. Myndir: Einar Kristinn Guðfinnsson.
1 af 2

Reykhóladögum 2013 lauk síðdegis í dag og verður ekki annað sagt en þeir hafi tekist prýðilega. Mikill fjöldi fólks af öllum landshornum gerði sér ferð á Reykhóla til að taka þátt í hátíðinni og naut hennar í blíðskaparveðri. Heimboð í súpu voru mjög vel sótt og skiptu gestir í súpu hundruðum bæði á föstudag og laugardag. Gömlu dráttarvélarnar gegndu sínum hlutverkum og voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Þannig mætti lengi, lengi telja. Um 130 manns sátu hátíðarkvöldverðinn og skemmtunina í íþróttahúsinu en um 210 manns komu á dansleikinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31