Tenglar

„Bændur segjast treysta sér á næstu fimm árum til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent“, segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að horfur á auknum útflutningi gefi möguleika til aukinnar framleiðslu. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman“, segir hann.
...
Meira
Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. (OV) í árslok 2010 voru 5.637 millj. kr. og heildarskuldir 742 millj. kr. Eigið fé nam því 4.895 millj. kr. sem er 86,8% af heildarfjármagni. Á árinu 2010 var afkoma OV heldur lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta nam 240,4 millj. kr. en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins 208,3 millj. kr. Þetta kemur fram í ársskýrslu OV sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins á mánudag.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum verður lokuð í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, fimmtudegi. Ástæðan er árleg viðhaldsvinna og vegna hennar er laugin jafnan lokuð mislengi á þessum tíma vors. Tilkynnt verður hér á vefnum þegar laugin verður opnuð á ný.
...
Meira
Opnað var í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna um mánaðamótin. Síðustu árin hafa verið miklar framkvæmdir í þessu elsta sumarhóteli landsins en þó einkum þar í kring. Komin eru sex gestahús austan við hótelið sjálft og leigð sem hótelherbergi. Núna í sumar eru í byggingu í hótelinu sjálfu fjögur herbergi með baði og verða þá komin 26 tveggja manna herbergi. Í sumar eru væntanlegir til aðstoðar hóteleigendum tveir þekktir landsliðskokkar sem hafa haslað sér völl í Svíþjóð við endurskipulagningu á veitingastöðum.
...
Meira
Ingibjörg Birna, Ingvar, Karl á Kambi, Ásta Sjöfn og Þuríður Stefánsdóttir.
Ingibjörg Birna, Ingvar, Karl á Kambi, Ásta Sjöfn og Þuríður Stefánsdóttir.
1 af 2
Velunnarar komu færandi hendi á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð á Reykhólum í gær eins og svo oft áður. Í forsvari fyrir gjöfunum var Lionsfólk í Reykhólahreppi með öflugum stuðningi Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi. Hér er annars vegar um að ræða svokallað flutningshjálpartæki og hins vegar sjálfvirka loftknúna dýnu, sem breytir undirlaginu jafnt og þétt. Verðmætið nemur nokkrum hundruðum þúsunda.
...
Meira
Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. Í umsögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinalæknis hjá Matvælastofnun, er minnt á að heilbrigðasti sauðfjárstofn landsins sé á austanverðum Vestfjörðum. „Það eru því ekki aðeins hagsmunir bænda á því svæði í húfi að ekki berist þangað óæskilegir sjúkdómar, það skiptir alla sauðfjárrækt á Íslandi gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið.
...
Meira
Eins og hér kom fram voru Reykhólamenn núna í fyrsta sinn í sveit Vestfirðinga á árlegu kjördæmamóti Bridgesambands Íslands, sem fram fór á Siglufirði. Að hefðbundnum hætti er miðað við gömlu kjördæmin átta en ekki núverandi kjördæmaskipan. Að auki er jafnframt boðið einni eða tveimur gestasveitum til þess að fjölga umferðum og gefa mótinu meiri lit. „Tíu mínútum fyrir keppni á laugardagsmorgun fréttum við að frændur okkar Færeyingar væru með landsliðið í æfingaferð og við ættum fyrsta leik við þá! En þeir hafa alltaf verið góðir við okkur í gegnum tíðina og svo fór að við unnum þá“, segir Eyvindur Magnússon í Hólakaupum.
...
Meira
Mistök urðu við útsendingu greiðsluseðla vegna fasteignagjalda í Reykhólahreppi í byrjun mánaðarins, þannig að sendir voru tveir seðlar vegna sömu kröfunnar. Á skrifstofu Reykhólahrepps voru að venju sendir út greiðsluseðlar en Landsbankinn gerði það líka að þessu sinni. Núna eftir samruna Sparisjóðs Keflavíkur við Landsbankann (áður hafði Sparisjóður Vestfirðinga runnið inn í SpKef) sér Landsbankinn um innheimtu í stað Sparisjóðsins áður. Þegar kröfurnar voru stofnaðar í bankanum í þetta sinn jafnframt því sem Reykhólahreppur sendi út greiðsluseðla fór ákveðið ferli í gang hjá Landsbankanum í Reykjavík og þaðan voru líka sendir út greiðsluseðlar.
...
Meira
Flatey að baki og farið að kvölda.
Flatey að baki og farið að kvölda.
Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir öflugri ferðasýningu í Perlunni í Reykjavík dagana 20.-22. maí í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. Markhópurinn er almenningur og ferðaskipuleggjendur. Markaðsstofa Vestfjarða býður öllum ferðaþjónum og sveitarfélögum á Vestfjörðum að fara suður þessa helgi og taka þátt í að kynna Vestfirði og þá fjölbreyttu flóru afþreyingar og náttúru sem finna má á svæðinu. Markaðsstofan mun leggja áherslu á að fá fulltrúa frá matvælaklasanum með á sýninguna til þess að kynna vestfirska matvælaframleiðslu. Þá er vonast til að menningarvitar fari einnig til að kynna menningarlífið á Vestfjörðum.
...
Meira
Þjóðvegur nr. 60 á Skálanesi í Reykhólahreppi.
Þjóðvegur nr. 60 á Skálanesi í Reykhólahreppi.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra [sem er þar með samgönguráðherra] að bregðast nú þegar við vegna ástands Vestfjarðavegar 60 [um vestanverðan Reykhólahrepp] og setja aukið fjármagn í viðhald vegarins þar sem malarkaflar hans hafa verið nánast óökufærir síðustu vikur. Á meðan það óvissuástand sem nú er uppi varðandi uppbyggingu vegarins er mikilvægt að veginum sé þó viðhaldið og honum haldið ökufærum. Hér er um að ræða gríðarlega mikilvæga samgönguleið fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum, auk þess sem reiknað er með mikilli fjölgun ferðamanna til Vestfjarða á komandi sumri.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30