Tenglar

Haförn með bráð. Mynd fengin af vef Umhverfisstofnunar, höf. ekki getið.
Haförn með bráð. Mynd fengin af vef Umhverfisstofnunar, höf. ekki getið.

Árangur arnarvarpsins á þessu ári var í meðallagi við Faxaflóa en afar slakur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Á því svæði komu einungis 6 af 26 pörum upp ungum, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í samtali við Fréttatímann. Kristinn Haukur segir að örninn sé mjög berskjaldaður fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þroskaðir til að halda sjálfir á sér hita. Sjálft varpið gekk reyndar þokkalega hjá erninum og vonum framar miðað við afleitt tíðarfar í vor, sem hafði áhrif á varp fugla víða um land.

...
Meira

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur sett reglugerð „um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum“. Þar er þeim landsvæðum sem falla undir reglugerðina skipt í níu þjónustusvæði. Þetta tekur ekki til suðvesturhluta landsins frá Mýrdalshreppi og allt vestur á Snæfellsnes og ekki til Eyjafjarðarsvæðisins. Eitt þjónustusvæðanna spannar Dalabyggð, Reykhólahrepp og sveitarfélögin í Strandasýslu.

...
Meira

Nanna Sif Gísladóttir verður með fatamarkað í Tjarnarlundi í Saurbæ næstu þrjá daga (föstudag til sunnudags) kl. 12-18. „Mig langar að leyfa sveitungum mínum og nágrönnum að njóta þessa fatnaðar eins og höfuðborgarbúum“, segir Nanna Sif, sem er frístundabóndi á Stóra-Múla í Saurbæ. Hún kveðst velja Tjarnarlund til þess að vera nokkuð miðsvæðis milli Búðardals, Reykhóla og Hólmavíkur og sveitanna þar í kring. Nanna Sif segir að hér sé um að ræða góðan fatnað á frábæru verði.

...
Meira
Ögmundur Jónasson ræðir vegamálin á fundinum í Bjarkalundi kvöldið áður.
Ögmundur Jónasson ræðir vegamálin á fundinum í Bjarkalundi kvöldið áður.

„Nýframkvæmdum á þjóðvegi 60 hefur miðað hægt í áranna rás og viðhald vega verið með því versta sem gerist á Íslandi. Þolinmæði íbúanna hefur verið óþrjótandi. Vonin um að vera næst í röðinni hefur haldið þolinmæðinni við. Nú er sú þolinmæði þrotin“, sagði Haukur Már Sigurðsson á Patreksfirði í yfirlýsingu sem borin var upp á fundinum þar með Ögmundi Jónassyni í fyrradag. Síðan gekk mikill meirihluti gesta af fundi, þegar hann var rétt byrjaður, til að lýsa vonbrigðum sínum með framganginn í samgöngumálum.

...
Meira
Ráðherrann heilsar fundargestum í Bjarkalundi á mánudagskvöldið.
Ráðherrann heilsar fundargestum í Bjarkalundi á mánudagskvöldið.

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar ráðherra samgöngumála að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þetta kemur fram í ályktun allra samtakanna. Leiðin hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Með þessari úrlausn væri komið í veg fyrir mikil náttúruspjöll sem myndu hljótast af leið B um óspillta náttúru, m.a. eftir Teigsskógi endilöngum og yfir eyjar og sker í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í nágrenni tveggja arnarsetra.

...
Meira
Vestfjarðavegur 60 yfir Ódrjúgsháls.
Vestfjarðavegur 60 yfir Ódrjúgsháls.

Flutningabíll á leið til Patreksfjarðar fyrr í vikunni með byggingarefni vegna hafnarframkvæmda komst ekki upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit vegna aurbleytu. Sveinn Kristjánsson verktaki sagði í samtali við mbl.is að bílstjórinn hefði verið klukkutímum saman að reyna komast upp hálsinn en ekkert hafi gengið. Reynt var að setja keðjur undir en allt kom fyrir ekki. Um er að ræða venjulegan flutningabíl sem kemst alla jafna allra sinna ferða. Sveinn sagði að loks hefði verið gripið til þess ráðs að fá annan öflugri bíl langt að til að koma vörunum upp hálsinn og á áfangastað.

...
Meira

Þessa mynd af næsta sérkennilegum steini tók Úlfar B. Thoroddsen á Patreksfirði sumarið 2007 þegar hann var á ferð um Hallsteinsnes í Gufudalssveitinni gömlu í Reykhólahreppi. „Þá gekk ég fram á steininn og þótti hann athyglisverður. Mér datt helst í hug að hann hefði verið notaður sem einhvers konar festa fyrir báta. Hann gæti hafa verið til annarra nota. Ég ætlaði fyrir löngu að vera búinn að bera fram fyrirspurn til einhvers eða einhverra sem hugsanlega þekktu steininn og þá notkun hans eða sögu“, segir Úlfar.

...
Meira
Elfar Logi mælir með þessu!
Elfar Logi mælir með þessu!
1 af 2

„Það var eitt bað sem toppaði allt saman en það var þarabað á Reykhólum. Þvílík náttúruparadís og maður var mjúkur eins og barnrass á eftir. Það á eflaust eftir að pluma sig vel og ég mæli vel með þessu,“ segir Elfar Logi Hannesson leikari, sem kom á Reykhóla í ferðinni fjórtán sýningar á fjórtán dögum. Hann kveðst hafa reynt að skoða hvern stað þar sem sýnt var eftir því sem tími leyfði og sérlega gaman hafi verið að fara í heita potta sem víða eru - „enda fátt betra fyrir leikara en að mýkja sig upp eftir átökin í leikhúsinu.“

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

„Þau þurfa umfram allt á skilningi, stuðningi, umhyggju og þolinmæði þeirra að halda sem vinna með þeim“, segir Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar í tilefni af vitundarviku um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). „Foreldrar barna, sem eru í bekk með börnum sem glíma við ADHD, þurfa að upplýsa börn sín um hvað það sé að vera með ADHD og hvað það felur í sér. Börn eru að upplagi fordómalaus og við foreldrar þurfum að vera þeim fyrirmynd og meðvituð um okkar eigin fordóma“, segir Hildur.

...
Meira

Lauslega áætlað sóttu um eða yfir sjötíu manns opinn fund með Ögmundi Jónassyni ráðherra samgöngumála í Bjarkalundi í gærkvöldi, þannig að salurinn rúmaði ekki alla. Óhætt er að segja að fundurinn hafi farið mjög vel fram og verið gagnlegur. „Ég held að á þessum fundi hafi komið fram flest eða allt sem þurfti að koma fram“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Segja má að ræddar hafi verið allar mögulegar útfærslur á leiðum sem fólk vill frekar að farnar verði en sú sem ráðherra lagði til fyrir skemmstu og kom til að verja“, segir hún.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30