Fölva sló á sumardagsins vanga
Fyrsti gráminn í fjöllum á þessu hausti, séð frá Reykhólum, blasti við í morgun. Slydduslummur dundu á rúðum en urðu skammlífar og runnu rétt eins og tár á vöngum. Reykjanesfjallið var grátt og rúmlega það niður í miðjar hlíðar. Hitinn á láglendi fór í tæp tvö stig milli klukkan fimm og átta í morgun en hitastigið lækkar að jafnaði um eina gráðu fyrir hverja hundrað metra hækkun. Stíf norðaustanátt með rigningu hefur verið í dag og síðdegis er gráminn horfinn. Í bili. Grundaráin og Heyáin og aðrar ár sem nærast af fjallinu eru hvítfyssandi og glaðar.
...Meira