Fyrirlestur og umræður um netfíkn
Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um netfíkn í Félagsheimilinu á Hólmavík annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst hann kl. 19.30. Þar fjallar hann um hættur internetsins, hverjir séu í hættu að „ánetjast“ því, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað hún getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk geta gert til að fyrirbyggja vandann og takast á við hann.
...Meira