Tenglar

Nokkrir foreldrar og börn þeirra fóru í gær að Skálanesi til að taka upp tré sem þar voru gróðursett fyrir nokkrum árum. Það voru foreldrafélög grunnskólans og leikskólans á Reykhólum sem stóðu fyrir þessu framtaki. „Líklega hafa verið tekin allt að 80 tré, mest birki, sem voru flutt á Reykhóla. En það er ekkert barnameðfæri að gróðursetja þessi tré á ný, til þess þarf fullorðið fólk því að með hverju tré fylgir stór hnaus. En börnin geta vissulega aðstoðað“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri....
Meira
Þorgeir, Hlynur, Gylfi, Örn Snævar, Atli, Björn, Leonard og Ingibergur. Smellið til að stækka. Sjá nánar í meginmáli.
Þorgeir, Hlynur, Gylfi, Örn Snævar, Atli, Björn, Leonard og Ingibergur. Smellið til að stækka. Sjá nánar í meginmáli.
1 af 3
Grettir BA 39, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar hf., lagðist fánum prýddur að bryggju í heimahöfn á Reykhólum rétt um klukkan sex í kvöld. Skipið leysir af hólmi Karlseyna gömlu sem þjónað hefur vel og mjög lengi. Fjöldi fólks var við Reykhólahöfn að fagna komu Grettis. Skipið var í margvíslegum endurbótum, yfirhalningu og reynslusiglingum hjá Slippnum á Akureyri og tók sú vinna öllu lengri tíma en áætlað var. Skipstjóri á leiðinni frá Akureyri var Örn Snævar Sveinsson en stýrimaður í ferðinni var Gylfi Helgason, sem mjög lengi var skipstjóri á Karlsey allt þangað til hann fór á eftirlaun og Örn Snævar tók við fyrir tveimur árum eða svo. Áður var Örn Snævar kominn á Karlsey sem stýrimaður.
...
Meira
Nýja stjórnin í LEB: Ragnheiður, Unnar, Jóna Valgerður, Eyjólfur og Sigurlaug.
Nýja stjórnin í LEB: Ragnheiður, Unnar, Jóna Valgerður, Eyjólfur og Sigurlaug.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit var kjörin formaður Landssambands eldri borgara (LEB) á landsfundi sem haldinn var í Stykkishólmi í liðinni viku. Hún er fyrrum alþingismaður og var síðar sveitarstjóri Reykhólahrepps. Í tilkynningu um fundinn segir að samþykktar hafi verið fjölmargar ályktanir um kjaramál. LEB hefur ekki fengið neinar leiðréttingar á kjörum sínum og það jafnvel þótt launþegar hafi fengið ýmsar kjarabætur, m.a. 16% hækkun lágmarkslauna. Mótmælt var harðlega þeim skerðingum sem gerðar voru 1. janúar og 1. júlí 2009.
...
Meira
Öllum er frjálst að hirða sér skógarplöntur á nýja vegarstæðinu á Skálanesi í Reykhólahreppi enda yrðu þær ella jarðýtum að bráð. Að þessu verður að vinda bráðan bug því að verktakinn getur komið til starfa hvern daginn sem er. Að sögn Hallgríms Jónssonar á Skálanesi er hér um nokkurt svæði að ræða þar sem mest er um birkitré ættuð úr Bæjarstaðaskógi í Öræfum, mörg um einn metri á hæð. Kannski einhverjar fleiri tegundir líka og vissulega töluvert af víði sem mætti hirða. Þessi gróður er utan í barði og verktakinn ætlar að byrja á því að ýta þar burt jarðveginum til að sjá hvernig klöppin er undir.
...
Meira
14. maí 2011

Hænsnakofi óskast!

Starfsfólkið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum auglýsir eftir kofa eða smáhýsi sem nota mætti sem hænsnakofa fyrir kannski tíu-fimmtán púddur. Í fyrradag staðfesti hreppsnefnd samþykki skipulagsnefndar fyrir hænsnakofa við Barmahlíð. Þetta „hænsnabú“ er ekki ætlað til sérstakra búdrýginda fyrir mötuneytið heldur til yndisauka bæði fyrir starfsfólkið og þó miklu frekar fyrir heimilisfólkið í Barmahlíð.
...
Meira
Grettir við bryggju á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.
Grettir við bryggju á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.
Grettir, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, lagði af stað frá Slippnum á Akureyri núna um tvöleytið í dag áleiðis í heimahöfn á Reykhólum. Grettir er væntanlegur heim upp úr hádeginu á morgun, sunnudag. Undanfarið hefur verið unnið að margvíslegum prófunum á skipinu sjálfu og öllu innanborðs til að tryggja að allt væri í toppstandi. Farið hefur verið í reynslusiglingar enda ekki heppilegt að spóla upp drullunni við bryggjuna með því að keyra bundið skipið þar á fulla ferð. Þessar prófanir og ýmsar lagfæringar í framhaldi af þeim hafa tekið öllu lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi.
...
Meira
Á vefnum mbl.is í dag er frétt með fyrirsögninni Krían lætur bíða eftir sér vestanlands. Í upphafi segir að lítið sem ekkert hafi sést af kríunni ennþá suðvestan- og vestanlands en þó hafi sést til kríu á Seltjarnarnesi í gær. Á þriðjudaginn var í fréttum á landsvísu að fjórar kríur hafi sést suður á Garðskaga, og þótti væntanlega fréttnæmt. Í ljósi þessa má nefna, að helgina áður en greint var frá kríunum suður á Garðskaga sáust tvær kríur á Reykhólum við Breiðafjörð.
...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður NV-kjördæmis, krafðist þess á Alþingi í vikunni að stefnumótun samgönguyfirvalda varðandi Vestfjarðaveg liti dagsins ljós í nýrri samgönguáætlun, sem lögð verður fram í haust og á að gilda til næstu fjögurra ára. Annað væri blaut tuska framan í íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í fyrirspurn Einars til Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra um Vestfjarðaveg 60. Þar benti Einar á að ráðherrann hafi talað fyrir því að settur yrði á laggirnar sérstakur samráðsvettvangur heimamanna og samgönguyfirvalda til að fara yfir þessi mál. En nú, mánuði síðar, sé hann ekki orðinn til. Ráðherrann svaraði því til, að þessi samráðsvettvangur yrði myndaður á næstu vikum.
...
Meira
Með hækkandi sól á himni og batnandi veðri mun margt fólk vilja njóta útiveru og ganga eða hjóla. Það á ekkert síður við um fatlaða og þá sem eiga óhægt um vik vegna sjúkdóma en aðra. Ferðamönnum fjölgar sömuleiðis hér á svæðinu í sumar. Víða skortir á að bílastæði fyrir hreyfihamlaða séu merkt sérstaklega með skilti eða vegmerkingu. Enn fremur þarf að huga betur að aðgengismálum vegna fatlaðra. Félagsmálastjóri hvetur sveitarstjórnir og stjórnendur fyrirtækja og stofnana á svæðinu til að ráðast í úrbætur að þessu leyti og láta það verða hluta af vorverkunum að merkja bílastæði fyrir hreyfihamlaða þar sem það á við.
...
Meira
Vinir Sjonna. Mynd spiegel.de.
Vinir Sjonna. Mynd spiegel.de.
Úrslitalotan í Evróvisjón annað kvöld verður sýnd á 42" skjá í betri stofunni í Bjarkalundi, þar sem hægt er að velja um hægindastóla og sófa. Hátíðartilboð verður á pítsum og hamborgurum í tilefni dagsins og geta gestir notið veitinganna á staðnum eða sótt og farið með heim. Fyrir þá sem það gera er mjög æskilegt að hringja á undan og panta til að komast hjá bið. Tilboðin eru þessi:
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30