Tenglar

Óskað er eftir liðum í spurningakeppni sem á að fara fram á Reykhólum 27. og 28. ágúst. Í hverju liði eiga að vera þrír. Skorum á fyrirtæki, vinahópa, félagasamtök, bændur og búalið að skrá sig til keppni. Hægt er að skrá sig hjá Ástu Sjöfn í síma 849-8531.
...
Meira
Skorum á alla sem eru að dútla eitthvað heima hjá sér og búa til alls kyns góðgæti eða hafa eitthvað annað skemmtilegt fram að færa að vera með á sveitamarkaðinum sem verður haldinn á Reykhóladaginn 29. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Ýr í síma 861-3761.
...
Meira
Stuðningsfulltrúa í 70% stöðu vantar að Reykhólaskóla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um leið og skólastarf hefst. Umsókn þarf að berast til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra í síðasta lagi mánudaginn 17. ágúst.
...
Meira
Frá uppgrefti í Orrustuhvammi.
Frá uppgrefti í Orrustuhvammi.
Fornleifafræðingar undir stjórn Oddgeirs Hanssonar eru nú að störfum í Haukadal í Dölum á vegum Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Myndin er frá uppgrefti í Orrustuhvammi. Fyrir nokkrum árum fundust þar rétt hjá friðlýstu gerði, þar sem Eiríkur rauði og Eyjólfur saur börðust, merki um hleðslu og viðarkol auk klébergs. Sterkar vísbendingar eru um að rúst þessi sé frá fyrstu öldum byggðar hér á landi. Gerðir voru þrír skurðir til að kanna hvað þar væri að finna. Nú eru fornleifafræðingarnir komir að Kirkjufelli í Haukadal þar sem grafið er í rústir bæjar frá því um 1600, sem fór í eyði vegna draugagangs.
...
Meira
Ný skólastofnun í Dalabyggð tekur til starfa núna um mánaðamótin og hefur hlotið nafnið Auðarskóli í minningu Auðar djúpúðgu landnámsmanns. Skólinn verður til við sameiningu Grunnskólans í Búðardal, Tónlistarskóla Dalasýslu, Leikskólans Vinabæjar og Grunnskólans í Tjarnarlundi. Skólastjóri verður Eyjólfur Sturlaugsson. Eftir sem áður verður skólinn starfræktur á þremur stöðum í Búðardal sem og í Tjarnarlundi í Saurbæ.
...
Meira
1 af 3
Allmargir krossnefir hafa tekið sér bólfestu í garðinum hjá Tómasi Sigurgeirssyni (Tuma) bónda á Reykhólum og fjölskyldu hans. Þetta eru nýir landnemar í fuglaríki Íslands og hefur varp þeirra verið staðfest á nokkum stöðum hérlendis á síðustu árum. Krossnefurinn nærist einkum á fræjum grenitrjáa og verpir að vetri til meðan mest framboð er af slíkri fæðu. Svo virðist sem kringum tíu fuglar haldi sig á Reykhólum. Tumi segir að þurft hafi fuglafróðan ferðamann til þess að benda á þessa nýbúa því að heimafólk hafi ekki tekið eftir þeim. Hann kveðst að vísu hafa verið búinn að heyra einhver framandi fuglahljóð en ekki áttað sig á því frekar.
...
Meira
Tökur standa yfir í Dalabyggð á „Laxdælu Lárusar Skjaldarsonar“ og vantar þar statista (aukaleikara) í nokkrar senur teknar í Búðardal á næstu dögum og í næstu viku, bæði fullorðna og börn. Við pössum vel upp á statistana okkar hvað varðar kaffi og veitingar og höfum náð að halda uppi góðri stemmningu á tökustað, segir í auglýsingu.
...
Meira
Kort af vef Landmælinga Íslands.
Kort af vef Landmælinga Íslands.
Slökkviliðsmenn í Reykhólahreppi réðu í kvöld niðurlögum gróðurelds á Reykjanesfjalli upp af Barmahlíðinni. Í dag fann fólk úti á Reykjanesi reykjarlykt í norðaustanáttinni og fór þá Guðmundur Ólafsson slökkviliðsstjóri inn í Þorskafjörð en fann ekkert athugavert þar. Síðan fór hann ásamt þremur öðrum upp á fjallið á fjórhjólum og einum jeppa og fundu þeir þá gróðureld í nokkur hundruð metra hæð við Ísavatn. Ekki var annar búnaður en skóflur til að fást við eldinn enda ekki fært slökkvibílum þarna upp en greiðlega gekk þó að slökkva.
...
Meira
Vöfflubakstur við opinn glugga í Flatey. Ljósm. Golli / Vestfirðir sumarið 2009.
Vöfflubakstur við opinn glugga í Flatey. Ljósm. Golli / Vestfirðir sumarið 2009.
Bæði innlendir og erlendir ferðamenn hafa streymt til Flateyjar á Breiðafirði það sem af er sumri. Þess eru dæmi að yfir 200 manns heimsæki eyjuna á einum degi. Ingibjörg Pétursdóttir hótelstýra á Hótel Flatey segir þetta búið að vera mikið fjör. Litla hóteleldavélin hafi varla kólnað í tvo mánuði. Öll 25 herbergi hótelsins eru yfirleitt uppbókuð og mikill gestagangur. Ingibjörg segir Flatey ennþá vera í tísku meðal ferðafólks. Allt stefni í enn eitt metsumar í ferðaþjónustu í Flatey.
...
Meira
Byrjað verður að klæða veginn um Arnkötludal í annarri viku ágústmánaðar. Hægt verður að aka hann um mánaðamótin ágúst-september, segir Ingileifur Jónsson verktaki. Vegurinn fer upp í 360 metra hæð og tengir saman Reykhólahrepp og Strandir. 35 manns vinna við verkið.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30