Tenglar

Frá og með morgundeginum, 13. ágúst, verður verslunin Hólakaup á Reykhólum opin sex daga í viku kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 13-17. Í sumar hefur verið opið alla daga til kl. 22 á kvöldin. Næst verður búðin lokuð á jóladag.

...
Meira
Spaðarnir í góðum gír í Samkomuhúsinu í Flatey einhvern tímann á liðnum árum.
Spaðarnir í góðum gír í Samkomuhúsinu í Flatey einhvern tímann á liðnum árum.

Hljómsveitin Spaðar spilar í Flatey á Breiðafirði annað kvöld, laugardagskvöld, og eitthvað fram eftir nóttu. Núna í vetur eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þessarar sérstæðu hljómsveitar, sem hefur ekki verið þekkt fyrir að spila hvar sem er eða hvenær sem er. Spaðarnir urðu til þegar nokkrir ungir menn sem höfðu verið að leika sér á hljóðfæri hver í sínu horni eða saman í minni hópum áttuðu sig á því að það væri ekkert sniðugt að vera hver í sínu horni - „því að hæfileikar og hugmyndaauðgi allra gætu leitt einhvers ennþá meira og stórkostlegra“.

...
Meira
Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.
Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.

„Sumarið hjá okkur hefur verið mjög mjög gott, væntanlega það besta frá upphafi,“ segir Sara Sesselja Friðriksdóttir á Hótel Flatey. Þar hafa verið margvíslegir viðburðir í allt sumar og ekki bregður út af því á Flateyjardögum núna um helgina þegar hljómsveitin Spaðar kemur og spilar þar eins og oft áður. Aðalsmerki matseðilsins á Hótel Flatey verður líka það sama og venjulega: „Við reynum alltaf að vera með mat búinn til úr hráefnum Breiðafjarðar,“ segir Sara Sesselja, en sjálf er hún af rammbreiðfirskum ættum.

...
Meira
Leikhópurinn Lotta kom fram á hátíðinni í fyrra og gerir það aftur nú.
Leikhópurinn Lotta kom fram á hátíðinni í fyrra og gerir það aftur nú.
1 af 3

Minnt skal á Ólafsdalshátíðina á sunnudag, sem núna er haldin fimmta árið í röð eins og hér hefur komið fram. Margháttuð dagskrá fyrir unga sem aldna hefst strax eftir hádegi og stendur allan daginn. Frítt er inn á hátíðina og sýningarnar sem þar verða. Kostnaðinum er mætt með því að selja Ólafsdalsgrænmeti og efna til happdrættis með mörgum góðum vinningum.

...
Meira
Flateyjarkirkja. Ljósm. Árni Geirsson.
Flateyjarkirkja. Ljósm. Árni Geirsson.

Björn Samúelsson á Reykhólum (Eyjasigling) fer margar ferðir frá Staðarhöfn á Reykjanesi út í Flatey á laugardag í tilefni Flateyjardaga - og auðvitað aftur upp á fastalandið! Meðal fyrstu farþeganna út verða sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur, Viðar Guðmundsson organisti og harmonikuleikari og fólk í kirkjukórnum. Messan í Flateyjarkirkju undir hinum einstæðu myndskreytingum Baltasars listmálara hefst kl. 14.

...
Meira
Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
1 af 3

„Nú berast fréttir víða af landinu af gríðarlegum fjölda refa og áhyggjur af þessum vanda fara vaxandi. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna vel vandann sem við er að etja en á annarri myndinni má sjá illa dýrbitna sauðkind í Borgarfirði og á hinni má sjá ref sem er að bera 22 fuglsunga í greni. Sá losaragangur sem viðgengist hefur á stjórnun refaveiða undanfarna áratugi hefur ásamt friðun ákveðinna landsvæða leitt af sér óhóflega stækkun refastofnsins.“

...
Meira

Kristján Kristjánsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir ekki hægt að segja til um hvort stofnunin treysti sér til að bæta B-leiðinni inn í matsáætlun vegna umhverfismats við leiðarval fyrir nýjan Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Eins og hér kom fram hefur sveitarstjórn Reykhólahrepps lýst undrun sinni á því að leið B skuli ekki tekin með í drög að matsáætlun og jafnframt krafist þess að leið A1 verði tekin þar með.

...
Meira
7. ágúst 2012

Hittumst í kaupfélaginu!

Þóra Sigríður og Bjarney Ólafsdætur baka vöfflur/vöpplur í kaupfélaginu í Nesi.
Þóra Sigríður og Bjarney Ólafsdætur baka vöfflur/vöpplur í kaupfélaginu í Nesi.

Fólkið sem afgreiðir á markaði Handverksfélagsins Össu í gamla góða kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi (allt í senn handverks-, nytja- og bókamarkaður) hefur tekið eftir því hvað fólki finnst oft gaman að hitta þar sveitunga sína. Sú hugmynd kom upp að hafa þar einn dag í viku sérstaklega til að „hittast í kaupfélaginu“ og spjalla yfir kaffibolla. Núna verður hún að veruleika:

...
Meira
Girnileg Grundarepli.
Girnileg Grundarepli.

Byggðarhátíðin Reykhóladagar 2012 tókst með ágætum í alla staði. Gestir voru fleiri en nokkru sinni fyrr og veðrið lék við hvern sinn fingur þó að svolítið blési á laugardeginum. Verðlaun í fjölmörgum keppnisgreinum voru veitt á kvöldskemmtuninni í íþróttahúsinu. Hér í upphafi skal aðeins nefnt að fólkið á Grund fékk verðlaun fyrir glæsilegustu skreytingarnar. Upplýsingar um aðra sem verðlaun hlutu koma fram smátt og smátt í samantektinni hér að neðan, sem að langmestu er byggð á punktum frá Hörpu Eiríksdóttur ferðamálafulltrúa.

...
Meira
Carmen og Jannica aðstoðuðu krakka sem fóru á hestbak á Reykhóladögum.
Carmen og Jannica aðstoðuðu krakka sem fóru á hestbak á Reykhóladögum.
1 af 2

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS kynna spennandi verkefni erlendis fyrir ungt fólk um alla Evrópu í samstarfi við Ungmennaáætlun Evrópusambandsins. Þátttakendur fá mestan hluta ferðakostnaðar endurgreiddan, aldrei minna en 70%, auk þess sem þeim er séð fyrir fæði, húsnæði og skoðunarferðum meðan á verkefnunum stendur. Skemmtilegur hópur á vegum SEEDS var að störfum í Reykhólahreppi seinni hluta júlímánaðar og kvaddi með þátttöku í Reykhóladögum. Íslensk ungmenni eiga líka kost á því að komast í ævintýri af því tagi erlendis.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31