Tenglar

Beðið hefur verið um birtingu á eftirfarandi: Við erum fimm manna fjölskylda að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum (eða í næsta nágrenni) sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við Elísabetu í síma 771 9796 eða sendið póst á netfangið novemberplus@visir.is.

...
Meira
Hópurinn í Reykhólakirkju.
Hópurinn í Reykhólakirkju.

Sunnudagaskólinn á Reykhólum byrjaði í gær og var vel sóttur sem fyrr. Sr. Elína Hrund kom með tölvuna og skjávarpa til að geta leyft krökkunum að fylgjast með myndum þegar saga dagsins var sögð, hafa undirspil þegar sungið var og einnig til að horfa á Hafdísi og Klemma. Þau eru skemmtilegir vinir sem kenna margt til fróðleiks og gamans. Allir krakkarnir teiknuðu höndina á sér með aðstoð frá foreldrum og frænkum. Myndirnar voru síðan klipptar út og settar upp á vegg frammi í andyri. Hildur Björnsdóttir mun aðstoða sr. Elínu í vetur og einnig Harpa Eiríksdóttir. Næst verður náttfataþema þar sem allir krakkar eiga að koma í náttfötum og bangsar mega alveg koma líka.

...
Meira
Grettislaug og svæðið fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug og svæðið fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Ljósm. Árni Geirsson.
1 af 2

Umf. Afturelding í Reykhólahreppi hvetur alla hreppsbúa til að huga að heilsunni og hreyfa sig reglulega. Í vetur stendur félagið sem fyrr að margvíslegum íþróttaæfingum sem henta fólki á öllum aldri og jafnt körlum sem konum. Hér fyrir neðan er skrá um það helsta sem er í boði í þeim efnum.

...
Meira
Hreindýrskálfur í Kálfanesborgum. Ljósm. strandir.is.
Hreindýrskálfur í Kálfanesborgum. Ljósm. strandir.is.

Skotveiðifélag Íslands efnir til fundar á Café Riis á Hólmavík kl. 14 á morgun, laugardag. Fundarefnið er „Hreindýr á Vestfirði“ en hópur stuðningsmanna þess málefnis hefur verið áberandi síðustu misseri. Frummælendur eru Davíð Ingason og Sigmar B. Hauksson. Þar verður fjallað um lífsskilyrði hreindýra, hættu á smitsjúkdómum og jafnframt um fjárhagslegan ávinning. Fundurinn er öllum opinn og í lok hans verða almennar umræður.

...
Meira
Regína Sigurðardóttir.
Regína Sigurðardóttir.

Samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) munu heiðra Ómar Ragnarsson „fyrir ómetanlegt frumkvöðulsstarf hans að náttúruverndarmálum í áratugi“. Það verður gert á morgun á aðalfundi LBL að Ketilási í Fljótum. Formaður samtakanna er Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum. Að aðalfundinum sjálfum loknum verður almenn umræða um opinbera þjónustu á landsbyggðinni.

...
Meira
Frá markaðinum um daginn.
Frá markaðinum um daginn.

Fyrir ekki löngu var Nanna Sif Gísladóttir á Stóra-Múla í Saurbæ með fatamarkað í Tjarnarlundi í Saurbæ. Núna endurtekur hún leikinn, eins og hún segir, með enn meira vöruúrvali. Hún opnaði í Tjarnarlundi um hádegið í dag og verður með opið föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-22.

...
Meira
Úr lauginni í Djúpadal í Gufudalssveit í Reykhólahreppi.
Úr lauginni í Djúpadal í Gufudalssveit í Reykhólahreppi.

Vatnavinir Vestfjarða, sem eru samstarfshópur í heilsutengdri ferðaþjónustu, hlutu hvatningarverðlaun ráðherra ferðamála í ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, sem jafnframt hefur ferðamál á sinni könnu, afhenti verðlaunin á Ferðamálaþingi á Ísafirði í dag. Vatnavinir eru ímyndarverkefni á landsvísu en byrjaði á Vestfjörðum fyrir þremur árum. Á vefsíðu Vatnavina Vestfjarða er fjallað (á ensku) um ellefu laugar og böð af ýmsu tagi, þar á meðal Djúpadalslaug og þaraböðin á Reykhólum.

...
Meira
Myndina af „hliði Vestfjarðakjálkans“ tók Árni Geirsson að vetri til.
Myndina af „hliði Vestfjarðakjálkans“ tók Árni Geirsson að vetri til.

Átján þingmenn hafa flutt þingsályktunartillögu um nýsköpunarátak til að stórefla heilsárs ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að hlutast hið fyrsta til um að hafið verði nýsköpunarátak í ferðaþjónustu úti á landi í þeim þríþætta tilgangi að fjölga erlendum ferðamönnum utan háannatíma, bæta við áfangastöðum á landinu svo að álag á ferðamannastaði dreifist betur og nýta betur og efla öll þau fjölmörgu samgöngu- og menningarmannvirki sem ríki og sveitarfélög hafa fjárfest í.“

...
Meira
Hallgrímur á Skálanesi á skjánum.
Hallgrímur á Skálanesi á skjánum.

Á fréttaferð sinni um sunnanverðan Vestfjarðakjálkann kom Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 meðal annars við á Skálanesi. Hann kynnti sér gerð nýja vegarins þar og ræddi við feðgana Hallgrím Jónsson og Svein Hallgrímsson. Gamli vegurinn liggur um hlaðið á Skálanesi en sá nýi er skammt fyrir ofan. Verklok tefjast vegna fjárhagsvandræða verktakans. Jafnframt er í þessari frétt Stöðvar 2 rifjað upp atriði í kvikmyndinni Börnum náttúrunnar sem tekið var upp á Skálanesi.

...
Meira

Í dag, fimmtudag, er síðasti dagurinn til að sækja um styrki hjá Menningarráði Vestfjarða vegna seinni úthlutunar 2011. Skilafrestur umsókna rennur út á miðnætti. Úthlutun fer fram í næsta mánuði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30