16. maí 2011
Karlmenn óskast - til gróðursetningar ...
Nokkrir foreldrar og börn þeirra fóru í gær að Skálanesi til að taka upp tré sem þar voru gróðursett fyrir nokkrum árum. Það voru foreldrafélög grunnskólans og leikskólans á Reykhólum sem stóðu fyrir þessu framtaki. „Líklega hafa verið tekin allt að 80 tré, mest birki, sem voru flutt á Reykhóla. En það er ekkert barnameðfæri að gróðursetja þessi tré á ný, til þess þarf fullorðið fólk því að með hverju tré fylgir stór hnaus. En börnin geta vissulega aðstoðað“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri....
Meira
Meira