Tenglar

Í haust og vetur hefur stöðugt verið unnið við nýjan varnargarð við höfnina á Reykhólum og nú er verkið langt komið. Verktaki er Suðurverk og verkinu stjórnar Pálmi Sigfússon. Að jafnaði hafa fimm menn unnið við þetta með vélskóflum, grjótbor og vörubílum. Grjót í garðinn er tekið uppi á fastalandinu skammt fyrir ofan Karlsey, þar sem höfnin er. Verkið hefur gengið framúrskarandi vel og allar áætlanir staðist. Stefnt er að því að ljúka verkinu núna fyrir hátíðar.


 


Þessi varnargarður gerir það að verkum að núna er höfnin varin fyrir norðaustanáttum, sem eru ríkjandi á þessu svæði. Öll aðstaða gjörbreytist til batnaðar. Eigendur báta sjá fram á nýja möguleika og mun meira öryggi. Þörungaverksmiðjan, sem er stærsti notandi hafnarinnar, fær betri aðstöðu. Segja má að hér sé um byltingu að ræða hvað varðar aðstöðu og öryggi í Reykhólahöfn.

...
Meira
Ránkolinn flundra.
Ránkolinn flundra.
Flundra er nýr landnemi á Íslandi og að sögn Sigurðar Más Einarssonar, forstöðumanns Veiðimálastofnunar, hefur tegundin náð fótfestu á Vestfjörðum. „Sjálfur veiddi ég flundru við ósa Gufudalsár fyrir fáeinum árum. Við höfum ekki enn kortlagt útbreiðslusvæðið nákvæmlega en við höfum fengið margar tilkynningar um flundru á Vestfjörðum síðastliðið ár", segir Sigurður. Flundra er flatfiskur af kolaætt sem veiddist fyrst við Ísland árið 1999 en nú virðist tegundin farin að hrygna víða um landið.
...
Meira
8. desember 2010

Tófu og dýrbítum fjölgar

Villtum refum hefur fjölgað nánast um allt land, að sögn Guðbrands Sverrissonar, bónda og refabana á Bassastöðum í Strandasýslu. „Við heyrðum meira af dýrbítum í haust en verið hefur undanfarið", sagði Guðbrandur í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að ljótar fregnir af dýrbitnu fé hafi borist víða að. Þá eru tófur svo kræfar að þær hafa ráðist á fé heima við bæi, m.a. í Skagafirði. Líklega er það ætisskortur sem veldur bíræfinni, að því er segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í gær.
...
Meira
8. desember 2010

Aukin umferð um Vestfirði

Ögur við Ísafjarðardjúp. Mynd: bb.is.
Ögur við Ísafjarðardjúp. Mynd: bb.is.
Sá stórfelldi samdráttur sem verið hefur í umferð á hringveginum svokallaða milli ára, og fjallað var um í fréttum í síðustu viku, nær ekki til Vestfjarða. Þvert á móti hefur umferð til Vestfjarða aukist um 5% fyrstu ellefu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Umferð um hringveginn dróst hins vegar saman um ríflega 4% milli ára og þá mest á Suðurlandi eða um 8,2%. Tölur fyrir Vestfirði koma frá tveimur talningarstöðum, annars vegar við Ögur í Ísafjarðardjúpi og hins vegar á Klettshálsi í Austur-Barðastrandarsýslu. Í byrjun desember höfðu 60.205 bílar ekið framhjá Ögri frá áramótum og um 27.065 bílar höfðu ekið um Klettsháls.
...
Meira
Aðventukvöld Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi verður haldið í Reykhólaskóla annað kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 20. Þar ætla kvenfélagskonur að eiga notalega stund saman. Stjórn Kötlu hvetur allar kvenfélagskonur til að mæta og býður nýjar konur velkomnar. VIÐBÓT: Í fréttinni var upphaflega sagt að aðventukvöldið yrði í Króksfjarðarnesi, eins og ætlunin var. Þetta hefur nú breyst og fagnaðurinn verður í Reykhólaskóla.
...
Meira
Meðal bóka sem Vestfirska forlagið gefur út að þessu sinni er rit sem heitir Vestfirskar konur í blíðu og stríðu. Útvarpsmaðurinn gamalkunni Finnbogi Hermannsson í Hnífsdal tók saman. Þarna eru á ferðinni tólf konur og þar af þrjár sem með einum eða öðrum hætti eru tengdar Breiðafirði. Sigríður Magnúsdóttir úr Skáleyjum er þeirra elst, fædd árið 1833. Hlaut auknefnið stórráða, enda stórráð með afbrigðum. Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit skrifaði bók með þessu nafni á sínum tíma og í henni er líka langt mál um ættir Breiðfirðinga og aldarhátt. Er sótt til Játvarðar og fleiri fræðimanna sem fjölluðu um Sigríði.
...
Meira
Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.
Afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum um komandi jól og áramót liggur nú fyrir. „Venjulega daga“ verður afgreiðslutíminn óbreyttur frá því sem nú er, eða frá mánudegi til laugardags kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-17. Frávikin eru:
...
Meira
Hafliði Aðalsteinsson með nýjan bát við húsakynni Bátasafnsins á Reykhólum.
Hafliði Aðalsteinsson með nýjan bát við húsakynni Bátasafnsins á Reykhólum.
1 af 2
Myndarleg framlög komu í hlut vestfirskra verkefna þegar úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði í fyrradag í þrítugasta og fjórða og jafnframt síðasta sinn. Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum fékk einn af hæstu styrkjunum sem veittir voru eða eina milljón króna. Styrknum er ætlað að verja til að lagfæra hús í eigu Reykhólahrepps, setja upp safn báta, verkfæra og annarra muna sem tilheyra bátasmíði og endursmíða gamlan bát sem verður til sýnis á safninu.
...
Meira
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur auglýsa nýtt og spennandi starf sameiginlegs félagsmálastjóra laust til umsóknar. Sveitarfélögin  bjóða upp á heillandi mannlíf, einstaka náttúrufegurð og fjölbreytt starfsumhverfi. Um er að ræða 70% starf með möguleikum á viðbótarverkefnum hjá sveitarfélögunum.
...
Meira
Piparkökuhús á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir tveimur árum.
Piparkökuhús á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir tveimur árum.
Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin annað kvöld, föstudag, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Hún hefst kl. 19.30 og lýkur kl. 23. Á hátíðinni verða nemendur skólans með skemmtiatriði. Ýmislegt verður á dagskrá og meðal annars verður farið með þulur og Grýla og Leppalúði koma í heimsókn. Þjóðsögur úr Reykhólahreppi verða á dagskránni, svo og stuttmynd. Einnig piparkökuhúsakeppni, en nemendur í 4.-10. bekk hafa hannað og bakað piparkökuhús.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30