Tenglar

SEEDS-liðarnir taka þátt í því að syngja lag Reykhóladaga. Sjá nöfn og þjóðerni í meginmáli. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
SEEDS-liðarnir taka þátt í því að syngja lag Reykhóladaga. Sjá nöfn og þjóðerni í meginmáli. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
1 af 3

Tólf sjálfboðaliðar á vegum SEEDS-samtakanna á aldrinum 18-35 ára voru við ýmis störf á Reykhólum dagana 18.-31. júlí en seinni vikuna bættist sá þrettándi við á vegum Markaðsstofu Vestfjarða. Verkefnin sem hópurinn fékk voru mörg og fjölbreytt - endalaust að raka saman grasi, taka til, snyrta í þorpinu, mála, taka niður girðingu, búa til skreytingar, hengja upp skreytingar og taka niður aftur, undirbúa Reykhóladaga og ganga síðan frá eftir hátíðina.

...
Meira

Sagt hefur verið að makríllinn sé eins og ryksuga í lífríkinu við landið. Þannig gekk kríuvarp í Ísafjarðardjúpi mjög vel og ungarnir voru komnir talsvert á legg þegar makrílvöðurnar komu í Djúpið. Skömmu seinna fór að bera á ungadauða - ungarnir sultu til bana þegar foreldrarnir gátu ekki lengur veitt handa þeim síli. Meðfylgjandi myndskeið voru tekin við Flatey á Breiðafirði fyrir stuttu. Sjórinn ólgar og kraumar eins og í suðupotti þar sem makríllinn rekur sílið upp í yfirborðið til að háma það í sig.

...
Meira
Ingibjörg Birna í góðum hópi í einstakri blíðu á Reykhóladögum 2012.
Ingibjörg Birna í góðum hópi í einstakri blíðu á Reykhóladögum 2012.

„Reykhóladagarnir tókust frábærlega og má þakka það ótakmörkuðum áhuga ferðamálafulltrúans Hörpu Eiríksdótttur og aðstoðarfólks hennar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Þátttakan var glæsileg, Reykhólar skörtuðu sínu fínasta í sól og yndislegu veðri, stoltir íbúar tóku á móti gestum og áttu með þeim glaða daga.“

...
Meira

Greint var frá heimsókn í Sjávarsmiðjuna á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við Svanhildi Sigurðardóttur og þaraböðin skoðuð auk þess sem litast var um við útsýnisskífuna á Hellishólunum.

...
Meira

Hátíðin árvissa í Ólafsdal við Gilsfjörð verður haldin fimmta árið í röð á sunnudaginn eftir viku (12. ágúst). Undanfari hátíðarinnar er gönguferð upp í skálina í Ólafsdal um morguninn en dagskráin hefst kl. 13. Flutt verða ávörp og erindi og gamanmál, hljómsveitin Moses Hightower leikur og síðan kemur Leikhópurinn Lotta og sýnir Stígvélaða köttinn. Sýningar verða í skólahúsinu allan daginn og á markaði hátíðarinnar má kaupa Ólafsdalsgrænmeti, handverk, osta, Erpsstaðaís, krækling og ber og margt fleira.

...
Meira

Enn á ný er Árni Geirsson á ferð (og flugi) um Reykhólahrepp. Fyrir skömmu setti hann á myndavefinn frábærar Flateyjarmyndir en núna sveif hann yfir Árbæ og Stað og Staðarhöfn á Reykjanesi. Myndirnar þaðan eru komnar á vefinn - sjá Ljósmyndir / Ýmis myndasöfn / Árni Geirsson í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira
Klettur fremst, Tindar í Geiradal fjær. Ljósm. Árni Geirsson.
Klettur fremst, Tindar í Geiradal fjær. Ljósm. Árni Geirsson.

Eins og hér kom fram var fyrir skömmu sett upp veðurstöð í Flatey á Breiðafirði. Sams konar veðurstöð hefur verið á Kletti í Geiradal í Reykhólahreppi í nokkur ár og hefur nú verið settur tengill á mælingar frá henni hér á vefinn. Hún er hugsuð fyrst og fremst til gamans fyrir húsráðendur á Kletti en öðrum er velkomið að nýta sér upplýsingarnar.

...
Meira
3. ágúst 2012

Þetta vindur upp á sig

1 af 4

„Sumarið hefur verið mjög gott,“ segir Steinar Pálmason, sem rekur gistiheimilið Álftaland á Reykhólum. „Í júlímánuði vorum við með fullt inni nánast alla daga og á Reykhóladögunum um síðustu helgi voru hátt í tvö hundruð manns hjá okkur í gistingu, bæði í húsinu og á tjaldsvæðinu.“ Steinar segir að velgengni Reykhóladaga síðustu árin hafi leitt til þess að stöðugt fleira fólk komi á svæðið og nýti sér gistingu og þjónustu hjá honum og öðrum. „Þetta vindur upp á sig og sumir koma aftur og aftur og taka einhverja nýja með sér.“

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi.
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi.

Næsti súpufundur í Reykhólahreppi verður annað þriðjudagskvöld í mánuðinum (14. ágúst) en ekki það fyrsta eins og venja hefur verið. Á ágústfundinum sem verður í matsal Reykhólaskóla ætlar Harpa Eiríksdóttir frá Stað að segja frá því sem hún hefur verið að fást við í Reykhólahreppi í starfsnámi sínu frá Oxford Brookes á Englandi. Harpa fer enn á ný til Oxford í haust og verður þar þriðja og næstsíðasta veturinn í námi sínu í ferðamálafræðum.

...
Meira
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.

Í sumar hefur verslunin Hólakaup á Reykhólum verið opin alla daga fram til klukkan tíu á kvöldin. Hér skal því komið á framfæri, að ekkert breyttist í því efni núna um mánaðamótin. Búðin verður opin um verslunarmannahelgina og líka á mánudag kl. 10-22 eins og verið hefur.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31