Tenglar

Starfsfólk Reykhólahrepps sendir öllu hinu góða fólki í sveitarfélaginu og landsmönnum hvar sem er innilegar kveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Bestu þakkir fyrir samskiptin á gamla árinu. Það er gott að búa í Reykhólahreppi!
...
Meira
Að gefnu tilefni skal minnt á notkun endurskinsmerkja þegar bæði börn og fullorðnir eru gangandi á ferð á götum í skammdeginu. Enda þótt götur í sjálfu þorpinu á Reykhólum séu upplýstar kemur iðulega fyrir að fólk er á gangi endurskinsmerkjalaust í myrkri og það er mjög slæmt. Miklu verra er þetta samt þar sem lýsing er engin, eins og á efsta kafla Hellisbrautar upp að Hólakaupum. Líka hefur ítrekað komið fyrir í vetur að ekið hefur verið fram á börn röltandi í hóp í svartamyrkri á miðjum veginum fyrir neðan þorpið áleiðis niður í Þörungaverksmiðju þar sem engin lýsing er. Forðumst slysin!
...
Meira

Böðvar Jónsson í Skógum í Þorskafirði hafði samband og mælir eindregið með þætti á Rás eitt kl. 10.13 á nýársdagsmorgun. Þátturinn ber heitið Blessað veri grasið - örsaga gróðurs á Íslandi með ljóðrænu ívafi. Dagskráin er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur. Handrit þáttarins gerði Andrés Arnalds (sem ættaður er úr Gufudalssveitinni gömlu eins og öll Arnaldsættin - ættfaðirinn var Ari Arnalds alþingismaður) en lesarar eru leikararnir Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Viðar Eggertsson.

...
Meira
30. desember 2010

Afgreiðslutími í Hólakaupum

Á gamlársdag er opið í versluninni Hólakaupum á Reykhólum kl. 10-16. Lokað verður á nýársdag og líka 2. janúar vegna vörutalningar. Eftir það verður opið með venjulegum hætti samkvæmt vetrartíma eða kl. 10-18 sex daga vikunnar og kl. 14-17 á sunnudögum.
...
Meira
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verður í björgunarsveitarhúsinu að Suðurbraut 5 á Reykhólum fimmtudaginn 30. desember kl. 14-22 og á gamlársdag kl. 13-16. Að venju verður brenna á sorpsvæðinu við Reykhóla ef veður leyfir á gamlárskvöld kl. 20.30.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.
Reykhólahreppur auglýsir laust starf sundlaugarvarðar. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er aðra hverja viku. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og vera reglusamur og sjálfstæður í starfi. Umsækjandi þarf að kunna hjálp í viðlögum og hafa gilt skírteini frá RKÍ.
...
Meira
Spiluð verður félagsvist á vegum nemenda í Auðarskóla í Tjarnarlundi í Saurbæ fimmtudagskvöldið 30. desember. Spilamennskan hefst kl. 20. Þátttökugjald er 700 krónur og opin sjoppa verður í hléi. Enginn posi er á staðnum. Allir velkomnir.
...
Meira
29. desember 2010

Vegarkafli í útboð

Mynd: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Mynd: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurlögn á 2,6 km kafla Vestfjarðavegar í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda að vestanverðu Skálanesi. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2011 nema lagningu seinna lags klæðningar sem skal lokið fyrir 15. júlí 2012.
...
Meira
Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt. Hann segir mestu slysahættuna vera dagana í kringum áramótin. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og höndum. Dæmi eru um ungmenni sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin.
...
Meira
Vestfirðingum fækkaði um rúm 11% síðasta áratuginn. Mest var fækkunin í Vesturbyggð, í Tálknafjarðarhreppi og í Árneshreppi, en í þessum sveitarfélögum hefur fækkað um næstum fimmtung á undanförnum tíu árum. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að búa við hvað erfiðastar samgöngur á landinu. Þetta kemur fram í greinargerð Byggðastofnunar um helstu breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og landsvæða, annars vegar fyrir síðastliðið ár eða frá 1. desember 2009, og hins vegar fyrir áratuginn frá 1. desember 2001 til 1. desember 2010.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30