13. maí 2011
Lambakjötsframleiðsla gæti aukist umtalsvert
„Bændur segjast treysta sér á næstu fimm árum til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent“, segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að horfur á auknum útflutningi gefi möguleika til aukinnar framleiðslu. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman“, segir hann.
...
Meira
...
Meira