20. desember 2010
Hefðbundin skötuveisla Lions á Þorláksmessu
Ekki verður brugðið frá hinni árlegu og vinsælu hefð Reykhóladeildar Lionsklúbbsins að halda skötuveislu á Þorláksmessu, 23. desember. Hún verður í matsal Reykhólaskóla og hefst klukkan tólf á hádegi. Boðið verður upp á úrvals skötu og saltfisk að vestan og að sjálfsögðu verður vestfirskur hnoðmör frá Magga á Seljanesi á borðum ásamt hamsatólg og fleiru. Kaffi og konfekt á eftir. Börnunum sem koma og fá sér skötu eða saltfisk verður boðið að horfa á jólamynd ásamt því að þau fá frostpinna í eftirrétt.
...
Meira
...
Meira