Tenglar

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. september 2011 að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Skipulagsuppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 22. september til 5. nóvember 2011. Enn fremur eru gögnin aðgengileg á pdf-formi hér á vef sveitarfélagsins og undir liðnum Stjórnsýsla / Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin.

...
Meira

Söngvaskáldið Hörður Torfason heldur tónleika í borðsal Reykhólaskóla kl. 20.30 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Tæplega hefur nokkur íslenskur listamaður verið eins iðinn að ferðast um landið með söngva sína og sögur eins og Hörður. Hann hóf reglubundnar tónleikaferðir upp úr 1970 og enn er hann að. Með sögum sínum, söngvum og leiklistarstarfi hefur Hörður verið óþreytandi að takast á við samtíð sína og berjast fyrir betri tilveru og jafnrétti - fyrir alla. Hann hefur allan þennan tíma unnið að því að benda á nauðsyn fjölbreytileikans, samstöðunnar og samræðunnar.

...
Meira
Þráinn á Hríshóli og Snæbjörn Jónsson frá Mýrartungu ræðast við í réttunum.
Þráinn á Hríshóli og Snæbjörn Jónsson frá Mýrartungu ræðast við í réttunum.

„Mér sýnast lömbin vera ótrúlega góð. Miðað við kuldann í vor og þurrkinn í sumar held ég að þau séu þokkaleg þegar þau koma á vigtina“, segir Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli í Reykhólasveit. „Mér heyrist þetta líka á sláturhússtjóranum á Hvammstanga þangað sem ég er að flytja fé. Lömbin vigta meira en þau sýnast gera. Þeir segja þar að lömbin séu svipuð og í fyrra.“

...
Meira
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

„Ég hvet fólk í Reykhólahreppi til þess að fjölmenna á opinn fund með Ögmundi Jónassyni ráðherra samgöngumála í Bjarkalundi í dag kl. 17. Þar mun ráðherrann verja tillögu sína um vegagerð í Reykhólahreppi, eins og fram hefur komið í fréttum. Hér er um mikilvægt málefni að ræða fyrir íbúa Reykhólahrepps og raunar alla sem búa á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er mál sem fjölmargir hafa skoðanir á og hérna er rétta tækifærið til að koma þeim á framfæri við ráðherra“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

...
Meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

„Fólk er reitt og sorgmætt“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps um viðbrögð heimamanna við ákvörðun Ögmundar Jónassonar ráðherra samgöngumála um Vestfjarðaveg nr. 60. „Þau viðbrögð ættu svo sem ekki að koma á neinum á óvart þar sem íbúar í allri sýslunni hafa á tveimur fjölmennum íbúafundum harðlega mótmælt að þessi leið verði farin.“

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Íbúafundur um málefni aldraðra verður haldinn á Reykhólum kl. 13 á morgun, þriðjudag. Eldri borgurum í Reykhólahreppi er boðið á fundinn sem verður á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Þar verður farið yfir stöðu þessa málaflokks í sveitarfélaginu en markmiðið er að bæta allt það sem betur má fara. Fyrir fundinum stendur Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, en Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri verður þar einnig. Auk þess verður kynnt félagsstarf aldraðra í vetur. Allir eldri borgarar í Reykhólahreppi eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn. Lesendur eru hvattir til að koma þessu til skila til eldra fólksins sem er ekki mikið á netinu margt hvert.

...
Meira
18. september 2011

„Plan B“ við leið B

Oddur Guðmundsson.
Oddur Guðmundsson.

„Það er góð regla að eiga alltaf til „plan B“, eins og kallað er, og Vestfirðingum er eiginlegt að hafa alltaf eitthvað upp á að hlaupa“, segir Oddur Guðmundsson í grein hér á vefnum. „Það er til ágætis plan B við leið B, að vísu nokkru dýrara en samt örugglega mun ódýrara en jarðgöng undir Hjallaháls. Höldum okkur við leið B eins og hún liggur frá Skálanesi um Grónes á Hallsteinsnes og inn með Þorskafirði að vestanverðu inn á Grenitrésnes, eða Kleifarnes, eða annars staðar þar sem hagstæðast er að þvera Þorskafjörðinn fyrir utan Teigsskóg. Komið yrði að landi að austanverðu í Laugalandshrauninu eða þar um bil, eftir því sem hagstæðast væri, og farið inn með firðinum að núverandi leið sunnan Kinnarstaða“, segir Oddur.

...
Meira
Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála kemur í Reykhólasveit og heldur opinn fund í Bjarkalundi á mánudag kl. 17-19.30. Umræðuefnið er Vegabætur á Vestfjarðavegi nr. 60, en það er, eins og rækilega hefur komið fram, mikið hitamál norður um alla Vestfirði. Um og eftir hádegi á þriðjudag verður ráðherrann síðan með fund um sama efni á Patreksfirði þar sem hann kynnir áform sín og stendur fyrir máli sínu.

...
Meira
Ærin Bylgja með sitt laskaða eyra.
Ærin Bylgja með sitt laskaða eyra.

Fjárleitir og réttir standa nú sem hæst um land allt. Réttað verður í Kinnarstaðarétt í Reykhólasveit á sunnudaginn. Annað kvöld verður fénu komið í nátthaga en réttirnar sjálfar hefjast kl. 11 á sunnudag. Réttarstjóri er Jónas Samúelsson á Reykhólum. Sitthvað er í boði í héraðinu vegna réttarhelgarinnar.

...
Meira

„Við í Bjarkalundi verðum með hina árlegu réttardags-kjötsúpu bæði laugardag og sunnudag og vonumst til að sjá sem flesta til að viðhalda þessari gömlu hefð“, segir Kolbrún Pálsdóttir í Bjarkalundi. Kjötsúpan verður til reiðu frá klukkan hálftólf fyrir hádegi og fram til klukkan níu á kvöldin báða dagana.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30