Tenglar

Sjá myndaskýringar í meginmáli.
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
1 af 14

Fyrsti fundur Reykhóladeildar Lions á þessu starfsári var haldinn í Bjarkalundi á föstudagskvöldið ásamt Lionsklúbbi Búðardals, en hefðbundið er að starfið byrji á haustin með sameiginlegum fundi vestan Gilsfjarðar. Félagsfólk í Lions skiptist á að gegna formennsku og öðrum stjórnarstörfum. Að þessu sinni tók Guðmundur Ólafsson á Grund við formennsku Reykhóladeildarinnar af Karli Kristjánssyni á Kambi og varð þar með formaður í annað sinn.

...
Meira
Myndir frá starfi Nikkólínu í 30 ár.
Myndir frá starfi Nikkólínu í 30 ár.
1 af 9

Harmonikufélagið Nikkólína verður 30 ára eftir rúma viku og verður haldið upp á það með afmælishátíð í Félagsheimilinu Árbliki í Dölum laugardagskvöldið 19. nóvember. Þar verður matarveisla og skemmtun og að sjálfsögðu harmonikuball á eftir og allir velkomnir. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem allra fyrst og helst í síðasta lagi núna á mánudaginn ef ætlunin er að vera með í þessu öllu en líka er hægt að koma bara á ballið.

...
Meira

Rjúpnaveiðitíminn þetta árið hófst í dag. Eins og áður er rjúpnaveiði stranglega bönnuð í lendum ýmissa jarða í Reykhólahreppi. Lista yfir þær má sjá með því að smella á auglýsinguna neðan við efstu frétt hér á síðunni (birtist handahófskennt til skiptis við aðrar auglýsingar). Fylgst verður með því eins og kostur er hvort brotið verður gegn banninu. Ef einhverjir eigendur eða umráðamenn vilja bæta jörðum í hreppnum á þennan lista geta þeir sent póst eða hringt í síma 892 2240.

...
Meira
Feðgarnir Magnús og Stefán á Seljanesi og Eyvi kaupmaður ásamt eldgömlum Massey-Ferguson sem er eins og nýr.
Feðgarnir Magnús og Stefán á Seljanesi og Eyvi kaupmaður ásamt eldgömlum Massey-Ferguson sem er eins og nýr.
1 af 3

Eftir þriggja tíma heimsókn að Seljanesi í Reykhólasveit í sumar fór Eyvi í Hólakaupum að hugsa um hvernig væri hægt að styrkja strákana á Seljanesi og Grund og launa þeim fyrir allt það óeigingjarna starf sem þeir inna af hendi. Söfnin af forntraktorum og fornbílum á þessum bæjum eru landsþekkt þó að ennþá fleiri mættu alveg vita af þeim. Að baki þessu liggur þrotlaus elja í fjölmörg ár. Allir eru velkomnir að skoða og aldrei tekin króna fyrir. Auk þess eru tækin gömlu og glæsilegu „fjölmenn“ á Reykhólum á stórhátíðum eins og þegar sextán forntraktorar óku í lest á Reykhóladögum í sumar. Og ekki hefði dráttarvélakeppnin verið haldin án Grundarbræðra og vélanna þeirra.

...
Meira

Ennþá vantar fáeina þátttakendur til þess að hægt verði að halda útskurðarnámskeið á Hólmavík um næstu helgi. Hægt er að skrá sig hjá Handverkshúsinu í síma 555 1212 til kl. 18 í dag og fram að hádegi á morgun, fimmtudag. Efnt er til þessa námskeiðs í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verður kennt á laugardag og sunnudag, sex tíma hvorn dag, ef af þessu verður.

...
Meira
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
1 af 2

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri f.h. sveitarstjórnar Reykhólahrepps hefur sent tveimur ráðherrum og ráðuneytum þeirra eftirfarandi bókun varðandi vegamál sem hreppsnefndin samþykkti á síðasta fundi sínum: „Hreppsnefnd Reykhólahrepps fer fram á að vinna verði hafin við gerð formats umhverfisáhrifa á svokallaðri leið A yfir Þorskafjörð.“ Ráðherrarnir sem um ræðir eru Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

...
Meira
Ljósm. Melrakkasetur.is.
Ljósm. Melrakkasetur.is.

Íslenski refastofninn hefur margfaldast á fáum áratugum. Refum hér á landi hefur fjölgað úr tæplega tvö þúsund á áttunda áratug síðustu aldar í átta til tíu þúsund, segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Melrakkaseturs í Súðavík. Hún segir að landsmenn verði að læra að lifa með tófunni. „Refurinn er eiginlega það náttúrlegasta sem til er hér á landi. Hann er afsprengi ísaldar og var hér löngu áður en menn komu til landsins. Öll dýr sem hingað hafa komið síðan hafa aðlagast lífi með ref í fleiri þúsund ár, nema kannski maðurinn,“ sagði Ester Rut í Morgunútvarpi Rásar 2.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað.
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað.

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps verður með viðtalstíma á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum á fimmtudag kl. 11-15. Þangað eru allir velkomnir til að ræða ferðamálin í héraðinu og allt sem þeim viðkemur, bæði til að fræðast og til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Fljótlega verður Harpa síðan með opinn fund þar sem farið verður yfir gang mála í sumar, tölur skoðaðar og verkefni sem áætlað er að vinna í vetur lauslega kynnt.

...
Meira
Frá fimleikanámskeiðinu á Reykhólum.
Frá fimleikanámskeiðinu á Reykhólum.
1 af 11

Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi fékk Gerðu Jónsdóttur til að vera með námskeið og æfingar í fimleikum í íþróttahúsinu á Reykhólum á föstudag, laugardag og sunnudag fyrir krakka allt frá fjögurra ára aldri og upp úr. Skipt var í tvo hópa eftir aldri og voru æfingarnar klukkutíma í senn fyrir hvorn hóp þessa þrjá daga. Börnin voru mjög ánægð þó svo að það hefðu alveg mátt vera fleiri strákar með.

...
Meira
Reykhólaskóli. Mynd Árni Geirsson.
Reykhólaskóli. Mynd Árni Geirsson.

Aðalfundur Foreldrafélags Reykhólaskóla verður haldinn í matsal skólans annað kvöld, mánudagskvöld, og hefst kl. 20. Stjórn félagsins hvetur alla foreldra til að koma á fundinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31