Starfsár Lions hafið með sameiginlegum fundi
Fyrsti fundur Reykhóladeildar Lions á þessu starfsári var haldinn í Bjarkalundi á föstudagskvöldið ásamt Lionsklúbbi Búðardals, en hefðbundið er að starfið byrji á haustin með sameiginlegum fundi vestan Gilsfjarðar. Félagsfólk í Lions skiptist á að gegna formennsku og öðrum stjórnarstörfum. Að þessu sinni tók Guðmundur Ólafsson á Grund við formennsku Reykhóladeildarinnar af Karli Kristjánssyni á Kambi og varð þar með formaður í annað sinn.
...Meira