Öryggi barna: Reykhólahreppur sinnir skyldu sinni
Reykhólahreppur sinnir skyldu sinni varðandi öryggi á leiksvæðum barna en mikill meirihluti sveitarfélaga gerir það ekki. Undanfarið hefur ítrekað verið fjallað í fréttum um mjög alvarlega vanrækslu sveitarfélaga á skyldubundinni árlegri skoðun varðandi öryggi barna á leiksvæðum. Ábendingar um slysagildrur á opinberum leiksvæðum, sumar lífshættulegar, eru hundsaðar ár eftir ár. Í þessum efnum er Reykhólahreppur gleðileg undantekning. Hann er einungis annað tveggja sveitarfélaga á Vestfjörðum sem hafa á þessu ári látið gera skyldubundna úttekt á leiksvæðum. Þar er um að ræða Reykhólaskóla og Hólabæ. Hitt sveitarfélagið er Bolungarvíkurkaupstaður með sinn grunnskóla og tvo leikskóla.
...Meira