Tenglar

Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því!
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því!
Ekki verður brugðið frá hinni árlegu og vinsælu hefð Reykhóladeildar Lionsklúbbsins að halda skötuveislu á Þorláksmessu, 23. desember. Hún verður í matsal Reykhólaskóla og hefst klukkan tólf á hádegi. Boðið verður upp á úrvals skötu og saltfisk að vestan og að sjálfsögðu verður vestfirskur hnoðmör frá Magga á Seljanesi á borðum ásamt hamsatólg og fleiru. Kaffi og konfekt á eftir. Börnunum sem koma og fá sér skötu eða saltfisk verður boðið að horfa á jólamynd ásamt því að þau fá frostpinna í eftirrétt.
...
Meira
Líkt og áður efnir Vestfirska forlagið til jólagetraunar þar sem nokkrar bækur eru í verðlaun. Þar eru tíu spurningar sem varða „bækurnar að vestan“. Skilafrestur er til áramóta. Minnt er á, að Bókatíðindi 2010, sem ættu að vera til á flestum heimilum geta verið gagnleg þegar leitað er að svörum.
...
Meira
Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar Reykhólahrepps fyrir árið 2011. Fólk er hvatt til að koma á framfæri hugmyndum sínum varðandi fjárhagsáætlunina, hugmyndum að sparnaði og yfirleitt hverju því sem betur mætti fara hjá sveitarfélaginu. Tillögur og ábendingar má bæði senda á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur, og í netfangið sveitarstjori@reykholar.is.
...
Meira
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru þessa dagana að kortleggja þekkingu á Vestfjörðum. Í samfélaginu er fjöldi fólks með margvíslega þekkingu og kunnáttu sem það gæti haft áhuga á að koma á framfæri til að geta mögulega skapað sér aukin tækifæri með þeirri þekkingu. Auðvelt er að finna fyrirtæki og stofnanir og skrá starfsemi þeirra en erfiðara er að kunna skil á allri þeirri þekkingu sem finna má hjá einstaklingum á svæðinu. Því er óskað liðsinnis við þessa vinnu.
...
Meira
Mörg þeirra sem styrki hlutu ásamt Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða, fyrir utan Melrakkasetrið í Súðavík.
Mörg þeirra sem styrki hlutu ásamt Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða, fyrir utan Melrakkasetrið í Súðavík.
Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík um helgina. Meðal þeirra sem hæstu styrkina hlutu er Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum sem fær kr. 750 þúsund. Við athöfnina var flutt tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu að þessu sinni voru 78 talsins en alls fengu 30 verkefni stuðning að upphæð kr. 13.090.000 samtals.
...
Meira
Tíu manns sóttu um nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi, sjö konur og þrír karlar. Verið er að vinna úr umsóknum og stefnt að því að ganga frá ráðningu fyrir jól. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.
...
Meira
Á laugardaginn var Haukur Benediktsson, fótboltaþjálfari í Keflavík, með fótboltaæfingu fyrir krakka á Reykhólum. Þar sem ekkert hefur verið um reglulegar íþróttaæfingar fyrir þessa krakka í haust þótti tilvalið að nýta þetta tækifæri og var gaman að sjá hvað ungmennin voru dugleg. Fyrir hádegi voru krakkar á aldrinum 4 til 8 ára og eftir hádegi voru eldri krakkar og hjálpaði Kristján Þór Kristjánsson til við þjálfunina. Hér fylgja nokkrar myndir sem Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari tók á æfingunni.
...
Meira
13. desember 2010

Hundahreinsun á Reykhólum

Hjalti Viðarsson dýralæknir verður með viðveru við Hólakaup á Reykhólum miðvikudaginn 15. desember milli kl. 16.30 og 17. Hundaeigendur á Reykhólum eru hvattir til að mæta með hund sinn á þessum tíma eða hafa samband við Hjalta í síma 434 1122 og panta tíma. Greiða þarf fyrir þjónustu dýralæknis kr. 3.000 til 4.500 eftir stærð hundsins. Ekki er tekið við greiðslukortum.
 ...
Meira
Stillur og veðurblíða hafa einkennt tíðarfarið á Reykhólum að undanförnu. Þessa fallegu mynd (og raunar dæmigerðu um þessar mundir) tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í gær í fjörunni neðan við Reykhóla. Horft er beint til suðurs út yfir lognværan Breiðafjörð og til Skarðsstrandar vinstra megin og síðan lengra út. Smellið á myndina til að stækka hana.
...
Meira
Sigfús Halldórsson.
Sigfús Halldórsson.
1 af 2
Á vef Ríkisútvarpsins birtist í gær eftirfarandi frétt: „Lagið um litlu fluguna var fyrst flutt opinberlega á jólaballi í Reykhólahreppi fyrir sextíu árum. Í kvöld verður það flutt í Kópavogi á tónleikum með lögum Sigfúsar Halldórssonar. Þar syngja Egill Ólafsson, Andrea Gylfadóttir og Stefán Hilmarsson vinsælustu lög Sigfúsar. Þó að Litla flugan minni lítið á jólin þá var lagið líklega fyrst sungið opinberlega á jólaballi í Reykhólahreppi árið 1951. Þar í sveit samdi Sigfús lagið og börnin á bænum voru ekki lengi að læra textann. Á jólaballinu það ár var lagið sungið og öll sveitin tók undir. Sigfús spilaði svo lagið og söng í útvarpsviðtali hjá Pétri Péturssyni og lagið varð samstundis þekkt.“
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30