Tenglar

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi verður með handverks-, nytja- og bókamarkað sinn opinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi núna um réttahelgina. Opið verður bæði laugardag og sunnudag kl. 14-18. Heitt á könnunni og nýbakaðar vöfflur.

...
Meira

Enn vantar nokkra til að fara af stað með þetta frábæra námskeið í Auðarskóla í Búðardal á þriðjudag, segir Svava Svavarsdóttir hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, og bætir við: Viltu læra að töfra fram fallega skreyttar kökur? Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðuatriðin í kökuskreytingum, þar sem unnið er með „gumpaste“ og sykurmassa. Þátttakendur fá að spreyta sig að útbúa „fígúrur“ ásamt því að skreyta bollakökur sem eru innifaldar í námskeiðsgjaldinu og má taka með heim. Farið verður yfir hvaða áhöld er gott að nota við skreytingar og sýnt hvernig hvert og eitt þeirra virkar.

...
Meira
Einar Sveinn Ólafsson.
Einar Sveinn Ólafsson.

Einar Sveinn Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum og kemur fljótlega til starfa. Atli Georg Árnason lét af störfum fyrir réttum þremur mánuðum og síðan hefur Þorgeir Samúelsson framleiðslustjóri séð um daglegan rekstur. Eftir viðræður við eigendur og stjórnarmenn verksmiðjunnar er Einar Sveinn bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins og getur alveg hugsað sér að stjórna því næstu þrettán árin, eins og fram kemur hér á eftir. Tæplega þrjátíu sóttu um starf framkvæmdastjóra og hefur úrvinnsla umsókna tekið langan tíma. „Ég hef alltaf verið ráðinn þegar ég hef sótt um starf“, segir Einar Sveinn í samtali við Reykhólavefinn.

...
Meira
Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

„Það er alveg ljóst að við verðum að virkja þingmenn Norðvesturkjördæmis og fá þá til liðs við okkur í því að breyta tillögu ráðherra“, segir Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), varðandi ákvörðun Ögmundar Jónassonar um Vestfjarðaveg í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Samráð sveitarfélaga á Vestfjörðum og FV er í nokkuð föstu formi og segir Sigurður að sambandið muni beita áhrifum sínum um framhald málsins og áformi að funda um málið eftir helgi. Þá munu fulltrúar FV sitja íbúafund sem Ögmundur hefur boðað með íbúum Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á þriðjudag.

...
Meira

Í tilefni af réttahelginni verður Grettislaug á Reykhólum opin lengur á morgun og laugardag en venjulega. Á morgun, föstudag, verður hún opin kl. 16-22 og á laugardag kl. 15-22. Lokað verður á sunnudag að venju.

...
Meira
Vestfjarðavegur 60 sumarið 2010.
Vestfjarðavegur 60 sumarið 2010.

„Sama dag og Ögmundur ráðherra samgöngumála sló okkur utan undir og veitti áframhaldandi byggð og uppbyggingu í Barðastrandarsýslum náðarhöggið, sem helst mætti líkja við hryðjuverk, þá klippti hann á borðann á nýrri brú yfir Hvítá suður í Hrunamannahreppi, þannig að nú geta sveitungar í Bláskógabyggð nýtt sér Ríkið á Flúðum og íbúar í Hrunamannahreppi geta farið í banka hinumegin við Hvítá. Greinilega gildir ekki sama mat á því hvar er brýn þörf á samgöngubótum. Nú óttast ég að þolinmæði Vestfirðinga sé á þrotum. Við sættum okkur ekki lengur við þetta aðgerðaleysi í vegamálum“, eru niðurlagsorð Kolbrúnar Pálsdóttur, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vesturbyggð (formaður bæjarráðs í sex ár) og nú hótelstýra í Bjarkalundi í Reykhólasveit, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar.

...
Meira
Jónshús við Austurvegg (Østervoldgade)  í Kaupmannahöfn. Ævagömul ljósmynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands.
Jónshús við Austurvegg (Østervoldgade) í Kaupmannahöfn. Ævagömul ljósmynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands.

Tveir einleikir, annar um Jón forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, hinn um Bjarna skipherra á skútunni Fönix á Þingeyri, verða fluttir í húsakynnum Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum í kvöld, miðvikudagskvöld. Það er Kómedíuleikhúsið rammvestfirska sem kemur í heimsókn og leikendur eru Elfar Logi Hannesson og Ársæll Níelsson. Leikirnir eru um þrjú korter hvor en á milli er kortershlé þar sem Kvenfélagið Katla verður með kaffi- og kökusölu. Húsið verður opnað kl. 19 en sýning hefst kl. 20. Miðaverð er aðeins kr. 1.900.

...
Meira

Fyrir utan að starfa af krafti fyrstu tvö æviárin frá því að það var endurvakið - einstökum krafti miðað við íbúafjöldann í héraðinu - gekk Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi á síðasta ári í Bandalag íslenskra leikfélaga (BÍL). Í sumar veitti bandalagið félaginu fjárstyrk upp á tæplega hálfa milljón króna vegna þriggja verka sem færð voru upp á síðasta starfsári (júní 2010 til maí 2011). Fé til slíkra styrkja kemur til BÍL frá ráðuneyti mennta- og menningarmála.

...
Meira
13. september 2011

Vegagerð á tveimur hæðum?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

„Ljóst er að vegagerð um hálsana leysir ekki samgönguvandann á þessum slóðum. Markmið vegagerðarinnar hlýtur þó að vera sú að færa vegamál á þessu svæði eins og annars staðar í landinu inn á 21. öldina. Það er samdóma álit heimamanna sem gleggst þekkja til, að tillaga ráðherrans geri það ekki. Það hlýtur þó að vera markmið allra að fara ekki í vegagerð þar sem vitað er að tjaldað verði til einnar nætur. Þrátt fyrir deilur um vegstæðið á þessum slóðum hljótum við að geta sammælst um að leggja veg vestur að Skálanesi með þeim hætti að örugg vissa sé um að sú vegagerð verði til bóta og uppfylli sanngjarnar kröfur okkar, allt árið um kring“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í grein sem hann sendi vefnum til birtingar.

...
Meira
Jón Jónsson menningarfulltrúi ávarpar gesti við úthlutun á Reykhólum 2009.
Jón Jónsson menningarfulltrúi ávarpar gesti við úthlutun á Reykhólum 2009.

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Áherslur við seinni úthlutun 2011:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30