Tenglar

Börn í Reykhólahreppi í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar.
Börn í Reykhólahreppi í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar.

Reykhólahreppur sinnir skyldu sinni varðandi öryggi á leiksvæðum barna en mikill meirihluti sveitarfélaga gerir það ekki. Undanfarið hefur ítrekað verið fjallað í fréttum um mjög alvarlega vanrækslu sveitarfélaga á skyldubundinni árlegri skoðun varðandi öryggi barna á leiksvæðum. Ábendingar um slysagildrur á opinberum leiksvæðum, sumar lífshættulegar, eru hundsaðar ár eftir ár. Í þessum efnum er Reykhólahreppur gleðileg undantekning. Hann er einungis annað tveggja sveitarfélaga á Vestfjörðum sem hafa á þessu ári látið gera skyldubundna úttekt á leiksvæðum. Þar er um að ræða Reykhólaskóla og Hólabæ. Hitt sveitarfélagið er Bolungarvíkurkaupstaður með sinn grunnskóla og tvo leikskóla.

...
Meira

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var um síðustu helgi, samþykkti að skipaður skuli starfshópur til að fjalla um sameiningu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Markmiðið er að skapa stærri og kröftugri einingu. Starfshópnum er ætlað að skila af sér útfærslu á þessari hugmynd sem lögð verði fyrir aukaþing í lok næsta mánaðar.

...
Meira

Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var um helgina tók fyrir verkefni vegna Sóknaráætlunar landshluta, sem er átaksverkefni á vegum ríkisstjórnarinnar. Í aðdraganda þingsins fór fram forval á verkefnum í samvinnu við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á Vestfjörðum og var þeim síðan forgangsraðað á þinginu. Verkefnin taka mið af forsendum áætlunarinnar Ísland 20/20 samkvæmt tilmælum fjármálaráðuneytis vegna undirbúnings fjárlagagerðar. Miðað var við val á allt að sjö verkefnum sem verði á fjárlögum fyrir næsta ár.

...
Meira

Blakæfingarnar byrja kl. 20 í kvöld, miðvikudag, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Konur og karlar eru hvött til að mæta kát og hress á æfingar.

...
Meira

Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var um helgina lýsiryfir ánægju með frumkvæði og sýndan vilja innanríkisráðherra til þess að höggva á þann hnút sem skapast hefur vegna uppbyggingar Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit. Áformar ráðherra að tilkynna ákvörðun varðandi þennan vegarkafla á föstudag, 9. september. Fjórðungsþing leggur áherslu á að áhrif framkvæmda á samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum verði í forgangi og hvergi verði hvikað frá þeim markmiðum að koma á heilsárssamgöngum á láglendisvegi.

...
Meira
Skruggufólk á æfingu í Bjarkalundi og leiðist greinilega ekki mikið! Egill á Mávavatni situr undir Sollu formanni.
Skruggufólk á æfingu í Bjarkalundi og leiðist greinilega ekki mikið! Egill á Mávavatni situr undir Sollu formanni.

Aðalfundur Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á morgun, mánudagskvöld. Félagsfólk er eindregið hvatt til að koma á fundinn og ekki síður eru nýir félagar velkomnir og vel þegnir. Ótalmörg eru handarvikin við uppfærslu á leiksýningu önnur en að leika. Iðulega er sagt að undirbúningurinn, æfingarnar og félagsskapurinn séu enn skemmtilegri fyrir hópinn en sýningarnar sjálfar.

...
Meira
Elfar Logi / Jón Sigurðsson.
Elfar Logi / Jón Sigurðsson.
1 af 2

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði (og líka í Haukadal í Dýrafirði) kemur við á Reykhólum 14. september í haustferð sinni um Vestfirði og Vesturland og sýnir tvo af einleikjum sínum, sem nefnast Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Í leikferðinni verður sýnt á sextán stöðum á sextán dögum. Leikirnir eru sýndir hvor á eftir öðrum en á milli þeirra er fimmtán mínútna hlé og tekur hvor leikur 40-45 mínútur. Sýnt verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum og miðaverð er aðeins krónur 1.900. Elfar Logi Hannesson leikur Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri en Ársæll Níelsson leikur Bjarna á Fönix og leikstýra þeir hvor öðrum. Elfar Logi samdi einleikinn um Jón Sigurðsson en hann og Ársæll í sameiningu sömdu einleikinn um Bjarna á Fönix.

...
Meira
1 af 2

Eitt góðviðriskvöldið fyrir stuttu vakti fé á beit rétt hjá Reykhólum nokkra athygli. Að vísu er sauðfé á beit fremur algeng sjón í grænum Reykhólahreppi (að ekki sé meira sagt) en bithaginn var í þessu tilviki nokkuð sérstæður - í skriðunni ofan við Grund. Nóg er af grasmeti niðri á sléttlendi og ekki er grasið síður grænt uppi á Reykjanesfjalli en hlíðin sjálf er gróðursnauð tilsýndar. Samt leynist nú þar einhver gómsætur gróður því að þrjár sauðkindur undu sér klukkustundum saman í urðinni og fóru hægt og bítandi - í bókstaflegri merkingu.

...
Meira
Frá þinginu á Reykhólum 2008.
Frá þinginu á Reykhólum 2008.

Fjórðungsþing Vestfirðinga er haldið í Bolungarvík í dag og á morgun. Þingið er aðalfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga og sitja það fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum. Auk venjulegra þingstarfa í dag má nefna starfsskýrslu verkefnisstjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. Einnig kynningu á stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum. Skýrsla fastanefndar sambandsins um samgöngumál verður á sínum stað enda hefur sá málaflokkur löngum brunnið á Vestfirðingum. Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum er einn fimm aðalmanna í nefndinni en Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum er varamaður. Í þinghléi verður aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða haldinn.

...
Meira

Símenntunarstöðin á Vesturlandi gengst í þessum mánuði og um næstu mánaðamót fyrir tveimur námskeiðum sem haldin verða í Auðarskóla í Búðardal, öðru í kökuskreytingum og hinu í mósaíkgerð. Fyrrnefnda námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að galdra fram fallega skreyttar kökur og þar er innifalin sílikonmotta af stærðinni 39 x 30 cm. Á hinu síðara verður búinn til lampi úr sérhönnuðu gleri til mósaíkgerðar og þátttakendur hanna sjálfir mynstur á lampann.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30