Illviðri: Grettir forðaði sér en kvikmyndafólkið kátt
Leiðindaveður gekk yfir Reykhólasveit í nótt og morgun og endaði með því að Grettir, skip Þörungaverksmiðjunnar, varð að forða sér frá bryggju í Reykhólahöfn undir flæði þegar landfestar fóru að slitna og hélt síðan sjó úti á Breiðafirði. Hann liggur nú í vari við Akureyjar í góðu yfirlæti og gerir Örn Snævar Sveinsson skipstjóri ráð fyrir að koma til hafnar með kvöldinu. Grettir varð að liggja utan á vegna plássleysis inni í höfninni og var áhöfnin um borð í nótt, en níu skip og bátar voru í Reykhólahöfn. Vel fór á með þeim sem komust fyrir inni í höfninni, flest heimabátar, en auk þeirra lágu þar tvær stærri fleytur svo að ekki var pláss fyrir Gretti.
...Meira