Tenglar

Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.

Sundmót UDN*) og Strandamanna verður haldið í Grettislaug á Reykhólum á þriðjudagskvöld og hefst kl. 17. Keppt verður í mörgum aldursflokkum og mörgum greinum. Allir eru velkomnir að fylgjast með keppninni. Skráning er hjá Herdísi í síma 690 3825 og netpósti. Umf. Afturelding verður með pylsur og Svala til sölu. Keppt verður í þessum aldursflokkum og greinum:

...
Meira

Foreldri á Reykhólum bað vefinn að birta eftirfarandi ábendingu: „Mér gjörsamlega blöskrar hvað fólk keyrir hratt Hellisbrautina. Hérna eru börn á leið í og úr skóla á ýmsum tímum dags. Mér líður alveg skelfilega þegar ég hugsa um þær afleiðingar sem þetta getur haft. Núna er skammdegið líka að hellast yfir og þess vegna langar mig að minna á endurskinsmerkin.“

...
Meira
Eyrún Ingibjörg, Andrea, Ögmundur og Ásthildur á fundinum í gær. Ljósm. mbl.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson.
Eyrún Ingibjörg, Andrea, Ögmundur og Ásthildur á fundinum í gær. Ljósm. mbl.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson.
1 af 2

„Á síðustu árum og áratugum hefur mun minna fjármagni verið varið til vegagerðar á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. Það er staðreynd. Nú er svo komið að byggð á sunnanverðum Vestfjörðum er í hættu vegna lélegra og erfiðra samgangna og öryggi vegfarenda er stefnt í voða. Láglendisvegur um Gufudalssveit sem leggur af erfiða fjallvegi um Hjallaháls og Ódrjúgsháls hefur verið á áætlun Vegagerðarinnar í sjö ár. Vegna deilna um vegstæði er þessi sjálfsagða vegabót nú í uppnámi.“ Framanritað er hluti texta stórrar auglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, sem þær Andrea Björnsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, skrifa undir. Yfirskriftin er Láglendisveg strax! og ávarpsorðin Háttvirtu þingmenn.

...
Meira
Einar Sveinn Ólafsson.
Einar Sveinn Ólafsson.

Til stóð að Einar Sveinn Ólafsson kæmi vestur til starfa sem framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. þann 10. október en þegar það reyndist vera mánudagur flýtti hann för sinni og kom fyrir helgi, trúr hinu fornkveðna að mánudagur sé til mæðu. „Þetta leggst vel í mig, bæði starfið og þá ekki síður staðurinn. Ég á nú ættir að rekja héðan úr grenndinni“, segir Einar Sveinn. „Afi minn bjó í Hvarfsdal inn af Búðardal á Skarðsströnd hér beint á móti áður en hann fluttist í Sælingsdal. Nú hlakka ég bara til að fá konuna mína vestur í desember.“

...
Meira
Brynjólfur Smárason plægir með gröfu sinni en traktor rekur strenginn.
Brynjólfur Smárason plægir með gröfu sinni en traktor rekur strenginn.
1 af 3

Orkubú Vestfjarða (OV) er í þann veginn að ljúka lagningu 11 kv jarðstrengs frá Höllustöðum rétt utan við Reykhóla og út að Stað og Árbæ yst á Reykjanesi, samtals um 7,3 kílómetra. Auk þess að plægja strenginn niður fólst verkið í uppsetningu fjögurra spennistöðva og lagningu nýrra heimtauga frá þeim. Þar með eiga nú allir bæirnir út Reykjanesið kost á þriggja fasa rafmagni. Með þessu ætti jafnframt raforkuöryggið að aukast til mikilla muna, segir Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri OV á Hólmavík. Gamla loftlínan var orðin nokkuð lúin og verður síðan fjarlægð.

...
Meira
Aðal- og varastjórn LBL. Guðjón og Þórarinn eru yst til vinstri en Ómar næstyst til hægri.
Aðal- og varastjórn LBL. Guðjón og Þórarinn eru yst til vinstri en Ómar næstyst til hægri.

Ómar Ragnarsson var kjörinn talsmaður samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) á aðalfundi þeirra á laugardag. Hér er um að ræða nýtt embætti í aðalstjórn LBL. Nýr formaður er Eðvald Jóhannsson á Egilsstöðum og tekur hann við af Guðjóni D. Gunnarssyni á Reykhólum, sem á sæti í varastjórn næsta árið. Stjórnarkjör fer fram á hverju ári og hefur Guðjón ýmist verið í aðalstjórn eða varastjórn LBL síðustu sjö-átta árin. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi í Reykhólasveit var kjörinn meðstjórnandi.

...
Meira

Fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem að öllu venjulegu hefði átt að vera núna á fimmtudaginn, 13. október, hefur verið frestað um viku eða til 20. október. Ástæða þess er að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík á fimmtudag og föstudag.

...
Meira
Gestir á uppskeruhátíðinni munu m.a. skoða víkingaskipið Véstein á Þingeyri.
Gestir á uppskeruhátíðinni munu m.a. skoða víkingaskipið Véstein á Þingeyri.

Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, hvetur fólk eindregið til að senda inn tilnefningar til hvatningarverðlauna í vestfirskri ferðaþjónustu. Allra síðustu forvöð eru að gera þetta því að „uppskeruhátíð“ vestfirskra ferðaþjóna verður í Dýrafirði á laugardag. Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða fyrirtæki í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið er að skarað hafi fram úr á árinu 2011 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu. „Einnig hvet ég fólk í ferðaþjónustunni í sveit að skella sér á hátíðina þar sem flestir úr fjórðungum mæta og eiga góðan dag. Gott er að hitta fólk sem er að gera hið sama og við erum að gera hér, byggja upp ný sambönd og efla þau sem fyrir eru“, segir Harpa.

...
Meira
Svipmynd úr ársskýrslu OV.
Svipmynd úr ársskýrslu OV.

Komið gæti til skömmtunar á rafmagni í Reykhólahreppi á tímabilinu frá kl. 9 til 18 á morgun, miðvikudag. Í dag keyrir Orkubú Vestfjarða (OV) dísilvélar  á Hólmavík og Reykhólum vegna vinnu Landsnets á kerfinu, að sögn Þorsteins Sigfússonar á Hólmavík, svæðisstjóra OV. Ekki á samt að þurfa að skammta rafmagn í dag en á morgun verður aðveitustöðin í Geiradal straumlaus og þá er ekki hægt að keyra vélarnar saman þannig að til skömmtunar þyrfti að grípa. Þorsteinn biður því notendur að fara sparlega með rafmagnið meðan á þessu viðhaldi stendur.

...
Meira
Ágústa Ýr hlaðin viðurkenningunum sem hún fékk.
Ágústa Ýr hlaðin viðurkenningunum sem hún fékk.

Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveitinni gömlu í Reykhólahreppi er núna á Indlandi í byrjun bakpokaferðar sem á að standa næsta hálfa árið. Með sanni má segja að hún verðskuldi svolítið frí og jafnvel rúmlega það eftir unnin námsafrek og einstakan dugnað. Fyrir tveimur vikum fékk hún sveinsréttindi í rafiðnum og var hlaðin verðlaunum við brautskráninguna, bæði í verklegum og bóklegum greinum. Strax eftir það lagði hún upp í ævintýraferðina um heiminn ásamt vinkonu sinni. Ekki hefur hún verðlaunin sín meðferðis enda er takmarkað pláss í bakpokum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30