Tenglar

Í ljósum upphlut við dökkleitt pils.
Í ljósum upphlut við dökkleitt pils.

Fyrsti gráminn í fjöllum á þessu hausti, séð frá Reykhólum, blasti við í morgun. Slydduslummur dundu á rúðum en urðu skammlífar og runnu rétt eins og tár á vöngum. Reykjanesfjallið var grátt og rúmlega það niður í miðjar hlíðar. Hitinn á láglendi fór í tæp tvö stig milli klukkan fimm og átta í morgun en hitastigið lækkar að jafnaði um eina gráðu fyrir hverja hundrað metra hækkun. Stíf norðaustanátt með rigningu hefur verið í dag og síðdegis er gráminn horfinn. Í bili. Grundaráin og Heyáin og aðrar ár sem nærast af fjallinu eru hvítfyssandi og glaðar.

...
Meira
Barmahlíð. Ljósm. Árni Geirsson.
Barmahlíð. Ljósm. Árni Geirsson.

Fjárveiting til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum hækkar um 15 milljónir króna vegna áframhaldandi reksturs tveggja hjúkrunarrýma sem heimilaður var í áætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu byggðar og atvinnu á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Á fundi sínum á Ísafirði í vor tilkynnti ríkisstjórnin að starfsemi Barmahlíðar yrði varin og dvalarrýmum ekki fækkað eins og áður hafði verið ákveðið.

...
Meira

Handboltaþruman Logi Geirsson heldur fyrirlestur í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld, undir yfirskriftinni Það fæðist enginn atvinnumaður. Tilefni heimsóknar Loga er hinn árlegi Forvarnadagur sem er í dag. Það eru tómstundafulltrúi Strandabyggðar og Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík í samvinnu við Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, HSS, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Grunnskólann á Hólmavík sem fengu Loga til að koma. Fyrirlesturinn er öllum opinn og tekið fram að fólk í Reykhólahreppi sé sérstaklega boðið velkomið.

...
Meira
Andrea Björnsdóttir oddviti í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson á Stöð 2.
Andrea Björnsdóttir oddviti í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson á Stöð 2.

Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrir áramót vegarlagningu með þverun Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar, að langmestu leyti í Múlasveit í Reykhólahreppi en allra vestast innan lögsögu Vesturbyggðar (mörkin eru við Skiptá í austanverðum Kjálkafirði). Með þessari framkvæmd styttist Vestfjarðavegur 60 um átta kílómetra. Ítarlega hefur áður verið fjallað um þessa vegarlagningu hér á vefnum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður á Stöð 2 var á ferð um sunnanverða Vestfirði og ræddi m.a. við Andreu Björnsdóttur, oddvita Reykhólahrepps. Hún segir að þarna verði friðsælt og gaman fyrir ferðafólk að skoða þessa paradís.

...
Meira
1 af 4

Fjölbreytt afþreying verður í boði í Bjarkalundi kl. hálfníu annað kvöld, miðvikudagskvöld. Þar kynnir Þormóður Símonarson af Snæfellsnesi ævintýraferðabók sína og felst kynningin aðallega í myndasýningu, sögum og upplestri, jafnframt því sem hann spilar á gítar nokkur lög sem tengjast efninu. Bókin sem Þormóður kallar öðrum þræði þroskasögu ber titilinn Þúsund myndir ... milljón minningar og kom út í Snæfellsbæ í sumar.

...
Meira
Núverandi vegur um Ódrjúgsháls. Hjallaháls er handan Djúpafjarðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
Núverandi vegur um Ódrjúgsháls. Hjallaháls er handan Djúpafjarðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
1 af 2

Bæirnir í Gufudal í Gufufirði en þó sérstaklega Djúpidalur í Djúpafirði lenda utan alfaraleiðar ef vegurinn verður færður á þveranir yfir mynni fjarðanna. Samt yrði gerð ný heimreið að Djúpadal, 7,5 km að lengd, meðfram Djúpafirði að austanverðu. Ef farið yrði í þverun Þorskafjarðar frá Árbæ að Skálanesi myndi Djúpidalur þó fyrst verða mjög afskekktur. Umræðan um vegamálin brennur á fólkinu á þessum bæjum þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur, ferðaþjónusta og tamningar. Samgöngur skipta því miklu máli og þó ekki síður vegna skólagöngu barnanna.

...
Meira
Flora-Josephine (Josie).
Flora-Josephine (Josie).
1 af 2

Flora-Josephine Hagen Liste dýralæknir (jafnan kölluð Josie) hefur verið ráðin héraðsdýralæknir í Vesturumdæmi, sem nær yfir Vestfirði og svæðið allt suður í Hvalfjarðarbotn samkvæmt nýrri umdæmaskipan sem tekur gildi 1. nóvember (sjá kortið á mynd nr. 2). Héraðsdýralæknir mun eingöngu sinna eftirliti og má ekki sinna almennri dýralæknaþjónustu. Nokkur undanfarin ár hefur Josie verið héraðsdýralæknir í Dalaumdæmi (Dalabyggð og Reykhólahreppur) ásamt Hjalta Viðarssyni eiginmanni sínum. Þau eru búsett í Búðardal.

...
Meira
Grannbýlin Árbær og Staður, ystu bæirnir á Reykjanesi í Reykhólasveit.
Grannbýlin Árbær og Staður, ystu bæirnir á Reykjanesi í Reykhólasveit.

Þórður Jónsson í Árbæ segir að vegur yfir mynni Þorskafjarðar og yfir á Skálanes myndi skerða jörðina verulega til búskapar. Hún myndi klofna í tvennt og ræktunarland eyðileggjast. „Ég fer þó ekki að beita mér gegn því ef það yrði niðurstaðan“, segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag. Þetta á við ef vegurinn samkvæmt A-leið yrði lagður framhjá Reykhólum og út Reykjanesið. Ef vegurinn yrði hins vegar lagður við sunnanverðan Þorskafjörð myndi hann aðallega hafa áhrif á búskap á Hofsstöðum.

...
Meira
Úr Teigsskógi. Myndin tekin á veginum að Gröf. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
Úr Teigsskógi. Myndin tekin á veginum að Gröf. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.

Unnið er að því í umhverfisráðuneytinu að friðlýsa Teigsskóg við Þorskafjörð vestanverðan að beiðni landeigenda með stuðningi Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svæðið sem nefnt er Teigsskógur nær yfir þrjár eyðijarðir sem notaðar eru til sumardvalar. Austast er Gröf, þá kemur Teigsskógur og vestast er Hallsteinsnes. Hinn eiginlegi Teigsskógur er tiltölulega lítill hluti skógarins um miðbik svæðisins.

...
Meira
Vegurinn um Hjallaháls nær í 336 m hæð skv. fjallvegaskrá Vegagerðarinnar.
Vegurinn um Hjallaháls nær í 336 m hæð skv. fjallvegaskrá Vegagerðarinnar.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir niðurstöðu ráðherra samgöngumála um að velja leiðina um Ódrjúgsháls og Hjallaháls hafa valdið öllum Vestfirðingum miklum vonbrigðum, enda sé hún í engu samræmi við kröfur samtímans um láglendisvegi. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs. Þar tekur ráðið heils hugar undir samþykkt stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og hvetur ráðherra til að leita áfram nýrra lausna fyrir þennan samgöngukafla, sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans.

...
Meira

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30