Metsumar í vestfirskri ferðaþjónustu
...
Meira
Mun fleiri bátar en búist hafði verið við tóku þátt í hinum breiðfirsku Bátadögum um síðustu helgi. Lagt var upp á laugardagsmorguninn frá Stað á Reykjanesi út í Breiðafjarðareyjar og gist í Flatey um nóttina. Fyrri daginn var dýrðarveður um allan Breiðafjörð en á leiðinni til baka seinni daginn var kaldaskítur á móti og talsverður barningur. Bátadagar Reykhólamanna eru helgaðir súðbyrðingum en það eru trébátar þar sem borðin skarast. Bæði er hér um að ræða gamla báta sem haldið hefur verið við eða gerðir hafa verið upp eða þá nýja og nýlega báta smíðaða að gömlu lagi.
...Tónleikar verða haldnir í Hótel Flatey kl. 15 á morgun, laugardag 18. júlí. Meðleikari, kynnir og umsjónarmaður efnisskrár er Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Aðalsöngvari er Hrólfur Sæmundsson óperusöngvari. Meðal annarra flytjenda eru Pétur Heimisson og félagar úr Söngskólanum í Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson og Hreinn Guðmundsson. Meðal sönglaga á efnisskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, óperuaríur og fleiri falleg lög.
...Veðrið og sólskinið hafa leikið við Breiðfirðinga það sem af er þessu sumri líkt og oftast endranær. Frá sunnudeginum fyrir tæpum tveimur vikum hefur hitinn á mælistöð Veðurstofunnar á Reykhólum farið fimm daga yfir 20 stig. Í dag fór hitinn síðdegis í 20,8 stig og sólin skein glatt allan daginn. Reykhólar eru heila 14 km (!) frá þjóðveginum milli landshluta og þess vegna eru ótalmargir sem hafa aldrei brugðið sér þennan litla afleggjara út á Reykjanes við Breiðafjörð og ófáir vita alls ekki að hér á Reykhólum er myndarlegt þorp. Meðfylgjandi myndir frá tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum tók Jón Þór Kjartansson seint í gærkvöldi þegar skýjahula næturinnar hafði tekið vaktina af heiðríkju dagsins. Þeir sem hingað koma einu sinni koma aftur og aftur, ár eftir ár eftir ár.
...