Tenglar

Gamlar dráttarvélar og misgamalt fólk við veginn niður að Reykhólaþorpi.
Gamlar dráttarvélar og misgamalt fólk við veginn niður að Reykhólaþorpi.

Reykhóladögum 2012 lauk í dag. Hátíðin stóð frá fimmtudegi og fram á sunnudag og sumarblíðan lék sannarlega við heimafólk og gesti, sem voru miklu fleiri en áður hefur sést á Reykhóladögum. Keppt var í mörgum gerólíkum greinum og koma helstu úrslit hér inn á vefinn á morgun ásamt fjölda ljósmynda frá fólki sem myndir tók. Þeir sem eiga skemmtilegar myndir frá hátíðinni eru hvattir til að senda þær til birtingar í netfangið vefstjori@reykholar.is. Óvíst er að höfundar myndanna verði taldir upp þegar þær verða settar í eina möppu í myndasyrpunum hér á vefnum.

...
Meira

Út er komin sérstök afmælisútgáfa af Símaskrá Flateyjar í tilefni tíu ára útgáfu hennar. Símaskráin er í reynd skrá yfir meira en 600 Flateyinga, Inneyinga, Velunnara Flateyjar og aðra er tengjast húsum í Flatey, Hvallátrum, Skáleyjum, Svefneyjum og Sviðnum. Hún hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er með réttu orðin yfirgripsmikil uppflettibók um Flatey, Flateyinga og málefni Flateyinga. Stöðugt hefur nýtt efni bæst í skrána, sem gerir hana bæði læsilegri og betra uppflettirit og heimildarit sem leitað er í aftur og aftur til fróðleiks og aðstoðar. Segja má í reynd að símaskráin standi undir því nafni sem sumir hafa gefið henni: Flateyjarbók hin nýja.

...
Meira
Heimagert kort um súpustaði og fleira á Reykhólum sem hægt er að fá á Upplýsingamiðstöðinni og í Hólakaupum.
Heimagert kort um súpustaði og fleira á Reykhólum sem hægt er að fá á Upplýsingamiðstöðinni og í Hólakaupum.

Meðal viðburða á Reykhóladögunum eru hádegisheimboð í súpu milli kl. 11.30 og 13 á morgun (föstudag) og á laugardag. Súpubjóðendur á morgun eru Ásta Sjöfn á Grund, Báta- og hlunnindasýningin, Hrefna Jónsdóttir á Hellisbraut 24 og SjávarSmiðjan. Á laugardaginn eru það Báta- og hlunnindasýningin, Björk og Elísabet á Hellisbraut 48, Einar og Hafdís á Reykjabraut 13, Halla Valda á Hellisbraut 52, Herdís Erna á Reykjabraut 1, SjávarSmiðjan og Steinar í Álftalandi.

...
Meira

Fremur lítið verður til reiðu af borðum og stólum þegar grillvagn Landssamtaka sauðfjárbænda kemur og býður í létta máltíð (heilsteiktir lambaskrokkar og fleira) í Hvanngarðabrekku (Kvennó) á Reykhólum kl. 18 annað kvöld, föstudag. Fólk er þess vegna hvatt til að hafa með sér stóla og jafnvel borð líka nema frekar sé kosið að sitja bara í grasinu. Líka er gott að hafa með sér hnífapör.

...
Meira

Vegna Reykhóladaganna verður Grettislaug á Reykhólum ekki opin nema til kl. 19 á föstudagskvöld og laugardagskvöld.

...
Meira

Reykhóladagar hefjast í dag, fimmtudag, með þremur kvikmyndasýningum fyrir börn og eldri á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum kl. 16, 18 og 21. Dagskráin byrjar síðan kl. 10 í fyrramálið með hestaheimsókn og almenningshlaupi og boðið verður í súpu á ýmsum stöðum í hádeginu (listi yfir þá staði kemur hér inn í kvöld). Af öðrum viðburðum föstudagsins má nefna kassabílakeppni, hæfileikakeppni, grillvagn og spurningakeppni.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð næstu viku. Bankinn verður þar samt á sínum stað á miðvikudaginn. Skrifstofan verður síðan opin eins og venjulega þriðjudaginn 7. ágúst.

...
Meira
1 af 4

SjávarSmiðjan sem opnuð var á Reykhólum í fyrra hefur fleira að bjóða en þaraböð - þar er líka bæði kaffistofa og verslun með sjávartengdar heilsuvörur. Samt eru böðin það sem allt snýst um þarna undir gamla bæjarhólnum á Reykhólum með útsýni suður yfir hinn þörungaríka Breiðafjörð. Og SjávarSmiðjan tekur virkan þátt í Reykhóladögunum sem nú fara í hönd - öllum er boðið að koma þar í súpu endurgjaldslaust milli kl. 11.30 og 13 bæði á föstudag og laugardag. Ekki verður gefið upp fyrr en þar að kemur hvernig súpa það verður, nema hvað hún verður ljúffeng og væntanlega með ívafi úr sjónum.

...
Meira
Þarna er bóndinn og hluti af ættarmótsnefndinni. Frá vinstri: Rósa Hugosdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir, Hulda Ösp Atladóttir og Gústaf Jökull Ólafsson.
Þarna er bóndinn og hluti af ættarmótsnefndinni. Frá vinstri: Rósa Hugosdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir, Hulda Ösp Atladóttir og Gústaf Jökull Ólafsson.
1 af 10

Eitt af a.m.k. þremur ættarmótum í Reykhólasveit um síðustu helgi var haldið á Miðjanesi þar sem saman komu afkomendur Júlíusar Ólafssonar bónda þar og kennara (1863-1941). Samkomuhúsið á Miðjanesi var hlaðan þar sem búið var að rútta öllu til og mála. Þar var snæddur kvöldverður á laugardagskvöld og voru höfð til verðarins læri grilluð í holu. Milli sjötíu og áttatíu manns munu hafa verið á mótinu.

...
Meira
Beggi og Magga.
Beggi og Magga.
1 af 2

Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum við Gilsfjörð (Magga á Gróustöðum) varð fimmtug á fimmtudag, 19. júlí, og bættist þar með í hóp margra í héraðinu sem þeim áfanga ná á þessu ári. Þegar hún seint og um síðir var beðin um myndir úr afmælinu var svarið á þessa leið: „Það voru ekki teknar margar myndir á mína myndavél, venjulega er ég að taka myndinar en þarna var ég upptekin við að spjalla við gestina. Þetta var bara vöfflukaffi og mikið af gestunum kom við á leið af ættarmóti sem var haldið í Tjarnarlundi á helginni - það var móðurætt Begga.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31