Tenglar

Eyvindur og Jökull taka við gullverðlaunum í Búðardal.
Eyvindur og Jökull taka við gullverðlaunum í Búðardal.
Núna eru Reykhólamenn í fyrsta sinn meðal liðsmanna í bridgesveit Vestfirðinga á kjördæmamóti Bridgesambands Íslands, sem fram fer á Siglufirði um helgina. Það eru þeir Eyvindur Magnússon og Jökull Kristjánsson, sem fengu gullverðlaunin á opnu bridgemóti á Jörfagleði Dalamanna um páskana. Kjördæmamótið hefur verið haldið ár hvert í meira en tvo áratugi. Eins og áður er miðað við gömlu kjördæmin átta en ekki núverandi kjördæmaskipan.
...
Meira
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga áréttar, að undirbúningur verkefna sem samþykkt voru á fundi ríkisstjórnarinnar þann 5. apríl sl. á Ísafirði fór fram án formlegs samráðs við forsvarsmenn sveitarfélaga eða stofnana þeirra. Verkefnin í heild munu hafa jákvæð áhrif fyrir samfélög og atvinnulíf á Vestfjörðum, en gera verður alvarlegar athugasemdir varðandi misskiptingu þeirra gagnvart einstökum svæðum innan Vestfjarða.
...
Meira
Frá handverkssýningu heimilisfólks í Barmahlíð á sumardaginn fyrsta.
Frá handverkssýningu heimilisfólks í Barmahlíð á sumardaginn fyrsta.
Sölumálin hjá Handverksfélaginu Össu í Reykhólahreppi voru mjög til umræðu á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld eins og að var stefnt. Fyrir liggur að handverkssala verður í sumar í Kaupfélaginu í Nesi. Áhugi er fyrir því að hafa opið alla daga í 6-8 vikur frá miðjum júnímánuði ef starfskraftur fæst á viðráðanlegu verði. Auk þess munu félagar leggja fram sjálfboðavinnu um helgar og þá verður selt kaffi og vöfflur. Í aðalstjórn félagsins voru kjörin Sóley Vilhjálmsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir og Sveinn Ragnarsson. Fram kom í ársskýrslu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, fráfarandi formanns, að félagatalan hafi tvöfaldast á árinu. Ársskýrslan fer hér á eftir í heild:
...
Meira
Tuttugu og fimm hættulegustu vegakaflar landsins eru allir utan höfuðborgarsvæðisins ef miðað er við slysatíðni, þar af flestir á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkis- og samgönguráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns um slysatíðni á þjóðvegum. „Ástand vega er klárlega verst á Vestfjörðum og það er til skammar. Við verðum að reyna að hysja upp um okkur buxurnar í þeim málum“, sagði Sigmundur Ernir í umræðum á Alþingi.
...
Meira
Leikjanámskeiðin sem verið hafa í íþróttahúsinu á Reykhólum fyrir hádegi á sunnudögum í vetur hafa runnið sitt skeið að þessu sinni, enda sumarið komið bæði formlega og í reynd. Eyvi og Ólafía þakka innilega fyrir þátttökuna í vetur.
...
Meira
Fallið hefur verið frá áformum um sameiningu lögregluembætta á Vesturlandi og Vestfjörðum í eitt, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Þess í stað verða eingöngu embættin á Vesturlandi sameinuð. Lögreglufélag Vesturlands fagnar þessari niðurstöðu. Í nýjum drögum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í frumvarpi til laga um breytingar á lögreglulögum er hins vegar hvergi að finna eftirlaunapakkann sem hann hafði lofað lögreglumönnum. Í ályktun Lögreglufélags Vesturlands er lýst yfir áhyggjum af þessu. Þar segir að ráðherrann hafi sagt að frumvarp um fækkun og stækkun lögregluembætta yrði ekki lagt fram nema með þeim eftirlaunapakka sem lögreglumönnum hafi verið lofað.
...
Meira
Grillmeistarar í sumarferð félagins á Reykhólum 2008. Snæbjörn formaður er lengst til vinstri á myndinni.
Grillmeistarar í sumarferð félagins á Reykhólum 2008. Snæbjörn formaður er lengst til vinstri á myndinni.
Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins eitt árið enn á aðalfundi þess fyrir nokkru. Ein breyting varð á stjórn félagsins, þar sem Bjarnheiður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér lengur eftir langt og farsælt stjórnarstarf. Auk Snæbjarnar skipa nú stjórn félagsins þau Sigrún Halldórsdóttir varaformaður, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri, Sæunn G. Thorarensen varagjaldkeri, Alvilda Þóra Elíasdóttir ritari, Sigríður Karvelsdóttir vararitari og Inga Hansdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Finnbjörn Gíslason og Hulda Karlsdóttir.
...
Meira
Stjórn Þörungaverksmiðjunnar HF., enskt hjáheiti „Thorverk“, boðar hér með til aðalfundar félagsins er haldinn verður í fundarsal Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum miðvikudaginn 18. maí nk. kl. 10.00. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
...
Meira
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna og fundarstjórinn Karl Kristjánsson á Kambi í Reykhólasveit. Mynd frá Árna á Vöðlum.
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna og fundarstjórinn Karl Kristjánsson á Kambi í Reykhólasveit. Mynd frá Árna á Vöðlum.
Búnaðarsamband Vestfjarða (BSV) hélt aðalfund sinn í Reykhólaskóla í nýliðnum mánuði. Fundurinn var ágætlega sóttur af fulltrúum níu búnaðarfélaga af tólf sem hafa myndað sambandið til margra ára. Starfssvæði BSV er frá Gilsfjarðarbotni í suðri, vestur um og inn í botn Ísafjarðar í Inn-Djúpi. Í sambandinu eru 208 félagar frá 100 búum. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, kom á fundinn og flutti erindi m.a. um afstöðu gegn inngöngu Íslands í ESB, frumvarp að jarðalögum, sameiningu ráðuneyta og fleira.
 ...
Meira
Framkvæmdastjóri og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest) verða á Hólmavík og Reykhólum á morgun, fimmtudaginn 5. maí. Þar sem starfsmaður félagsins á Hólmavík hefur verið í barneignarleyfi undanfarna mánuði hefur því miður ekki verið nægjanlegt aðgengi að ráðgjöf frá félaginu þann tíma, segir í tilkynningu. Atvest hvetur fyrirtæki og einstaklinga sem vantar handleiðslu og ráðgjöf að hafa samband við Ásgerði Þorleifsdóttur í síma 450 3053 eða í netfanginu asgerdur@atvest.is.
 ...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30