Tenglar

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn í Skriðulandi í Saurbæ klukkan 17 á morgun, fimmtudaginn 5. maí. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og annarra mála verður kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn félagsins hvetur alla núverandi félaga og aðra velunnara til að koma á fundinn, auk þess sem nýir félagar eru velkomnir. „Fjölmennum og styrkjum starfið“, segir í tilkynningu um fundinn.
...
Meira
Aðalfundur Handverksfélagsins Össu í Reykhólahreppi verður haldinn í Bjarkalundi kl. 20.30 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 4. maí. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og annarra mála verða sölumál félagsins í sumar rædd sérstaklega. „Við bjóðum alla velkomna sem áhuga hafa á handverki og smáiðnaði að ganga í félagið. Félögum fjölgaði verulega á síðasta ári, en verum þess minnug að margar hendur vinna létt verk“, segir í tilkynningu frá stjórn félagsins.
...
Meira
Tuttugu ára gömul mynd - tekin á tíu ára afmæli Leikfélags Hólmavíkur.
Tuttugu ára gömul mynd - tekin á tíu ára afmæli Leikfélags Hólmavíkur.
Í dag eru liðin 30 ár frá stofnun Leikfélags Hólmavíkur. Ákvörðun Sýslunefndar Strandasýslu að halda svokallaða Menningarvöku sumarið 1981 kom eins og himnasending fyrir nýstofnað félagið. Fyrsta leikritið var sýnt um sumarið og var það Björninn eftir Anton Tsékov, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is. Félagsmenn í Leikfélagi Hólmavíkur hafa sett upp yfir 30 leikrit á árunum þrjátíu og haldið er utan um verkefnin á heimasíðu félagsins. Einnig á félagið síðu á Facebook. Myndin sem hér fylgir með er fengin af heimasíðu Leikfélags Hólmavíkur.
...
Meira
Í framhaldi af Eyjaþingi Framfarafélags Flateyjar á liðnu hausti er efnt til málþings um niðurstöður þess og næstu skref. Málþingið verður haldið á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi kl. 13-17 á sunnudag, 8. maí. Þar verða fluttir fyrirlestrar þar sem fjallað verður nánar um skilaboð Eyjaþingsins er lúta meðal annars að jafnvægi milli búsetu, náttúruverndar og ferðamennsku, auk stjórnsýslulegrar stöðu Flateyjar. Jafnframt verður samantekt verkefna sem þátttakendur Eyjaþingsins töldu vera mikilvæg í nánustu framtíð, auk þess sem „samfélagssamningur“ verður kynntur.
...
Meira
Veiðihópurinn í fyrra.
Veiðihópurinn í fyrra.
Kastað til bata er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila, þar sem konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini er boðið í veiðiferð í Soginu í Grímsnesi 24.-25. maí. Umsóknir þurfa að berast Krabbameinsfélaginu ekki síðar en 4. maí eða á miðvikudag. Markmið þessa boðs er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða, ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna að kasta flugu og verður tekið mið af líkamlegri getu hvers þátttakanda.
...
Meira
Frá atvinnumálafundinum á Ísafirði.
Frá atvinnumálafundinum á Ísafirði.
Um 150 manns víðs vegar af Vestfjörðum sóttu fund um atvinnumál, sem haldinn var á Ísafirði á laugardag undir yfirskriftinni Afl í auðlindum Vestfjarða. Að fundinum stóðu verkalýðsfélög og atvinnufyrirtæki til að vekja athygli á alvarlegri byggðaþróun á Vestfjörðum. Í þrettán framsöguerindum var fjallað um skiptingu skatttekna, nýtingu auðlinda, aðgengi að fjármagni, tækifæri, aðstæður og samkeppnisskilyrði atvinnufyrirtækja og leiðir til úrbóta. Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson sátu fyrir svörum auk Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra, sem var fulltrúi iðnaðarráðherra. Einnig sátu fundinn og svöruðu spurningum fulltrúar viðskiptabankanna, Fjárfestingarsjóðs Íslands og Orkubús Vestfjarða.
...
Meira
Uppfærsla Leikfélags Hólmavíkur á gamanleiknum sprellfjöruga Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney hefur fengið fádæma góða aðsókn. Heimamaðurinn Arnar S. Jónsson leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk. Þrjár sýningar voru á Hólmavík um páskahelgina og hafa þegar rúmlega 300 manns séð leikinn. Búið er að ákveða að næstu sýningar verði á Hólmavík laugardagana 7. og 21. maí.
...
Meira
Eyvindur og Jökull veita fyrstu verðlaunum viðtöku.
Eyvindur og Jökull veita fyrstu verðlaunum viðtöku.
1 af 4
Reykhólabúarnir Eyvindur Magnússon og Jökull Kristjánsson sigruðu á Davíðsmótinu í bridge, sem haldið var í Búðardal á Jörfagleði Dalamanna um daginn. Einn Reykhólabúinn enn tók þátt í mótinu, Guðjón Dalkvist Gunnarsson, en spilafélagi hans var Maríus Kárason á Hólmavík. Í öðru sæti urðu frændurnir Þorleifur Þórarinsson og Haraldur Sverrisson úr Breiðfirðingafélaginu í Reykjavík og í þriðja sæti urðu Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandasýslu og Vignir Pálsson á Hólmavík.
...
Meira
Bæklingurinn Westfjords of Iceland, The Official Tourist Guide 2011, er kominn í prentun. Þetta er fyrsti bæklingur Markaðsstofu Vestfjarða á erlendu tungumáli, sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar um ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Upplagið er 20 þúsund eintök. Að sögn Gústafs Gústafssonar forstöðumanns Markaðsstofunnar eru sjálfsagt einhver atriði sem betur mega fara og myndir vantar við sum atriði. Markmiðið er að út komi bæklingur á hverju ári og á næsta ári bætast þýska og franska við.
...
Meira
Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2010 er komin út. Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári, en talsverðar breytingar urðu bæði á starfi hennar og ytra umhverfi. Víðtækustu breytingarnar urðu á sviði markaðsmála, en með stofnun Íslandsstofu fluttist erlend markaðssetning þangað. Veruleg aukning varð á ýmsum sviðum, til dæmis í útgáfu leyfa til skipuleggjenda ferða.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30