Tenglar

Frá Reykhóladeginum í fyrra.
Frá Reykhóladeginum í fyrra.
Skipulögð dagskrá Reykhóladagsins í dag hefst með göngu á Geitafell. Þetta er tveggja til þriggja tíma ganga sem hefst kl. 10 rétt ofan við Mýrartungu. Kl. hálf tvö byrjar fjölbreytt dagskrá við Mjólkurbúið. Í kvöld verður veisla í íþróttahúsinu þar sem heimafengnar kræsingar verða í boði en síðan er dansleikur fram eftir nóttu. Dagskrána má í einstökum atriðum finna hér á pdf-formi.
...
Meira
Elísabet Ýr Norðdahl í Hólakaupum.
Elísabet Ýr Norðdahl í Hólakaupum.
Við því má búast þegar kemur fram á vetur að afgreiðslutíminn í Hólakaupum á Reykhólum verði enn styttur frá því sem nú er, segir Elísabet Ýr Norðdahl kaupmaður. Reyndar virðist með ólíkindum að hægt skuli vera að halda úti fjölbreyttri matvöruverslun árið um kring á svo litlum stað sem Reykhólar eru. Núna þegar komið er fram á haust er ekki lengur opið á sunnudögum eins og var í sumar heldur er opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 11-15. Ekki liggur fyrir hvenær frekari breytingar verða gerðar á afgreiðslutímanum ef af því verður.
...
Meira
Allt sem grafið var upp var sigtað. Mynd: Íslenskar fornleifarannsóknir.
Allt sem grafið var upp var sigtað. Mynd: Íslenskar fornleifarannsóknir.
Þegar fornleifafræðingarnir sem í vikutíma hafa grafið í öskuhaug í Flatey á Breiðafirði koma suður bíður þeirra ærið verkefni við frekari rannsóknir á afrakstri sumarsins. Í farteskinu verða um 60 kíló af beinum af fiskum, fuglum og spendýrum, sem lýsa á sinn hátt lífinu í Flatey fyrr á öldum og efnahag eyjarskeggja. Grafið er í haug við Miðbæ í Flatey, en sagan segir að þar hafi líklega verið landnámsbýli, þó það hafi ekki verið staðfest með fornleifafræðilegum aðferðum, að sögn Albínu Huldu Pálsdóttur fornleifafræðings, sem stjórnar rannsóknum í Flatey.
...
Meira
Ljósmynd eftir Ágúst G. Atlason.
Ljósmynd eftir Ágúst G. Atlason.
1 af 2
Nú er ljósmyndasýningin NV Vestfirðir enn og aftur lögð af stað í ferðalag og núna á Stefnumót á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýndar verða myndir prentaðar á striga og aðrar sem prentaðar eru á hefðbundinn ljósmyndapappír. Þetta er fjórði viðkomustaðurinn á Vestfjörðum hjá ísfirska áhugaljósmyndaranum Ágústi G. Atlasyni, en hann hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða til að fara með þessa sýningu vítt og breitt um Vestfjarðakjálkann. Fyrri áfangastaðir eru Ísafjörður, Norðurfjörður og Tálknafjörður en ýmsir fleiri bíða.
...
Meira
Fulltrúar Umf. Aftureldingar í Reykhólahreppi hlaupa í fyrramálið, laugardag, upp á Arnkötludal til móts við fulltrúa Héraðssambands Strandamanna. Hóparnir hittast hjá vinnubúðum vegagerðarmanna við Þröskuld og skiptast á vinakveðjum og fagna nýja veginum sem opnaður verður seinna í haust. Strandamenn ætla að koma saman við afleggjarann upp á Arnkötludal (við Hrófá) kl. 10 og fylgja fjórum vönum hlaupurum og fjölda barna í fánaprýddri fjárkerru. Af hálfu fólks í Reykhólahreppi munu fjórir krakkar hlaupa síðasta kílómetrann.
...
Meira
1 af 3
Atvinnu- og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum verður opnuð við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardag. Hún stendur síðan næsta hálfa mánuðinn og liðlega það eða til 15. september. Yfir 60 sýnendur, fullorðnir og börn, allt frá Hrútafirði, norður í Ófeigsfjörð og yfir í Djúp, taka þátt í sýningunni, sem er bæði fjölbreytt og fróðleg. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er verndari sýningarinnar.
...
Meira
Spurningakeppnin sem verður eins konar upphitun fyrir Reykhóladaginn á laugardag verður annað kvöld, föstudagskvöld, í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst kl. 20. Sex þriggja manna lið taka þátt í keppninni, en þau eru: Kennarar Reykhólaskóla, starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar, Hólakaup, Kambur, Glæsibæjargengið og makar Reykhólanefndar. Byrjað verður á forkeppni en sigurliðin þrjú úr henni og stigahæsta tapliðið halda áfram í undanúrslit. Sigurliðin þar keppa síðan til úrslita.
...
Meira
Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður á Galdrasetrinu á Hólmavík sunnudaginn 30. ágúst og hefst kl. 11 árdegis. Aðildarfélag samtakanna, Reisn í Reykhólahreppi, hvetur fólk til að sækja fundinn og nota tækifærið þegar svona stutt er að fara þetta árið. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf verður meðal annars Einar Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Metan ehf. með fróðleik um notkun metans sem orkugjafa. Hringferð Einars og Ómars Ragnarssonar kringum landið á metanknúnum bíl fyrir fáum vikum vakti mikla athygli. Á fundinum verður einnig menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum, til skrafs og ráðagerða við fundargesti.
...
Meira
Tómas slítur hluta af girðingarflækjunni upp úr lambahræjunum.
Tómas slítur hluta af girðingarflækjunni upp úr lambahræjunum.
1 af 3
Þegar Tómas Sigurgeirsson bóndi á Reykhólum fór í dag að huga að berjasprettu í úthaga Reykhóla innst á Barmahlíð gekk hann fram á rytjur af tveimur lömbum sem höfðu flækst í girðingarleifar og borið þar beinin. Merki sem lömbin höfðu borið sýndu að þetta voru tvílembingar í eigu Tómasar. Hann telur líklegt að þau hafi drepist fyrri hlutann í júlí og verið lengi að veslast upp. Þetta er skammt frá sumarbústað sem stendur í landi Hyrningsstaða neðan við veginn og segir Tómas að löngu ónýt girðing hafi legið þarna í flækju en núna sé loks búið að fjarlægja hana. Þó voru eftir leifar af girðingunni þar sem lambarytjurnar liggja en þarna hafði verið um möskvagirðingu með rafmagni að ræða. Slík girðing er líkust bandi viðkomu en ekki málmi og stórhættuleg dýrum.
...
Meira
Frá Reykhóladeginum 2008.
Frá Reykhóladeginum 2008.
Dagskrá Reykhóladagsins 2009 er nú fullmótuð. Hátíðin verður á sjálfan höfuðdaginn, laugardaginn 29. ágúst, þótt forskot verði tekið á fagnaðinn með spurningakeppni daginn áður. Fjölmargt verður til skemmtunar og afþreyingar og má sjá dagskrána í heild á pdf-formi í tilkynningadálkinum neðst til hægri hér á vefnum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30