Afleitur varpárangur hjá erninum hér vestra
Árangur arnarvarpsins á þessu ári var í meðallagi við Faxaflóa en afar slakur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Á því svæði komu einungis 6 af 26 pörum upp ungum, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í samtali við Fréttatímann. Kristinn Haukur segir að örninn sé mjög berskjaldaður fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þroskaðir til að halda sjálfir á sér hita. Sjálft varpið gekk reyndar þokkalega hjá erninum og vonum framar miðað við afleitt tíðarfar í vor, sem hafði áhrif á varp fugla víða um land.
...Meira