Tenglar

Út er kominn leiðarvísir á mynddiskum frá endursmíði á feræringnum Björgu, öðru nafni Staðarskektunni (kennd við Stað á Reykjanesi). Fylgst er með smíðinni frá kili að sjósetningu. Lag bátsins er breiðfirskt og smíðin fór fram á Reykhólum 2006-2007 hjá Félagi áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Smiðirnir eru Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Myndefnið er fjögurra klukkustunda langt á tveimur diskum, en því er skipt í kafla eftir hlutum bátsins svo hægt að „fletta upp“ á auðveldan hátt, rétt eins og að spila allt saman.
...
Meira
Í gær var haldið bekkjarpartí hjá 4.-6. bekk í Reykhólaskóla. Nemendur völdu sjálfir nafnið á samkomuna sem stóð frá kl. 16 til 17.30. Krakkarnir buðu foreldrum sínum í partíið en Lóa umsjónarkennari og Áslaug kennari/sérkennari stjórnuðu dagskránni. Partíið er liður í því að skapa betri bekkjaranda og fá krakkana, foreldrana og kennarana til að eiga saman jákvæða og skemmtilega stund fyrir utan hið hefðbundna skólastarf.
...
Meira
Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.
Þessi misserin stendur yfir þriggja anna nám í svæðisleiðsögn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem lýkur á næsta vori. Næsta lota fer fram á Reykhólum núna um helgina og mun þá m.a. Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps fræða nemendur um Austur-Barðastrandarsýslu, þ.e. Reykhólahreppinn.
...
Meira
Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á Reykhólum í stjórnlagaþingskosningunum nk. miðvikudag, 24. nóvember, frá kl. 12-14. Kjörstaður verður á skrifstofu Reykhólahrepps.
...
Meira
18. nóvember 2010

Kolaport á Hólmavík

Kolaport á Hólmavík. Mynd: strandir.is.
Kolaport á Hólmavík. Mynd: strandir.is.
„Kolaport“ verður í félagsheimilinu á Hólmavík að Strandamanna sið á sunnudaginn kemur, hefst kl. 15 og lýkur kl. 18. Gleði, gaman og stemmning góð svífa yfir vötnum og Ásta og Ásdís sjá um veitingasölu, kolakaffið og kökurnar. Búist er við fjölmenni enda hafa Kolaportin á Hólmavík verið vel sótt til þessa. Þeir sem vilja vera með sölubása hafi samband við Ásdísi s. 694-3306. Ekkert gjald er tekið fyrir básinn.
...
Meira
Síðasta föndurkvöldið fyrir jól sem Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi stendur fyrir verður í kvöld kl. 20 í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi. Tilvalið að mæta með jólakortin, jólagjafalistann eða prjónana - eða bara góða skapið. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Föndurkvöldin vera svo aftur á dagskrá strax í janúar á nýja árinu.
...
Meira
16. nóvember 2010

Sóknin gegn landsbyggðinni

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
„Við sem erum fædd á fyrri hluta síðustu aldar höfum lifað miklar breytingar og flestar til bóta. Sumar þeirra verður maður var við, þegar þær gerast, aðrar skynjar maður síðar, þegar litið er til baka. Þegar fór að líða á öldina fóru að heyrast raddir, sem ekki töldu landsbyggðina eiga neinn rétt - þeir geta bara flutt suður. Þessar raddir voru hjáróma í fyrstu en fljótlega tóku fleiri og sterkari undir. Nú hófst sóknin gegn landsbyggðinni.“
...
Meira
Námskeið um meðhöndlun lambaskrokka verður haldið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á miðvikudagskvöldið. Námskeiðið gengur út á að kenna fólki að ganga frá lambsskrokk í frystikistuna, þ.e. hvernig skal úrbeina og saga kjötið. Þá verður útskýrt hvernig á að gera bæði kæfu og rúllupylsu, gefnar ráðleggingar um eldun allra bita skrokksins og uppskriftahefti fylgir með. Námskeiðið hefst kl. 18 og stendur í þrjá til fjóra tíma.
...
Meira
Hér á vefinn hefur verið settur inn tengill á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins vegna komandi stjórnlagaþingskosninga. Tengillinn er fyrir neðan efstu frétt og birtist til skiptis við auglýsingu um bann við rjúpnaveiðum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:
...
Meira
Á morgun, mánudag, mun Guðjón Ólafsson, sérkennslufræðingur og fræðslustjóri Austur-Húnvetninga, halda fyrirlestur um einelti í matsal Reykhólaskóla. Fundurinn hefst kl. 17 og er fyrir alla sem áhuga hafa. Fundarboðendur hvetja alla, bæði börn og fullorðna, til að koma á fundinn.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30