Eyrún Ingibjörg, Andrea, Ögmundur og Ásthildur á fundinum í gær. Ljósm. mbl.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson.
Klippa úr sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands (www.lmi.is).
„Á síðustu árum og áratugum hefur mun minna fjármagni verið varið til vegagerðar á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. Það er staðreynd. Nú er svo komið að byggð á sunnanverðum Vestfjörðum er í hættu vegna lélegra og erfiðra samgangna og öryggi vegfarenda er stefnt í voða. Láglendisvegur um Gufudalssveit sem leggur af erfiða fjallvegi um Hjallaháls og Ódrjúgsháls hefur verið á áætlun Vegagerðarinnar í sjö ár. Vegna deilna um vegstæði er þessi sjálfsagða vegabót nú í uppnámi.“ Framanritað er hluti texta stórrar auglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, sem þær Andrea Björnsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, skrifa undir. Yfirskriftin er Láglendisveg strax! og ávarpsorðin Háttvirtu þingmenn.
...
Meira