Tenglar

1 af 3
Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi hefur gefið út dagatal fyrir komandi ár með myndum úr sveitarfélaginu. Myndirnar tók Andrea Björnsdóttir og dagatalið kostar aðeins 2.000 krónur. Hér fylgja sem sýnishorn þrjár myndir úr dagatalinu.
...
Meira
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir - betur þekkt sem Solla Magg - formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi vill koma á framfæri þakklæti vegna þess hve allir stóðu sig vel á kaffihúskvöldi (leikhúskvöldi) félagsins á Reykhólum um síðustu helgi og hversu ótrúlega margir sóttu þennan viðburð. Solla segir:
...
Meira
Hinn mánaðarlegi súpufundur í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum verður annað kvöld, fimmtudag. Að þessu sinni verður Reykskemman Stað með kynningu. Húsið verður opnað kl. 18.30. Aðgangseyrir kr. 800. Allir velkomnir.
...
Meira
Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi er um þessar mundir að selja matreiðslubók. Í bókinni er að finna 90 uppskriftir að ýmiskonar kræsingum frá kvenfélagskonum. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna tvö sýnishorn af uppskriftum í bókinni.
...
Meira
28. nóvember 2010

36,77% kosningaþátttaka

Þátttaka í kosningunum til stjórnlagaþings var 36,77%. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, segir orðið ljóst að ekki verði hægt að ljúka talningu fyrr en á morgun. 36,77% þátttaka þýðir að rúmlega 85 þúsund manns kusu í kosningunum. Þetta er minnsta þátttaka í almennum kosningum hérlendis í áratugi. Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í fyrravetur var um 60%.
...
Meira
Kjörstaður fyrir Reykhólahrepp vegna stjórnlagaþingskosninganna laugardaginn 27. nóvember verður í Reykhólaskóla í húsnæði nýja bókasafnsins. Kjörstaðurinn verður opinn frá kl. 10 til 18. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki. Minnt er á, að hægt er að kynna sér framkvæmd kosninganna og frambjóðendur á vefnum www.kosning.is. Þar er einnig hægt að nálgast sýnishorn af kjörseðli til að útfylla. Kjörstjórn Reykhólahrepps hvetur kjósendur til að taka með sér útfylltan kjörseðil til viðmiðunar, en það flýtir fyrir kosningu.
...
Meira
Nemendur í unglingadeild Reykhólaskóla hafa tekið virkan þátt í starfi Samfés í haust, en Samfés stendur fyrir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Helgina 1.-3. október fóru þrír af fimm nemendum unglingadeildar á Reykhólum á Landsmót Samfés sem að þessu sinni var haldið í Garðaskóla í Garðabæ. Áslaug B. Guttormsdóttir, Harpa Harðardóttir og Elísabet Valdimarsdóttir voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins á Reykhólum. Á Landsmótum Samfés, sem haldin hafa verið víða um land, hittast nemendur úr öllum félagsmiðstöðvum á landinu og eyða saman heilli helgi við leik og störf. Vinnan samanstendur af margs konar afþreyingu, starfi í tengslum við kosningar, vinnu í smiðjum og lokaballi.
...
Meira
Fyrstu helgina í aðventu, 27. og 28. nóvember, verður mikið um að vera í Reykhólahreppi. Kosning til stjórnlagaþings verður á laugardaginn kl. 10-18 í nýja bókasafninu í Reykhólaskóla. Hinn árlegi jólamarkaður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður báða dagana kl. 13-18. Þar verða til sölu handverksmunir, jólapappír og kort, jólaseríur og perur, bækur, greni fyrir aðventukransana og margt fleira. Söluaðilar eru Handverksfélagið ASSA, Kvenfélagið Katla, Lionsdeildin Reykhólum, Björgunarsveitin, Vinafélag Barmahlíðar og fleiri. Kvenfélagið Katla verður einnig með kaffisölu.
...
Meira
Í fyrramálið, miðvikudag, verður brunaæfing í Reykhólaskóla á vegum slökkviliðs Reykhólahrepps og hefst hún kl. 10. Þar verður reynt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum og miðað við að gera allt eins og um elda væri að ræða.
...
Meira
23. nóvember 2010

Hreindýr á Vestfirði?

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.
„Helsti vandi íslenskrar ferðaþjónustu á landsbyggðinni er hvað ferðamannatímabilið er stutt eða um þrír mánuðir. Þetta vandamál þekkja ferðaþjónustufyrirtækin á Vestfjörðum vel. Ef hreindýr væru á svæðinu myndi ferðamannatíminn lengjast um sex vikur og án efa myndu erlendir veiðimenn sækjast í að stunda hreindýraveiðar í hinni stórbrotnu vestfirsku náttúru. Það er því eftir miklu að sækjast. Vestfirsk náttúra er einstök og hér eru stærstu óspjölluðu víðerni í Evrópu. Flestar veiðilendur á meginlandi Evrópu eru á ræktuðu landi og í manngerðum skógum. Hreindýraveiðar í vestfirskri náttúru yrðu án efa mjög eftirsóttar á meðal erlendra skotveiðimanna. Frumkvæðið að fjölgun hreindýra þarf að koma frá sveitarfélögunum.“
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30