Tenglar

Leiðindaveður gekk yfir Reykhólasveit í nótt og morgun og endaði með því að Grettir, skip Þörungaverksmiðjunnar, varð að forða sér frá bryggju í Reykhólahöfn undir flæði þegar landfestar fóru að slitna og hélt síðan sjó úti á Breiðafirði. Hann liggur nú í vari við Akureyjar í góðu yfirlæti og gerir Örn Snævar Sveinsson skipstjóri ráð fyrir að koma til hafnar með kvöldinu. Grettir varð að liggja utan á vegna plássleysis inni í höfninni og var áhöfnin um borð í nótt, en níu skip og bátar voru í Reykhólahöfn. Vel fór á með þeim sem komust fyrir inni í höfninni, flest heimabátar, en auk þeirra lágu þar tvær stærri fleytur svo að ekki var pláss fyrir Gretti.

...
Meira

Blakæfingar eru í íþróttahúsinu á Reykhólum öll miðvikudagskvöld í vetur, fjórða veturinn í röð, og hefjast kl. 20. Þangað eru allir velkomnir. Framan af var blakið á Reykhólum einokað af konum en karlar eru farnir að koma líka og fer fjölgandi. Jafnframt er vonast eftir ennþá fleiri konum í hópinn. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Herdísi Ernu Matthíasdóttur.

...
Meira
Þorgeir Már Samúelsson.
Þorgeir Már Samúelsson.

Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum annar ekki vaxandi eftirspurn eftir mjöli úr hrossaþara. Í sumar var þess vegna tekinn tími í þá framleiðslu sem annars er eingöngu á veturna. Nýja flutningaskipið Grettir reynist mjög vel þrátt fyrir hrakspár. Þangslátturinn framan af sumri gekk ekki eins og skyldi. Þetta kemur m.a. fram í spjalli við Þorgeir Má Samúelsson framleiðslustjóra verksmiðjunnar, sem jafnframt hefur annast daglega stjórn frá því að Atli Georg Árnason lét af starfi framkvæmdastjóra fyrir þremur og hálfum mánuði. Einar Sveinn Ólafsson sem ráðinn hefur verið í stað hans er væntanlegur til starfa núna snemma í október.

...
Meira
Frá íbúafundinum með ráðherra í Bjarkalundi fyrir skömmu.
Frá íbúafundinum með ráðherra í Bjarkalundi fyrir skömmu.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti í gær ályktun varðandi vegagerð um Gufudalssveit og hefur henni þegar verið komið á framfæri við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem fer með samgöngumál í ríkisstjórninni. Undir erindið sem sent var ráðherra ritar Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. Það hljóðar svo:

...
Meira
Áslaug Berta Guttormsdóttir ásamt dóttur sinni Sigurdísi Egilsdóttur.
Áslaug Berta Guttormsdóttir ásamt dóttur sinni Sigurdísi Egilsdóttur.

Áslaug B. Guttormsdóttir sérkennari á Reykhólum er meðal fyrirlesara á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem haldin er í dag. Áslaug er á lokastigi til meistaragráðu í sérkennslufræðum við skólann. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin undir heitinu Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun. Tilgangur Menntakviku er „að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna- og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.“ Í nóvember mun Áslaug síðan kenna ásamt leiðsögukennara sínum á námskeiði í Háskóla Íslands sem nefnist Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu? Efnið sem Áslaug fjallar þar um er Börn og unglingar í fóstri.

...
Meira
Haförn með bráð. Mynd fengin af vef Umhverfisstofnunar, höf. ekki getið.
Haförn með bráð. Mynd fengin af vef Umhverfisstofnunar, höf. ekki getið.

Kristinn Bergsveinsson, Kristinn frá Gufudal, sendi í dag erindi til umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar varðandi vegagerð í Gufudalssveit. Þar segir á einum stað: „Hafa líffræðingar enn ekki áttað sig á því, að engu máli skiptir fyrir viðkomu arnarstofnsins þótt vegur sé lagður nálægt hreiðurstæðum eða jafnvel yfir þau? Jú, þeir virðast vera farnir að átta sig á því, að minnsta kosti dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða.“ Jafnframt er tilfært mjög nýlegt dæmi þess, að örninn lætur sig vegagerð rétt við hreiður engu skipta. Hér skal þess einnig getið, að í dag barst Kristni svar við athugasemdum sem hann sendi Skipulagsstofnun fyrir fáum dögum. Hvort tveggja er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin.

...
Meira

„Raunhæfasti kosturinn í stöðunni væri eftir allt saman að fara sér hægt, fresta ákvörðunum og fullkanna frekari möguleika á leiðum A og B. Leið A lægi þá framhjá Reykhólum, sem enn gæti aukið möguleika á uppgangi þar í þjónustu við ferðamenn og mörgu fleiru og gæti því enn frekar styrkt stoðir undir blómlega byggð þar og fjölbreytni í atvinnulífi. Frá Reykhólum lægi svo leiðin út að Stað og Árbæ og þaðan yfir Þorskafjörð yfir í Skálanes“, segir Breiðfirðingurinn og Austur-Barðstrendingurinn Sigurbrandur Jakobsson í greininni Vegagerð í Gufudalssveit á undirsíðunni Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri.

...
Meira
Catherine Frot.
Catherine Frot.

Um sextíu manna lið leikara, tökufólks og annarra þeirra mörgu sem að kvikmyndatöku vinna kom í dag í Reykhólasveitina og verður næstu daga við tökur á atriðum í leikinni franskri kvikmynd í fullri lengd. Aðalhlutverk leikur Catherine Frot sem er mjög þekkt í Frakklandi og hefur m.a. leikið á móti Gérard Depardieu en er miklu minna þekkt utan sinna landsteina. Upptökurnar fara fram við höfnina á Stað á Reykjanesi og hvílir mikil leynd yfir því verki. Öryggisverðir sjá til þess að engir óviðkomandi komi nálægt tökusvæðinu og myndatökur eru bannaðar. Skip með pramma í eftirdragi kom í Reykhólahöfn í dag með leikmyndina sem notuð er.

...
Meira
Viðsjárvert getur verið að leggja sér heimabakaðar kleinur til munns.
Viðsjárvert getur verið að leggja sér heimabakaðar kleinur til munns.

„Við getum sagt að við höfum haldið að okkur höndum síðan þetta mál kom upp“, segir Guðlaug Elíasdóttir, formaður Sambands vestfirskra kvenna, í samtali við bb.is á Ísafirði. Þar á hún við það umtalaða mál þegar heilbrigðisfulltrúar hindruðu ekki alls fyrir löngu sölu á kökum sem bakaðar höfðu verið í heimahúsum og ætlunin var að selja í góðgerðaskyni. Slíkt hafði verið stór þáttur í fjáröflun kvenfélaga og fleiri félaga hérlendis í heila öld eða meira. Afrakstur af kökubösurum og kaffisölu kvenfélaganna rann óskiptur til heilbrigðis-, mannúðar-, menningar-, jafnréttis-, uppeldis- og fræðslumála.

...
Meira
Ráðherra á opna fundinum í Bjarkalundi í Reykhólasveit 19. september.
Ráðherra á opna fundinum í Bjarkalundi í Reykhólasveit 19. september.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) hvetur ráðherra samgöngumála að leita áfram nýrra lausna sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans. Stjórnin bendir á, að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs ráðherrans kalli á gerð nýs umhverfismats og/eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Stjórn FV skorar því á ráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30