Tenglar

Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.

„Ég viðurkenni að ég gladdist mjög þegar Ögmundur Jónasson tilkynnti, eftir ferð sína vestur í sumar, að nú myndi hann beita sér fyrir „ásættanlegri“ lausn og úrbótum. Þeim mun sárara var að hlusta á það í fréttum RÚV á föstudag að leysa ætti málið með því að þæfast sömu fjallvegina og fyrr og fara leið sem hafnað hefur verið æ ofan í æ af okkur sem eigum að aka þessa vegi og forsvarsmönnum sveitarfélaganna. Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur og mun herða hnútana í deilum um þessi mál frekar en leysa þá. Ég á lögheimili í Reykjavík en annað heimili á Bíldudal og ek þessa vegi oftar en margir sem búa vestra og þekki þá afar vel. Hjallahálsinn hefur oft reynst blindur og erfiður yfirferðar á vetrum. Um Ódrjúgshálsinn vil ég sem minnst ræða“, segir Pétur Bjarnason frá Bíldudal, fyrrum fræðslustjóri og varaþingmaður á Vestfjörðum, í grein hér á vefnum.

...
Meira

Afgreiðslutími og þá jafnframt símatími á skrifstofu Reykhólahrepps hefur nú verið styttur um eina klukkustund á dag. Framvegis verður opið virka daga kl. 10-14 en ekki fram til kl. 15 eins og verið hefur. Byggingafulltrúi, félagsmálastjóri og banki eru þó eftir sem áður með viðtalstíma og afgreiðslutíma á skrifstofunni á sama tíma og á sömu dögum og áður:

...
Meira

„Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli vera farið í gerð láglendisvegar, eins og við köllum það, sérstaklega með tilliti til þess að þarna fer skólaakstur um á hverjum virkum degi“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, ráðherra samgöngumála, að velja svokallaða D-leið fyrir framtíðarveg í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Hún segir jafnframt að ákvörðunin hafi komið á óvart. „Það eru líka vonbrigði að ekki skuli verða stytting á leið, en hætt er við að þvera Þorskafjörðinn eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi Reykhólahrepps. Þar er einnig gert ráð fyrir þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, það er því verið að breyta þessum áætlunum og við þurfum væntanlega að fara í breytingu á aðalskipulagi“, segir Ingibjörg Birna í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði.

...
Meira
Afi kemur í heimsókn: Andrea og Egill.
Afi kemur í heimsókn: Andrea og Egill.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) var endurkjörin formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi á aðalfundi þess í liðinni viku. Leikfélagið var stofnað (endurvakið) fyrir nánast réttum tveimur árum eða 9. september 2009 (takið eftir hinni sérstæðu dagsetningu 09.09.09). Fyrstu stjórnina skipuðu fimm konur og þá voru allir félagsmenn konur nema Gústaf Jökull Ólafsson. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur margt verið starfað eins og rakið er hér á eftir og vel hefur ræst úr hinu tilfinnanlega karlmannsleysi - meira að segja tveir þungaviktarmenn komnir í stjórn, eins og einhver komst að orði.

...
Meira

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. sept. 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 15. sept. til 31. okt. 2011. Enn fremur eru gögnin aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir liðnum Stjórnsýsla > Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin. Gögnin eru á pdf-formi og bera eftirfarandi heiti (líka er hægt að smella á þau hér):

...
Meira
Björn Samúelsson skipstjóri og leiðsögumaður (Eyjasigling á Reykhólum) með erlendum gestum í dúnhreinsunarhúsinu í Skáleyjum.
Björn Samúelsson skipstjóri og leiðsögumaður (Eyjasigling á Reykhólum) með erlendum gestum í dúnhreinsunarhúsinu í Skáleyjum.

Vísbendingar eru um að í sumar hafi erlendum ferðamönnum fjölgað á Vestfjörðum. „Sumarið hefur gengið misjafnlega vel eftir því sem ég heyri hjá ferðaþjónum hér. Íslendingurinn var að ferðast minna samkvæmt því, sérstaklega framan af sumri, en við vorum að fá töluvert af erlendum ferðamönnum. Tölur um fjölda þeirra birtast ekki fyrr en í október en miðað við þær fréttir sem manni berast gætum við verið að sjá töluverða aukningu þar. Það er mjög jákvætt og spennandi ef rétt reynist. Mín tilfinning er sú að þessi mikla erlenda umfjöllun og öll sú vinna sem lögð hefur verið í erlenda markhópa hafi verið að skila sér mjög vel“, segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastj. Markaðsstofu Vestfjarða í samtali við bb.is á Ísafirði.

...
Meira
Séð yfir Hjallaháls með núverandi vegi. Ljósm. Jónas Guðmundsson.
Séð yfir Hjallaháls með núverandi vegi. Ljósm. Jónas Guðmundsson.
1 af 3

Uppfært 10.09. Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála hefur kveðið upp þann úrskurð í hinu langvinna þrætumáli um leiðarval í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, að nýr vegur skuli lagður eftir því sem næst núverandi leið. Þetta merkir að áfram verður farið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls en ráðherra kveðst vilja skoða möguleika á göngum undir Hjallaháls. Hann segir B-leið með lagningu vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð úr sögunni þar sem framkvæmdaferlið yrði of langt en nauðsynlegt sé að fá vegbætur sem allra fyrst.

...
Meira
Ljósm. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir.
Ljósm. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir.
1 af 11

Gaman og alvara blönduðust vel, rétt eins og vera ber, á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands sem haldinn var á Reykhólum fyrir skömmu. Yfirleitt eru „venjuleg aðalfundarstörf“ engin sérstök skemmtun, en auk þeirra var farið í skoðunarferðir á Báta- og hlunnindasýninguna, í Þörungaverksmiðjuna og á stórbýlið og æðarbýlið Stað á Reykjanesi. Utan um þetta hélt æðarræktarfélagið Æðarvé, sem er ein af deildum Æðarræktarfélags Íslands og nær yfir Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahrepp) og Dalasýslu (Dalabyggð).

...
Meira
Hrefna Jónsdóttir.
Hrefna Jónsdóttir.
1 af 3

„Leið A hefur töluvert minni áhrif á umhverfið en leið B. Við getum ekki leyft okkur að líta framhjá umhverfisþáttunum. Ef við göngum of nærri náttúrunni verður lítið sem ekkert eftir fyrir komandi kynslóðir. Það verður að hugsa út í framtíðina þegar farið er í svona stór verkefni. Það verður að hugsa um samfélagið í heild“, segir Hrefna Jónsdóttir um mismunandi kosti í vegamálum í Reykhólahreppi, sem hafa lengi verið umræðuefni og harðvítug deiluefni.

...
Meira

„Mig langar að vekja athygli á því að þeir félagar Lambi og Sturla, sem hafa kennt Aftur í nám, námskrá fyrir lesblinda, eru væntanlegir á Vestfirði nú í haust. Fyrsta koma þeirra er upp úr 20. september og síðan koma þeir aftur í október og nóvember“, segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri í útibúi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík. Síðar í haust er líka á döfinni tölvunámskeið fyrir lesblinda. „Endilega látið þetta berast til allra sem þið teljið að geti haft gagn af og áhuga á þessum námskeiðum“, segir Kristín Sigurrós. „Lesblindir hafa oft slæma skólareynslu og það er um að gera að hvetja þá til að hafa óhikað samband, við reynum okkar besta til að taka vel á móti fólki.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30