Tenglar

Helgistund verður í Barmahlíð á Reykhólum kl. 12.30 á morgun, sunnudag, og messa í Reykhólakirkju kl. 14. Eftir messuna verður Vinafélag Barmahlíðar með kaffi- og vöfflusölu í Barmahlíð. Sunnudagaskóli verður í kirkjunni kl. 11 fyrir hádegi þar sem börnin koma í náttfötum og með bangsann sinn eða dúkkuna. Guðsþjónusta verður í Staðarhólskirkju kl. 16 og kaffi í Tjarnarlundi á eftir.

...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós sem skipaður er konum á Hólmavík og Drangsnesi og í nærsveitum heldur tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík á morgun, laugardaginn 22. október, og hefjast þeir kl. 14. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Miðaverðið er 2.000 krónur og posi verður á staðnum.

...
Meira
20. október 2011

Rjúpurnar í Árbæ

1 af 4

Þessi fallega rjúpa setti sig niður á eldhúsgluggasyllunni í Árbæ einn daginn í hádeginu og sat þar góða stund. Því var líkast að hana langaði í blómið rauða fyrir innan gluggann. „Hér í Árbæ eru yfir 30 rjúpur búnar að vera að vappa á hlaðinu í allt haust. Nú fer veiðitímabilið því miður að hefjast. Vonandi verða þær rólegar hér áfram en enda ekki sem jólamatur hjá einhverjum“, segir Ása Stefánsdóttir í Árbæ, sem tók myndirnar bæði inni í eldhúsi og af rjúpnahópnum fyrir utan.

...
Meira

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps og sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa samþykkt reglur um félagslega heimaþjónustu og liðveislu. Samþykkt var tekjutengt gjald fyrir félagslega heimaþjónustu eins og hjá öðrum sveitarfélögum landsins. Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðum sveitarfélaganna ásamt umsóknareyðublöðum en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofum sveitarfélaganna. Umsóknir berist til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Sjá dálkinn Umsóknir og reglur hér neðst á síðunni.

...
Meira
Kennimerki félagsþjónustunnar.
Kennimerki félagsþjónustunnar.
1 af 2

Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki (lógó) Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og voru allmargar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar, segir í tilkynningu. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps (FSR) eru í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar tákna þau fjögur sveitarfélög sem mynda félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.

...
Meira
Opið hús yngri deildar Reykhólaskóla.
Opið hús yngri deildar Reykhólaskóla.
1 af 7

Fyrir helgina stóð Rebekka Eiríksdóttir á Stað fyrir Opnu húsi í Reykhólaskóla fyrir yngri deildina þar og fékk Hörpu systur sér til aðstoðar. Mætingin var frábær og allir skemmtu sér konunglega. Farið var í leiki, haldið diskótek, spilað, farið í skotbolta og horft á myndbönd. Þetta gerðist allt á aðeins tveimur tímum enda eru þessir ungu krakkar með meira en nóg af orku.

...
Meira
Ráðherra og hans menn í Bjarkalundi þegar opni fundurinn var haldinn.
Ráðherra og hans menn í Bjarkalundi þegar opni fundurinn var haldinn.

Vegagerðin er að útbúa tillögur um næstu skref í undirbúningi framkvæmda á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit þar sem leiðarval hefur verið mjög umdeilt. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri reiknar með að kynna tillögurnar fyrir Ögmundi Jónassyni og ráðuneyti hans á næstunni. „Við erum að skoða alla kosti til að reyna að hreyfa við málinu,“ segir Hreinn í samtali við Morgunblaðið í dag.

...
Meira
Reykhólaskóli. Mynd Árni Geirsson.
Reykhólaskóli. Mynd Árni Geirsson.

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi verður með fund í matsal Reykhólaskóla þriðjudaginn 25. október kl. 20. Þannig hefur áður auglýstum fundi sem átti að vera annað kvöld, þriðjudag, verið frestað um viku.

...
Meira

Veður hefur verið snarvitlaust um norðvestanvert landið í gær og dag, veðurútlit er ótryggt svo og samgöngur um heiðavegi. Nú hefur verið ákveðið að fresta sundmóti UDN og Strandamanna sem vera átti á Reykhólum annað kvöld um óákveðinn tíma og jafnvel fram á vor.

...
Meira
Ingvar Samúelsson og Árni Sigurpálsson eru þaulreyndir í eldhúsinu í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Ingvar Samúelsson og Árni Sigurpálsson eru þaulreyndir í eldhúsinu í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.

Hið hefðbundna og vinsæla jóla- og villibráðarhlaðborð Hótels Bjarkalundar verður að þessu sinni laugardagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember. Nú þegar er byrjað að taka við pöntunum og fólk hvatt til að panta sem allra fyrst. Að venju verður fleira í boði en sjálfar veitingarnar. Endanlegur matseðill verður tilbúinn á næstu dögum en meðal þess sem á borðum verður er villigæsabringa, skarfur, hreindýrabollur, lundi, hamborgarhryggur, blandaðir sjávarréttir, hrefnukjöt, purusteik, lambasíða, hreindýrakæfa, lambalæri, síldarréttir, hangikjöt og svartfugl svo eitthvað sé nefnt, fyrir nú utan allt meðlætið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31