Tenglar

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsmanni eða starfsmönnum í 30% starf við félagslega heimaþjónustu í Reykhólahreppi. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að einstaklingar séu efldir til sjálfshjálpar og þeim sé gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan felur í sér innlit ásamt þrifum í heimahúsum.

...
Meira
Skilti með merki EarthCheck.
Skilti með merki EarthCheck.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum tóku í síðustu viku stórt skref til framtíðar, að margra áliti, með aðild að EarthCheck, og hafa nú byrjað vinnu sem miðar að því að umhverfisvotta öll sveitarfélögin níu á Vestfjörðum. Með þessu eru sveitarfélögin að skuldbinda sig til þess að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum og tryggja sjálfbærni þeirra auðlinda sem til staðar eru á svæðinu.

...
Meira

„Granni okkar í Hólaseli er sómamaðurinn Þórarinn Sveinsson bóndi í Hólum. Hann vaktar Hólasel á veturna og er góður nágranni rétt eins og aðrir í sveitinni því að Reykhólasveitin hefur tekið okkur tveim höndum.“ Þetta er klausa úr bókinni Hreint út sagt, sjálfsævisögu Svavars Gestssonar fyrrv. alþingismanns og ráðherra, sem kom út fyrir helgina. Svavar og fjölskylda hans dveljast löngum í Reykhólasveit og hefur hann sagt að þar sé nánast annað heimili hans og Guðrúnar Ágústsdóttur eiginkonu hans. Hér fyrir neðan segir meira af lífi þeirra og iðju í Reykhólasveit.

...
Meira

Hjá Breiðfirðingafélaginu verður hagyrðingakvöld á fimmtudag, 15. nóv. Hagyrðingar sem þar koma fram eru Ragnar Ingi Aðalsteinsson skáld frá Vaðbrekku á Jökuldal (bróðir hins landskunna bragsnillings Hákonar heitins Aðalsteinssonar), Hermann Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði, Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu í Reykhólasveit, Halla Gunnarsdóttir skáldkona með rammar rætur í Mosfellssveit, Kristján Runólfsson í Hveragerði, en ljóðalipurð hans hefur víða komið fram á bókum og í blöðum og á netinu, og Jón Kristjánsson fyrrv. ráðherra sem varla er nauðsyn að kynna sem hagorðan mann í bundnu máli sem óbundnu, hvort heldur er í ræðustól eða utan.

...
Meira
Ljúfur frá Árbæ í Reykhólasveit.
Ljúfur frá Árbæ í Reykhólasveit.
1 af 2

Hrútaskráin er eitt vinsælasta ritið í sveitum landsins þessa dagana, segir í Morgunblaðinu á föstudag. „Alltaf er verið að reyna að gera betur, það er það skemmtilega við kynbæturnar, reyna að sameina alla kostina í sömu kindinni. En við höfum aldrei náð hinum fullkomna hrúti,“ segir Lárus Birgisson, ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og umsjónarmaður Sauðfjársæðingastöðvar Vesturlands í Borgarnesi í samtali við blaðið.

...
Meira
10. nóvember 2012

Helgihald í Reykhólaprestakalli

Reykhólar / Árni Geirsson.
Reykhólar / Árni Geirsson.

Helgihald sunnudagsins 11. nóvember í Reykhólaprestakalli hefst í kirkjunni á Reykhólum kl. 11 með sunnudagaskóla. Messa verður í Reykhólakirkju kl. 13.30, helgistund í Barmahlíð kl. 14.30 og messa í Staðarhólskirkju kl. 16.30. Fermingarbörn prestakallsins aðstoða við helgihaldið.

...
Meira
Rakel Sigurgeirsdóttir.
Rakel Sigurgeirsdóttir.

„Í orði eru flestir sammála um að góð menntun ætti að vera ein grunnstoða allra samfélaga. Á undanförnum árum hafa aðgerðir menntamálayfirvalda þó frekar stuðlað að því að grafa undan skólastarfi í landinu. Það má vera að einhverjum finnist þetta stór orð en þó er líklegra að þeir séu fleiri sem kannast við það alvarlega ástand sem við blasir í menntamálum.“

...
Meira

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður með bækurnar frá Vestfirska forlaginu („Bækurnar að vestan“) til sölu fyrir jólin eins og tvö síðustu ár. Eins og áður láta Eyvi og Ólafía í Hólakaupum sölulaunin sín renna óskipt til Lions í Reykhólahreppi. Fjármuni sem Lionsklúbbnum áskotnast notar hann síðan til ýmissa góðra og gagnlegra verkefna og mannúðarstarfa í héraði og annars staðar eins og Lionsfólk gerir hvarvetna. Þetta er ástæða þess að bókum Vestfirska forlagsins eru gerð sérstök skil hér á vef Reykhólahrepps.

...
Meira

Ljóðakvöld eru orðin hefðbundinn og vinsæll þáttur á Opnu húsi Barðstrendingafélagsins í Reykjavík í nóvember. Fólk er hvatt til að koma með eftirlætisljóðin sín (eða eitthvað annað áhugavert) og flytja fyrir aðra gesti. Eins eru alltaf einhverjir á staðnum sem eru tilbúnir að lesa upp fyrir aðra, ef þess er frekar óskað. Að þessu sinni verður ljóðakvöldið á mánudagskvöld, 12. nóvember, og hefst kl. 20. Staðurinn er Konnakot, félagsmiðstöð Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 2. hæð.

...
Meira
Reykhólahreppur spannar meira en þúsund ferkílómetra svæði.
Reykhólahreppur spannar meira en þúsund ferkílómetra svæði.

Í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem send hefur verið fjárlaganefnd Alþingis, kemur fram að nettóútgjöld sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða árið 2011 hafi verið 107 milljónir króna. Þar segir ennfremur að kostnaður fámennra og víðfeðmra sveitarfélaga sé hlutfallslega mikill. Ekki sé viðunandi að íbúar þessara sveitarfélaga beri stóran hluta kostnaðarins því að þarna sé um að ræða verndun náttúrunnar. Áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaður sveitarfélaga á næsta ári vegna minka- og refaveiða verði í heild 120 milljónir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31