Tenglar

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á kennsluaðferðum sem henta fullorðnum verður haldið á Ísafirði á mánudaginn kemur, 17. ágúst. Þátttakendur prófa, skoða og skilgreina ýmsar hugmyndir um árangursríkar náms- og kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu, hefðbundnar aðferðir jafnt sem óhefðbundnar, og hvernig þær henta mismunandi námsmarkmiðum og aðstæðum á vettvangi. Miðað er við að þátttakendur útbúi eigin möppu með aðferðum sem þeir hugsa sér að nýta í eigin kennslu. Umsóknarfresti lýkur föstudaginn 14. ágúst.
...
Meira
Lagt upp frá Skerðingsstöðum, gengið fram Heyárdalinn og yfir fjallið allt fram á Flókavallagnípu við Þorskafjörð.
Lagt upp frá Skerðingsstöðum, gengið fram Heyárdalinn og yfir fjallið allt fram á Flókavallagnípu við Þorskafjörð.
Fyrirhugaðar eru tvær gönguferðir í Reykhólahreppi á næstu dögum. Sú fyrri annað kvöld, miðvikudagskvöld, upp á Reykjanesfjall, og hin síðari á laugardag, þar sem gengin verður gömul póstleið ofan af Þorskafjarðarheiði. Annað kvöld klukkan 19 verður lagt upp frá Skerðingsstöðum og gengið upp Heyárgötu og fram Heyárdal og allt fram á Flókavallagnípu í norðurbrún Reykjanesfjalls innan við Laugaland og síðan sömu leið til baka. Smellið á kortið til að stækka myndina (kort af vef Landmælinga). Á laugardaginn klukkan 16.30 verður komið saman hjá Björgu og Tóta í Bjarkalundi og sameinast þar í bíla. Ekið verður upp að sæluhúsinu á Þorskafjarðarheiði og síðan gengin gamla póstleiðin niður Fjalldali og Þorgeirsdal.
...
Meira
Allir landsmenn sem þess óska munu hafa aðgang að háhraðanettengingum í nóvember á næsta ári. Um 1.700 staðir á landinu eru enn án háhraðatengingar en um 500 þeirra munu eiga kost á tengingu í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í svari Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni.
...
Meira
Baldur kemur til Flateyjar. Myndin er fengin af vefnum seatours.is.
Baldur kemur til Flateyjar. Myndin er fengin af vefnum seatours.is.
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur verið þéttsetin farartækjum og farþegum í allt sumar. Baldur fer tvær ferðir á dag milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey í hvert sinn. Viðkoman í Flatey er því fjórum sinnum á dag en stutt í hvert sinn, eingöngu til að skila af sér farþegum og farangri og taka nýja auk þess að dæla vatni á vatnstank eyjaskeggja. Júlí var metmánuður í fólksflutningum hjá Baldri en þá fóru 18.800 farþegar með skipinu og bílaplássið var alltaf fullnýtt.
...
Meira
Kort fengið af vef Landmælinga Íslands. Smellið á myndina til að stækka hana.
Kort fengið af vef Landmælinga Íslands. Smellið á myndina til að stækka hana.
Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar þess efnis að vegarlagning um Djúpafjörð austanverðan, frá væntanlegum Vestfjarðavegi á Hallsteinsnesi að núverandi Vestfjarðavegi undir Mýrlendisfjalli við innanverðan Djúpafjörð, skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun úrskurðaði í nóvember á síðasta ári að þessi framkvæmd væri ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi hún því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.
...
Meira
Frá leiðinni um Dynjandisheiði.
Frá leiðinni um Dynjandisheiði.
Samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að hefja undirbúning við nýjan veg um Dynjandisheiði og á hann að taka til starfa með haustinu. Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytis. Verkefni hópsins verður að fara yfir athuganir og hugmyndir sem þegar liggja fyrir og standa fyrir nauðsynlegum viðbótarrannsóknum og úttektum til að unnt verði að leggja fram tillögur um gerð og legu vegarins. Gert yrði ráð fyrir varanlegu og heilsárs vegarsambandi.
...
Meira
Sumartími er að baki í versluninni Hólakaupum á Reykhólum. Yfir hásumarið var opið alla daga vikunnar langt fram á kvöld. Framvegis er opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 11-15 en lokað á sunnudögum.
...
Meira
Fólk í þjóðlegum búningum og 19. aldar klæðnaði er boðið sérstaklega velkomið á Ólafsdalshátíðina sem haldin verður í Ólafsdal við Gilsfjörð á morgun, sunnudag, og stendur frá kl. 13 til 17. Fyrir utan ávörp og erindi og tónlist verður lögð áhersla á að kynna handverksmenningu kringum aldamótin 1900 og bjóða jafnframt afþreyingu fyrir börnin. Merkar jarðræktarminjar í Ólafsdal verða kynntar og farið verður í gönguferðir. Í boði verða ostar frá MS í Búðardal, ís frá Erpsstöðum í Dölum, kræklingur frá Nesskel á Gróustöðum í Reykhólahreppi og nýtínd krækiber og bláber. Myndlistarsýning verður í skólahúsinu gamla í Ólafsdal allan ágústmánuð. Í tengslum við Ólafsdalshátíðina verður kaffihlaðborð í Skriðulandi í Saurbæ frá kl. 13 til 21 um kvöldið.
...
Meira
Aðeins einn lögreglumaður er á vakt hjá lögreglunni á Hólmavík hverju sinni. Útkallssvæði lögreglunnar á Hólmavík er mjög stórt og nær frá Holtavörðuheiði norður á Hornstrandir, vestur yfir Mjóafjörð í Djúpi og suður í Reykhólasveit. Á Hólmavík starfa tveir lögreglumenn auk héraðslögreglumanna í hlutastarfi en aðeins einn er á vakt.
...
Meira
Bátasmiðir að verki á Reykhólum.
Bátasmiðir að verki á Reykhólum.
Sýningin Dalir - hólar - handverk verður opnuð á Ólafsdalshátíðinni á sunnudag og stendur út ágústmánuð. Hún verður þó samtímis á fleiri stöðum því að hér er um að ræða sýningarverkefni í Dölum, við Breiðafjörð og á Ströndum, sem á að stuðla að samstarfi heimafólks og aðkominna um handverk og listir. Náttúra og menning svæðisins eru uppspretta verkanna en skólahús gamla landbúnaðarskólans í Ólafsdal og umhverfi hans er útgangspunktur sýningarinnar. Skólinn var á mörkum þeirra þriggja sýslna sem sýningin spannar og naut stuðnings sveitanna í kring á öndvegisdögum sínum. Vegna þessa var ákveðið að nýta húsið sem þungamiðju sýningarinnar og tengja þaðan í lykilstaði í nágrannasveitarfélögum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30