Tenglar

13. nóvember 2010

Frá Reykhólum í framboð

Hulda Ösp Atladóttir.
Hulda Ösp Atladóttir.
Hulda Ösp Atladóttir frá Reykhólum er meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings. Hún bjó á Reykhólum öll sín æsku- og grunnskólaár, dóttir Dísu Sverrisdóttur og Jóns Atla Játvarðarsonar frá Miðjanesi. Kosninganúmerið hennar er 8452. Hún segir áherslumál sín vera einföld: „Brýnast þykir mér að skerpa á ákvæðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. Ég hef lítinn áhuga á að umbylta stjórnarskránni. Þrátt fyrir það geri ég mér grein fyrir því að ekki verður litið fram hjá niðurstöðum Þjóðfundarins sem er nýafstaðinn. Þar komu fram margar verulega áhugaverðar og spennandi hugmyndir. Stjórnarskráin okkar er í grunninn góð en hana má gera ennþá betri.“
...
Meira
Fyrra jóla- og villibráðarhlaðborð vetrarins í Bjarkalundi er í kvöld, laugardagskvöld. Þar eru sem endranær óteljandi krásategundir í boði og jafnframt margvísleg skemmtiatriði. Enn munu einhver sæti vera laus. Síðara hlaðborðskvöldið verður síðan eftir rétta viku.
...
Meira
Kosningar til stjórnlagaþings verða þann 27. nóvember nk. og verður kjörstaður opinn frá kl. 10 til 18. Kjörstaður verður í Reykhólaskóla í húsnæði nýja bókasafnsins. Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps 10 dögum fyrir kjördag. Hægt er að kynna sér framkvæmd kosninganna og frambjóðendur á vefnum kosning.is. Þar er einnig hægt að nálgast sýnishorn af kjörseðli til að útfylla.
...
Meira
Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum fyrir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember. Sem fyrr verða veittar tvær tegundir styrkja. Annars vegar styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði, áætlanagerð eða hönnun. Hins vegar verða veittir styrkir til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið 50% af kostnaðaráætlun, þó aldrei hærri en 10 milljónir.
...
Meira
10. nóvember 2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega hér á vef Reykhólahrepps en kosið verður á skrifstofu hreppsins. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450 2200.
...
Meira
8. nóvember 2010

„Þar sem hjartað slær“

Solla Magg.
Solla Magg.
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir á Reykhólum (Solla Magg) gaf fyrir skömmu út sína fyrstu ljóðabók undir heitinu Þar sem hjartað slær. Bókina hannaði sonur hennar, Marinó Thorlacius. Solla Magg er fædd í Reykjavík árið 1954. Hún er fjögurra barna móðir og fimm barna amma. Í samtali við vefinn segir hún um sjálfa sig og ritstörfin:
...
Meira
8. nóvember 2010

Silkitoppur í Fremri-Gufudal

Silkitoppur. Mynd: Böðvar Þórisson.
Silkitoppur. Mynd: Böðvar Þórisson.
Svandís Reynisdóttir sá tíu silkitoppur (Bombycilla garrulus) í Fremri-Gufudal á föstudaginn. Fregnir hafa einnig borist af því að silkitoppur hafi sést við Mýrar í Dýrafirði fyrr í vikunni. Silkitoppur hafa áður sést á Vestfjörðum og þá síðla hausts.
...
Meira
8. nóvember 2010

Konuhittingur á Skriðulandi

Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.
Hefðbundinn og vel þekktur konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ annað kvöld, þriðjudagskvöld, og hefst kl. 20.
...
Meira
Vegurinn um Þröskulda eða Arnkötludal er fljótur að teppast eins og Vestfirðingar eru farnir að þekkja. Heiðin varð ófær á þriðjudagsmorgun en þá mældist vindhraðinn 23 m/s á Þröskuldum á meðan hann var 15 m/s á Steingrímsfjarðarheiði. Starfsreglur Vegagerðarinnar kveða á um að ekki sé ráðist í snjómokstur á fjallvegum þegar vindhraðinn fer yfir 18 m/s. Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík, segir erfitt að meta hvort vegurinn yfir Þröskulda sé meira ófær en upphaflega var gert ráð fyrir enda ekki mikil reynsla komin á hann.
...
Meira
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir heitin, Badda á Hofsstöðum, verður jarðsungin frá Reykhólakirkju kl. 14 á morgun, laugardag. Minningarathöfn var í Fossvogskapellu í Reykjavík í gær. Sjá nánar hér:
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30