Tenglar

Frá tjaldsvæðinu við Grettislaug á Reykhólum.
Frá tjaldsvæðinu við Grettislaug á Reykhólum.
Mun fleiri ferðamenn hafa lagt leið sína til Vestfjarða í sumar en undanfarin sumur og stefnir allt í metár hjá ferðaþjónustunni vestra. Þegar athugun var gerð á fjöldanum í síðasta mánuði nam aukningin um 30 prósentum miðað við sama mánuð í fyrra og júlímánuður hefur þegar slegið öll fyrri met.
...
Meira
Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum í Gilsfirði, varaslökkviliðsstjóri Reykhólahrepps, hefur nú verið símasambandslaus í vikutíma vegna bilunar hjá Símanum eða Mílu. Málið er alltaf í athugun, að sagt er, en ekkert gerist. Ekkert. Þarna er um heimasímann að ræða en gsm-samband á Gróustöðum er afar slæmt og gloppótt. Stundum er hægt að nota gsm-síma með því að fara á ákveðinn stað úti á hlaði eða út í tiltekinn glugga en stundum dugar það ekki einu sinni til.
...
Meira

Mun fleiri bátar en búist hafði verið við tóku þátt í hinum breiðfirsku Bátadögum um síðustu helgi. Lagt var upp á laugardagsmorguninn frá Stað á Reykjanesi út í Breiðafjarðareyjar og gist í Flatey um nóttina. Fyrri daginn var dýrðarveður um allan Breiðafjörð en á leiðinni til baka seinni daginn var kaldaskítur á móti og talsverður barningur. Bátadagar Reykhólamanna eru helgaðir súðbyrðingum en það eru trébátar þar sem borðin skarast. Bæði er hér um að ræða gamla báta sem haldið hefur verið við eða gerðir hafa verið upp eða þá nýja og nýlega báta smíðaða að gömlu lagi.

...
Meira
Um 300 manns sóttu hátíðina á sýslumörkum á Dynjandisheiði í fyrrakvöld í tilefni þess að á þessu ári er hálf öld liðin síðan vegur var lagður um heiðina og akvegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Á staðnum var jarðýta af gerðinni International TD-14, sem er sextug á þessu ári og var notuð á Dynjandisheiði fyrir hálfri öld. Ýtustjórinn á þeim tíma, Ásvaldur Guðmundsson á Núpi í Dýrafirði, var þarna líka og notaði tækifærið og tók í ýtuna, sem er í góðu lagi eftir að Jón Guðni Guðmundsson í Bolungarvík gerði hana upp.
...
Meira
Frá Flatey
Frá Flatey
1 af 4

Tónleikar verða haldnir í Hótel Flatey kl. 15 á morgun, laugardag 18. júlí. Meðleikari, kynnir og umsjónarmaður efnisskrár er Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Aðalsöngvari er Hrólfur Sæmundsson óperusöngvari. Meðal annarra flytjenda eru Pétur Heimisson og félagar úr Söngskólanum í Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson og Hreinn Guðmundsson. Meðal sönglaga á efnisskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, óperuaríur og fleiri falleg lög.

...
Meira
Blindhæð og holur á leiðinni um Dynjandisheiði. Ljósm. Laélie.
Blindhæð og holur á leiðinni um Dynjandisheiði. Ljósm. Laélie.
Eins og hér var greint frá verða hátíðahöld á Dynjandisheiði í kvöld, fimmtudag. Tilefni þeirra er  að í haust eru 50 ár liðin síðan vegur var lagður um Dynjandisheiði og akvegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Fagnaðurinn hefst kl. 19 og gert er ráð fyrir að honum ljúki ekki seinna en um kl. 21. Allir eru velkomnir og verður gestum boðið upp á kjötsúpu auk þess sem drykkir verða til reiðu, bæði kaffi og gos. Til sýnis verður jarðýta sem var notuð við vegagerðina fyrir 50 árum. Hún hefur verið gerð upp og er vel gangfær. Dagskráin á heiðinni verður í stórum dráttum á þessa leið:
...
Meira
Fuglar í Flatey. Mynd GG.
Fuglar í Flatey. Mynd GG.
„... Ingibjörg er meistari meistaranna í eldhúsinu og þeir réttir sem hún laðar fram eru hreint út sagt óviðjafnanlegir. Matseðilinn er sóttur í Breiðafjörðinn. Fiskisúpan er sú besta sem ég hef smakkað, er þó vel inni í þeim málum sakir dálætis á súpum og hef prófað þær víða auk þess að glíma við þær í eldhúsinu heima. Þorskurinn hennar, fiskibollurnar, léttreykti svartfuglinn, sjávarréttaþrennan og þannig mætti halda áfram. Allt þetta dregur mann inn í unaðsheima eldhúss sem er í heimsklassa.“
...
Meira
Frá tjaldsvæðinu við Grettislaug.
Frá tjaldsvæðinu við Grettislaug.
1 af 3

Veðrið og sólskinið hafa leikið við Breiðfirðinga það sem af er þessu sumri líkt og oftast endranær. Frá sunnudeginum fyrir tæpum tveimur vikum hefur hitinn á mælistöð Veðurstofunnar á Reykhólum farið fimm daga yfir 20 stig. Í dag fór hitinn síðdegis í 20,8 stig og sólin skein glatt allan daginn. Reykhólar eru heila 14 km (!) frá þjóðveginum milli landshluta og þess vegna eru ótalmargir sem hafa aldrei brugðið sér þennan litla afleggjara út á Reykjanes við Breiðafjörð og ófáir vita alls ekki að hér á Reykhólum er myndarlegt þorp. Meðfylgjandi myndir frá tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum tók Jón Þór Kjartansson seint í gærkvöldi þegar skýjahula næturinnar hafði tekið vaktina af heiðríkju dagsins. Þeir sem hingað koma einu sinni koma aftur og aftur, ár eftir ár eftir ár.

...
Meira
Tónleikar Kristjáns Kristjánssonar (KK) og Magnúsar Eiríkssonar, sem áttu að vera í Dalabúð í Búðardal í kvöld, falla niður. Frá þessu er greint hér vegna þess að tónleikarnir höfðu meðal annars verið auglýstir á Reykhólum.
...
Meira
Frá hátíðahöldum á Patreksfirði.
Frá hátíðahöldum á Patreksfirði.
Um komandi helgi eða frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag fer fram matar- og tónlistarhátíðin Matur og menning í Vesturbyggð 2009. Hátíðinni er ætlað að hampa því besta í menningu og mat á suðursvæði Vestfjarða og tengja saman heimamenn og ferðamenn, vestfirska tónlistarmenn í fortíð, nútíð og framtíð, ásamt því að leiða saman atvinnumenn og leikmenn í tónlistarflutningi á sem breiðustum tónlistargrundvelli. Hátíðin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30