Tenglar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Aldraðir og öryrkjar eru ekki hóparnir sem helst eru aflögufærir í þjóðfélaginu. Það er umhugsunarefni og þarfnast rökstuðnings hvers vegna hópunum er raðað þannig að fjölskyldufólk er framar öryrkjum og öldruðum. Það er hægur vandi að réttlæta hækkun vaxtabóta í mikilli verðbólgu og að beita ríkissjóði til þess, en það er öllu torveldara að færa rök fyrir því að það svigrúm eiga aldraðir og öryrkjar að skapa með sérstakri skerðingu á sínum kjörum.“

...
Meira
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð. Svipmynd af vef Breiðfirðingafélagsins.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð. Svipmynd af vef Breiðfirðingafélagsins.

Félagsstarf Breiðfirðingafélagsins syðra er mjög öflugt í vetur eins og jafnan áður. Sjötta tölublað Fréttabréfs félagsins á þessu ári er komið út og þar segir formaðurinn Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk m.a. í inngangsorðum:

...
Meira
Jón Gnarr Kristinsson (ættaður úr héraðinu), Árni hótelstjóri og Pétur Jóhann Sigfússon í Bjarkalundi fyrir nokkrum árum. Mynd © Hlynur Þór.
Jón Gnarr Kristinsson (ættaður úr héraðinu), Árni hótelstjóri og Pétur Jóhann Sigfússon í Bjarkalundi fyrir nokkrum árum. Mynd © Hlynur Þór.

Kolbrún hótelstýra í Bjarkalundi vill minna fólk á að panta borð á jóla- og villibráðarhlaðborðunum sem fyrst. Þó vill hún enn frekar minna þá sem vilja líka gistingu á að panta hana sem allra fyrst því að þar er farið að sneyðast um pláss. Veislustjóri verður Pétur Jóhann Sigfússon leikari (Jásæll) en dúóið Bóbó og Tryggvi úr Keflavík sér um músíkina. Matseðillinn er tilbúinn í stórum dráttum þó að þar sé raunar ekki allt upp talið.

...
Meira

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til refaveiða. Hins vegar er gert ráð fyrir því að 20,2 milljónir fari í endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna minkaveiða. „Ríkið dró sig einhliða út úr þessu,“ segir Snorri H. Jóhannesson, bóndi í Borgarfirði og formaður Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna á ref og mink, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir þetta þriðja árið sem ríkið leggi ekkert til refaveiða.

...
Meira

Reglulegum fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps, sem hefði átt að vera í dag, annan fimmtudag mánaðarins, hefur verið frestað um rétta viku eða fram til 15. nóvember. Í 7. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp Reykhólahrepps segir:

...
Meira
Hjónin Þuríður Sumarliðadóttir og Jón Friðriksson á Gróustöðum á jólum fyrir nokkrum árum.
Hjónin Þuríður Sumarliðadóttir og Jón Friðriksson á Gróustöðum á jólum fyrir nokkrum árum.
1 af 3

Jón Oddur Friðriksson á Gróustöðum við Gilsfjörð er 85 ára í dag, þann 8. nóvember. Hann ber aldurinn vel, er snemma á fótum á hverjum morgni og kominn út til að gefa hænunum. Hann er bifvélavirki af guðs náð og alltaf eitthvað að sýsla. Í kjallaranum er Jón með renniverkstæði og hefur þar nóg að iðja. Núna í vor keypti hann bíl til að nota sem húsbíl, smíðaði í hann innréttingu og svo var farið í reisu.

...
Meira

Eins og fram kemur í næstu frétt hér á undan er dagurinn á morgun, 8. nóvember, baráttudagur gegn einelti og má þar m.a. lesa hvatningarorð Katrínar Jakobsdóttur ráðherra mennta- og menningarmála af því tilefni. Jafnframt er þar slóð á undirskriftalista til stuðnings þessari baráttu. Hér skal jafnframt vakin athygli á áætlun sem samþykkt hefur verið varðandi einelti sem kynni að snerta starfsfólk Reykhólahrepps og sveitarfélaganna á Ströndum.

...
Meira

Á morgun, 8. nóvember, er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái alls ekki þrifist í samfélaginu. Skólar, samtök og vinnustaðir eru hvött til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.

...
Meira

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.

...
Meira

Fræðslumiðstöð Vestfjarða gengst fyrir tálgunarnámskeiði á Hólmavík núna á föstudagskvöld og laugardag. Fjallað verður um ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingu. Kennd verður meðferð, umhirða og beiting verkfæra. Þátttakendur læra að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað „garðaúrgangur“ og fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31