Tenglar

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi verður með fyrsta opna hús vetrarins í Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 20 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Þar er tilvalið að koma með prjónana, saumadótið, skrappið og kortin - eða bara til að spjalla. Hingað til hefur enginn einasti karlmaður látið sjá sig á þessum samverustundum hjá félaginu en þeir eru að sjálfsögðu bæði velkomnir og vel þegnir. Yfirleitt stendur þetta í tvo til tvo og hálfan tíma og öllum er frjálst að koma og fara hvenær sem er. „Síðasta vetur voru konur duglegar að mæta, bæði héðan úr sveitinni og Saurbænum“, segir Erla Björk Jónsdóttir, gjaldkeri Össu. Allir eru velkomnir og þurfa alls ekki að vera félagsmenn.

...
Meira
Össur Sigurður Stefánsson.
Össur Sigurður Stefánsson.

Tvö innlegg varðandi margumdeildar vegaframkvæmdir í Reykhólahreppi hafa bæst á síðuna Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri. Annars vegar athugasemdir varðandi nýjan veg milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði sem Kristinn frá Gufudal sendi Skipulagsstofnun. Hins vegar grein Össurar Sig. Stefánssonar um hálsaleiðina sem áformuð er. Þar segir á einum stað: „Í upphafi var valkostur Vegagerðarinnar að gera upp hálsana. Þá kom í ljós að mikil hermdarverk átti að vinna á því fagra umhverfi sem við höfðum valið fyrir sumarhús okkar. Fara átti upp miðja hlíðina, rústa tikomumiklar Bríkurnar og lyfta veginum með firnamikilli fyllingu í Hálsgil upp á Ódrjúgsháls. Þær verndunaraðgerðir sem við höfðum sætt okkur við áttu greinilega ekki við um ríkisfyrirtækið Vegagerðina.“

...
Meira
Frá Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan. www.vestfirdir.is
Frá Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan. www.vestfirdir.is

Á ríkisstjórnarfundi á föstudag kynnti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt sé að vernda sem friðland eða þjóðgarð. „Látrabjarg og Rauðasandur einkennast af mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi, stórbrotnu fuglabjargi og minjum um búskap við sjó og sjósókn fyrri tíma. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt vegna sjófuglabyggðar og þar er stærsta álkubyggð í heimi“, segir á vef umhverfisráðuneytisins þar sem greint er frá þessu.

...
Meira
Séð út um bátsglugga við strönd Flateyjar á Breiðafirði.
Séð út um bátsglugga við strönd Flateyjar á Breiðafirði.

Þjóðskrá neitar að skrá Hafþór Hafsteinsson í Flatey á Breiðafirði og hans lögformlegu eiginkonu Lísu Kristjánsdóttur sem hjón vegna þess að þau hafa ekki sama lögheimili. Í lögum um lögheimili er sú þversögn að hjón verða að hafa sama lögheimili en jafnframt að fólk skuli hafa lögheimili þar sem það stundar aðalatvinnu sína. Aðalatvinna Hafþórs er sjómennska frá Flatey en Lísa starfar í Reykjavík. Samkvæmt lögum eiga þau lögheimili þar sem hvort um sig stundar aðalatvinnu sína. Þau vilja vera skráð sem hjón í Þjóðskránni með þeim réttindum sem því fylgir en fá það ekki.

...
Meira
Fjárrekstur ofan við fjárhús á Kambi. Úr nýju syrpunni hjá Árna Geirssyni.
Fjárrekstur ofan við fjárhús á Kambi. Úr nýju syrpunni hjá Árna Geirssyni.

Lengi hefur verið tengill hér á vefnum á syrpur mynda sem Árni Geirsson verkfræðingur hefur tekið á flugi á vélknúnum svifvæng yfir Reykhólahreppi og Reykhólum. Hann hefur nú sett syrpurnar sínar úr héraðinu á sérstaka slóð í myndasafni sínu jafnframt því sem hann hefur bætt einni syrpu við. Þar eru reyndar myndir teknar á jörðu niðri í smalamennsku í Reykhólasveit fyrir viku og margar þeirra landslags- og náttúrumyndir. Athygli þeirra sem hafa ekki tekið eftir hinum einstöku loftmyndum Árna er hér með vakin á þeim.

...
Meira

„Ég er óskaplega ánægð með viðtökurnar, þær hafa verið frábærar“, segir Nanna Sif Gísladóttir, sem er með þriggja daga fatamarkað í Tjarnarlundi í Saurbæ. Hún og Böðvar Guðmundsson maður hennar eru frístundabændur og hestafólk á Stóra-Múla í Saurbæ og hafa verið það nokkur undanfarin ár. Markaðurinn byrjaði í gær og síðasti dagurinn er á morgun, sunnudag. Hann er opinn kl. 12-18.

...
Meira
Jóhanna Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður.
Jóhanna Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður.

„Í Loðmundarfirði skarta Gunnhildarbrjóst sínu fegursta, hafi einhver hug á að ganga á þau. En vanti upp á brjóstin, þá eru Geirvörtur í sunnanverðum Vatnajökli. Fretvog er að finna í Mývatnssveit og áin Pissa rennur úr Sauðdrápsbotnum. Ljótahlíð í Reykhólahreppi þykir afar fögur. En fáir staðir þykja ilma betur en Æluengi sem er skammt frá Handklæðisholti í Borgarfirði. Og ég ætla að hún hafi verið þurr á manninn hjónaferðin sem leiddi af sér nafngiftina Kaldaklof, ólíkt ferðinni við Ballará í Klofningi.“

...
Meira
Ester Rut, Sigurður Arnfjörð og Sigurður Atlason, stjórnarfólk í Ferðamálasamtökum Vestfjarða.
Ester Rut, Sigurður Arnfjörð og Sigurður Atlason, stjórnarfólk í Ferðamálasamtökum Vestfjarða.

Á síðasta fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps var samþykkt að kaupa 100 þúsund króna hlut í ferðaskrifstofunni Vesturferðum ehf. af Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Samtökin keyptu í vor 70% hlut í Vesturferðum af Hótel Ísafirði og Flugfélagi Íslands. „Með kaupunum vildum við treysta undirstöður vestfirskrar ferðaþjónustu en það var alltaf stefnan að selja hluta af eigninni aftur“, sagði Sigurður Atlason á Hólmavík, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Frestur til að kaupa hluti í Vesturferðum rennur út á miðnætti annað kvöld. Samtökin leggja ríka áherslu á að þeir sem kaupa hluti í Vesturferðum eiga meiri möguleika en ella á því að hafa áhrif á þróun ferðamála á Vestfjörðum í framtíðinni og koma starfsemi sinni betur á framfæri.

...
Meira
Reisugildi öðru sinni að Aðalstræti 50 á Patreksfirði (í fyrra sinn árið 1925).
Reisugildi öðru sinni að Aðalstræti 50 á Patreksfirði (í fyrra sinn árið 1925).
1 af 3

„Mikil vakning hefur orðið í Vesturbyggð um endurbyggingu gamalla húsa“, segir Magnús Ólafs Hansson atvinnuráðgjafi á Patreksfirði. Í dag er reisugildi vegna Stúkuhússins við Aðalstræti 50 á Patreksfirði, sem byggt var árið 1925 en er nú í eigu Freys Héðinssonar og Steinunnar Finnbogadóttur. Í sumar byrjuðu Hjalti Hafþórsson og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir á Reykhólum á endurbyggingu hússins Hóla við Mikladalsveg á Patreksfirði eins og hér var greint frá ásamt myndum og jafnframt eru a.m.k. fimm hús í endurbyggingu á Bíldudal.

...
Meira
Hjallaháls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Nánar í meginmáli.
Hjallaháls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Nánar í meginmáli.

„Ég tel að viðtökur heimamanna við tillögum Ögmundar geri það að verkum, að þær séu núna gersamlega slegnar út af borðinu. Það er einfaldlega þannig, að heimamenn munu ekki una því að þeirri niðurstöðu verði troðið ofan í kok manna að fara með þennan veg um hálsana. Það mál var í sjálfu sér löngu fullreynt og það vissum við sem vorum að fylgjast með og taka þátt í þessum málum“, segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður NV-kjördæmis. Hann segir að margoft sé búið að reyna að sannfæra fólk um að það sé í lagi að fara með veginn um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30