Tenglar

Á það skal minnt, að diskar með upptökum frá Þorrablóti Reykhólahrepps 2012 eru til útleigu á upplýsingaskrifstofu ferðafólks á Reykhólum. Aðeins 500 kr. kostar að fá disk í þrjá daga. Ágóðinn rennur til Héraðsbókasafns Reykhólahrepps. Þetta er fyrsta þorrablótið sem Harpa Eiríksdóttir og Ólafía Sigurvinsdóttir eru búnir að koma á disk en blótin 2010 og 2011 eru í vinnslu.

...
Meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum óskar eftir starfsfólki í ræstingu. Um er að ræða ca. 70% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að hefja störf 15. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Þuríður Stefánsdóttir, í síma 434 7817. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst.

...
Meira

Þrátt fyrir endalausa afþreyingu á Reykhóladögum fór ekki hjá því að glæsiþyrla sem var í útsýnisferðum á Reykhólum vekti athygli heimafólks jafnt sem gesta. Hún fór í krúsidúllur yfir bænum og brá sér út og suður en lenti þess á milli við gistiheimilið Álftaland. Þarna var á ferðinni spánný farþegaþyrla frá Þyrluþjónustunni hf. með einkennisstafina TF-HHH en fyrirtækinu stjórna systkini Steinars Pálmasonar í Álftalandi. Sigurður Pálmason framkvæmdastjóri var á Reykhólum um helgina og lét flugmann koma með vélina til að fara í útsýnisflug með gesti Álftalands. Farþegarnir voru fimm eða sex í hverri ferð.

...
Meira

Mötuneyti Reykhólahrepps óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í eldhús. Um er að ræða 50-60% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára og hafa reynslu af matseld og þrifum og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur matráður, Steinar Pálmason, í síma 434 7816 eða sveitarstjóri í síma 434 7880.

...
Meira
Að minnsta kosti er ekki makrílveiðilegt í Reykhólahöfn seint að hausti.
Að minnsta kosti er ekki makrílveiðilegt í Reykhólahöfn seint að hausti.

Ekki er vitað til þess að fólk hafi verið á makrílveiðum á stöng á bryggjum í Reykhólahreppi að undanförnu eins og svo víða. Hins vegar hefur frést af makrílvöðum út af Barmahlíð skammt innan við Reykhóla og líka út af Kerlingarfirði í Múlasveit. Öllu lengra frá úthafinu en innst í hinn grunna Breiðafjörð getur enginn fiskur gengið hérlendis þegar frá eru taldir laxfiskar sem ganga í ósaltar ár. Eins og fram kom hér á vefnum voru háhyrningar að djöflast í makrílgöngu við Flatey fyrir skömmu en það er vissulega miklu utar.

...
Meira

Fjórar myndasyrpur frá nýliðnum Reykhóladögum, 54 myndir í hverri eða alls 216 myndir, eru komnar inn í Ljósmyndir / Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin. Ljósmyndarar eru margir og þeirra ekki getið sérstaklega. Myndunum er viljandi hrært saman en ekki raðað eftir efnisþáttum, tímaröð eða höfundum.

...
Meira
Bjarkalundur í Reykhólasveit.
Bjarkalundur í Reykhólasveit.

Við erum að missa sumarstarfsfólkið okkar í skólana og þess vegna vantar okkur fólk í vinnu í Hótel Bjarkalundi sem fyrst og fram til septemberloka, segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra. Um er að ræða þrif og þvotta og vinnu í sjoppu og veitingasal.

...
Meira

Fyrsti skammtur (54 myndir, tvær síður) af svipmyndum frá Reykhóladögum 2012 er kominn inn í Ljósmyndir / Myndasyrpur (valmyndin vinstra megin). Ljósmyndararnir eru margir og myndirnar eru viljandi settar inn af handahófi en ekki eftir viðburðum eða myndasmiðum. Búast má við öðrum eins skammti og jafnvel þeim þriðja.

...
Meira

„Við vorum að koma til Flateyjar og þegar við komum í Hafnarsundið sáum við að mikið af fólkinu í eynni var að horfa á eitthvað úti í sjónum,“ segir Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu. Hann sendi vefnum jafnframt tengil á meðfylgjandi myndskeið, sem Jón Þór Sturluson í Byggðarenda í Flatey tók og setti inn á YouTube. „Þetta voru fimm háhyrningar, þar af tveir tarfar, sem voru að ná sér í makríl. Líka tóku þeir sel og hentu honum upp í loftið eins og sést í myndskeiðinu, hann var vankaður á eftir. Hvalirnir fóru síðan úr Hafnarsundinu og inn á Flateyjarsund,“ segir Björn.

...
Meira
Arnarungar í hreiðri. Ljósm. KHS.
Arnarungar í hreiðri. Ljósm. KHS.

Arnarvarpið í ár gekk afar illa við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Enginn ungi komst upp við norðanverðan Breiðafjörð og aðeins einn ungi er að verða fleygur um þessar mundir á Vestfjörðum. Þetta er annað árið í röð sem arnarvarp gengur illa. Til lengri tíma litið eru þó góðar horfur með arnarstofninn eftir tiltölulega góða viðkomu undanfarin tíu ár. Stofninn er í vexti og nokkur pör hafa helgað sér óðul á nýjum stöðum eða tekið sér bólfestu á fornum setrum, segir þar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31