Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.
„Sumarið hjá okkur hefur verið mjög mjög gott, væntanlega það besta frá upphafi,“ segir Sara Sesselja Friðriksdóttir á Hótel Flatey. Þar hafa verið margvíslegir viðburðir í allt sumar og ekki bregður út af því á Flateyjardögum núna um helgina þegar hljómsveitin Spaðar kemur og spilar þar eins og oft áður. Aðalsmerki matseðilsins á Hótel Flatey verður líka það sama og venjulega: „Við reynum alltaf að vera með mat búinn til úr hráefnum Breiðafjarðar,“ segir Sara Sesselja, en sjálf er hún af rammbreiðfirskum ættum.
...
Meira